Myndband virðist sýna herþotu hrapa í sjóinn örskömmu eftir flugtak Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. nóvember 2021 09:10 Samskonar flugvél og sú sem fór í sjóinn. Lt Cdr Lindsey Waudby RN/Ministry of Defence via Getty Images) Myndband sem virðist sýna eina af F-35 herþotu breska hersins hrapa í sjóinn eftir flugtak af flugmóðurskipinu HMS Queen Elizabeth hefur verið birt á samfélagsmiðlum. Á myndbandinu má sjá flugvélina í flugtaki á flugbraut skipsins. Eitthvað virðist fara úrskeiðis þannig að örfáum andartökum eftir að flugvélin fer fram af flugbraut skipsins, skýtur flugmaðurinn sér úr vélinni, sem hrapar í sjóinn. Sjá má fallhlíf opnast. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Svo virðist sem að í stað þess að hraði flugvélarinnar aukist í flugtaki hafi dregið úr hraðanum, með fyrrgreindum afleiðingum. Hver F-35 flugvél kostar um hundrað milljón pund, rúma sautján milljarða króna. Atvikið átti sér stað fyrr í nóvember en breskir fjölmiðlar greindu þá frá því að herþota breska hersins hefði hrapað í Miðjarðarhafið við æfingar. Svo virðist sem að umrætt myndband sé komið úr öryggismyndavélum flugmóðurskipsins. Breska varnarmálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað af BBC. Þar kemur þó fram að verið sé að leita leiða til að bjarga flaki vélarinnar. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að mögulegt sé að atvikið hafi átt sér stað vegna vélarábreiðu sem mögulega hafi verið skilin eftir á flugvélinni fyrir flugtak. Rannsókn er hafin á orsökum slyssins en í frétt BBC segir að einnig megi reikna með rannsakað verði hvernig umræddu myndbandi hafi verið lekið á netið. Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira
Á myndbandinu má sjá flugvélina í flugtaki á flugbraut skipsins. Eitthvað virðist fara úrskeiðis þannig að örfáum andartökum eftir að flugvélin fer fram af flugbraut skipsins, skýtur flugmaðurinn sér úr vélinni, sem hrapar í sjóinn. Sjá má fallhlíf opnast. Well thank God he is still with us! That’s all I can say. pic.twitter.com/YtL6f0BFAm— Seb H (@sebh1981) November 29, 2021 Svo virðist sem að í stað þess að hraði flugvélarinnar aukist í flugtaki hafi dregið úr hraðanum, með fyrrgreindum afleiðingum. Hver F-35 flugvél kostar um hundrað milljón pund, rúma sautján milljarða króna. Atvikið átti sér stað fyrr í nóvember en breskir fjölmiðlar greindu þá frá því að herþota breska hersins hefði hrapað í Miðjarðarhafið við æfingar. Svo virðist sem að umrætt myndband sé komið úr öryggismyndavélum flugmóðurskipsins. Breska varnarmálaráðuneytið vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað af BBC. Þar kemur þó fram að verið sé að leita leiða til að bjarga flaki vélarinnar. Breskir fjölmiðlar hafa greint frá því að mögulegt sé að atvikið hafi átt sér stað vegna vélarábreiðu sem mögulega hafi verið skilin eftir á flugvélinni fyrir flugtak. Rannsókn er hafin á orsökum slyssins en í frétt BBC segir að einnig megi reikna með rannsakað verði hvernig umræddu myndbandi hafi verið lekið á netið.
Bretland Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Fleiri fréttir Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Sjá meira