„Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 08:02 Eric Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam og fjölskyldumál. AP Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira