Ronaldo sakar ritstjóra France Football og yfirmann Ballon d'Or um að ljúga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2021 08:00 Cristiano Ronaldo hefur skilað mörkum hjá Manchester United eins og hjá Juventus og portúgalska landsliðinu en gengi liða hans var ekki gott á árinu 2021. Getty/Daniel Chesterton Þetta eru ekki alltof góðir dagar fyrir Cristiano Ronaldo. Á sunnudaginn byrjaði hann á bekknum í stórleik Manchester United á móti Chelsea og í gær náði Lionel Messi tveggja Gullhnatta forskoti á hann. Ronaldo náði sér þó í talsverða athygli í gærkvöldi þrátt fyrir að skrópa á verðlaunahátíðina þegar hann sendi frá sér mikla yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum. Ronaldo var þá að svara fyrir ummæli Pascal Ferre um sig. Ferre er ritstjóri France Football blaðsins sem veitir Gullhnöttinn eða Ballon d'Or eins og þau eru þekkt erlendis. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ferre talaði um Cristiano Ronaldo í viðtali við New York Times á síðustu viku. Þar sagði hann að eini metnaður Ronaldo væri fyrir því að enda með fleiri Gullhnetti en Messi. Eftir verðlaunin hjá Messi í gær er sá möguleiki úr sögunni. Ronaldo var mjög ósáttur með þessi ummæli sem Ferre sagði að leikmaðurinn hefði sagt við sig sjálfur. „Niðurstaðan í dag útskýrir af hverju Pascal Ferre sagði í síðustu viku að eini metnaður minn væri að enda feril minn með fleiri Ballons d'Or styttur en Lionel Messi,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Pascal Ferre laug og notaði mitt nafn til að koma sér á framfæri og auglýsa fjölmiðilinn sem hann vinnur hjá,“ skrifaði Ronaldo. „Það er óásættanlegt að maður, sem hefur þá ábyrgð að veita svona virt verðlaun, geti logið með þessum hætti og bera með því enga virðingu fyrir manni sem hefur alltaf borið sjálfur virðingu fyrir France Football og the Ballon d'Or,“ skrifaði Ronaldo. „Hann laug síðan aftur í dag með því að útskýra fjarveru mína frá hátíðinni með því að ég ætti að vera í sóttkví. Það er engin ástæða fyrir slíku,“ skrifaði Ronaldo sem skrópaði á hátíðina vegna ósættisins við Pascal Ferre. Cristiano Ronaldo endaði í sjötta sæti í kjörinu en hann hafði ekki endaði utan topp þrjú síðan árið 2010. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira
Ronaldo náði sér þó í talsverða athygli í gærkvöldi þrátt fyrir að skrópa á verðlaunahátíðina þegar hann sendi frá sér mikla yfirlýsingu á samfélagsmiðlum sínum. Ronaldo var þá að svara fyrir ummæli Pascal Ferre um sig. Ferre er ritstjóri France Football blaðsins sem veitir Gullhnöttinn eða Ballon d'Or eins og þau eru þekkt erlendis. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Ferre talaði um Cristiano Ronaldo í viðtali við New York Times á síðustu viku. Þar sagði hann að eini metnaður Ronaldo væri fyrir því að enda með fleiri Gullhnetti en Messi. Eftir verðlaunin hjá Messi í gær er sá möguleiki úr sögunni. Ronaldo var mjög ósáttur með þessi ummæli sem Ferre sagði að leikmaðurinn hefði sagt við sig sjálfur. „Niðurstaðan í dag útskýrir af hverju Pascal Ferre sagði í síðustu viku að eini metnaður minn væri að enda feril minn með fleiri Ballons d'Or styttur en Lionel Messi,“ skrifaði Cristiano Ronaldo. „Pascal Ferre laug og notaði mitt nafn til að koma sér á framfæri og auglýsa fjölmiðilinn sem hann vinnur hjá,“ skrifaði Ronaldo. „Það er óásættanlegt að maður, sem hefur þá ábyrgð að veita svona virt verðlaun, geti logið með þessum hætti og bera með því enga virðingu fyrir manni sem hefur alltaf borið sjálfur virðingu fyrir France Football og the Ballon d'Or,“ skrifaði Ronaldo. „Hann laug síðan aftur í dag með því að útskýra fjarveru mína frá hátíðinni með því að ég ætti að vera í sóttkví. Það er engin ástæða fyrir slíku,“ skrifaði Ronaldo sem skrópaði á hátíðina vegna ósættisins við Pascal Ferre. Cristiano Ronaldo endaði í sjötta sæti í kjörinu en hann hafði ekki endaði utan topp þrjú síðan árið 2010. View this post on Instagram A post shared by Just Football (@__justfootball__)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Lýsandi Sky Sports baðst afsökunar á ummælum um United UEFA segir Chelsea vera með dýrasta lið sögunnar Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Segir glottandi Carragher að fara til fjandans Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Echeverri má loks spila fyrir Man City „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Sjá meira