„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 20:00 Glódís Guðgeirsdóttir er búsett í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi. Vísir/Egill Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli. Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli.
Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11
„Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44