„Ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. nóvember 2021 20:00 Glódís Guðgeirsdóttir er búsett í Reykjavík og fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi. Vísir/Egill Reykvíkingur, sem fer flestra sinna ferða gangandi eða hjólandi, telur lögreglu skella skuldinni á gangandi vegfarendur frekar en ökumenn með tali um endurskinsmerki og slæm birtuskilyrði eftir fjölda umferðarslysa síðustu daga. Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli. Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Þó að einmitt núna kyngi niður snjó sem lýsir upp skammdegið hefur verið mjög dimmt í Reykjavík síðustu vikur. Banaslys varð á gatnamótum Gnoðarvogs og Skeiðarvogs í síðustu viku og lögregla hefur einmitt nefnt slæm birtuskilyrði sem mögulegan áhrifavald þar. Sá ekki vegfarandann „fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni“ Óvenjumörg alvarleg slys hafa orðið í umferðinni undanfarið; auk banaslyssins við Gnoðarvog lét ökumaður rafhlaupahjóls lífið í slysi á Sæbraut og þá slasaðist maður við Sprengisand talsvert þegar ekið var á hann á föstudagskvöld. Í febrúar lést svo karlmaður þar sem hann var á göngu yfir götu í Garðabæ. Lögregla hefur sagt slysin eiga það sameiginlegt að birtuskilyrði hafi verið slæm á vettvangi. Nú síðast í gær var ekið á gangandi vegfaranda í Hafnarfirði. „Þarna skorti endurskinsmerki hjá hinum gangandi en ökumaður sá ekki viðkomandi fyrr en hann hafnaði á bifreiðinni,“ sagði í tilkynningu lögreglu. Verði að hægja á sér Orðræða lögreglu sem hér er lýst hefur vakið nokkuð hörð viðbrögð á samfélagsmiðlum - og ýmsum þar þótt of lítið gert úr ábyrgð ökumannanna sjálfra. Glódís Guðgeirsdóttir, móðir í Reykjavík sem fer flestra sinna ferða gangandi, er þeirra á meðal. „Fyrir mér er þetta mjög einfalt. Að ef þú sérð ekki einhvern gangandi vegfaranda vegna birtuskilyrða, þá þurfirðu einfaldlega að hægja á þér. Og ábyrgðinni er einhvern veginn alltaf skellt á þau sem ekki stjórna tækjunum.“ Þetta sé henni sérstakt hjartans mál eftir ítrekuð atvik í umferðinni, þar sem hún og sonur hennar voru hætt komin. „Ég er enginn hálfviti, þannig að ég sleppi að setja endurskinsmerki á barnið mitt til að mótmæla, það er ekki svoleiðis. En ef þú ert að stjórna tæki sem, hvað eru bílar? Tvö tonn? Með einni rangri ákvörðun geturðu tekið líf fólks. Þannig að ég vil einhvern veginn breyta þessu,“ segir Glódís. Hvað með gatnalýsinguna? Þá ræddi fréttastofa við Hjalta J. Guðmundsson, skrifstofustjóra reksturs- og umhirðu borgarlandsins í Reykjavík, sem hefur umsjón með gatnalýsingu í borginni. Hann segir að vissulega hafi verið óvenjudimmt í Reykjavík undanfarið - af náttúrunnar hendi, þar sem enginn snjór hafi lýst upp skammdegið. LED-væðing gatnalýsingar í borginni hafi hafist fyrir tveimur árum. Lýsingin sé hvítari en sú gamla en eigi ekki að vera daufari, þó að hún sé vissulega öðruvísi. Stöðugt berist ábendingar um að gatnalýsingu sé ábótavant, sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Brugðist sé við þeim og lýsingu breytt ef þörf þykir á. Þá segir Hjalti að lýsing við gatnamót Gnoðarvogs og Skeiðarvogs hafi verið könnuð eftir slysið í síðustu viku. Hún hafi öll reynst samkvæmt staðli.
Banaslys við Gnoðarvog Umferðaröryggi Reykjavík Samgönguslys Tengdar fréttir Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11 „Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Fleiri fréttir Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Sjá meira
Enn ekið á gangandi og fólk á rafhlaupahjóli Ekið var á gangandi vegfaranda í Hlíðarbergi í Hafnarfirði á sjöunda tímanum í kvöld. Töluvert var um umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í dag og fólk flutt á slysadeild. Þetta kemur fram í skeyti lögreglu til fjölmiðla í kvöld. 28. nóvember 2021 23:11
„Það virðist sem fólk sjái ekki hvert annað“ Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand. 27. nóvember 2021 13:44