Innlent

Jólin verða blótuð undir berum himni

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Alda Vala er goði hjá Ásatrúarfélaginu.
Alda Vala er goði hjá Ásatrúarfélaginu. vísir/rúnar

Jólin verða blótuð undir berum himni af Ásatrúarmönnum í ár í glænýju hofi trúfélagsins. Þó hofið sé ekki alveg tilbúið enn verður það loksins tekið í notkun fyrir hátíðirnar eftir framkvæmdir sem hafa tafist um nokkur ár.

„Já, við erum komin svo langt að við erum að koma okkur fyrir hér með fé­lags­að­stöðu með bráða­birgða­byggingu í bili en hérna stefnum við að því að reyna að halda jóla­blótið okkar sem er á vetrar­sól­stöðunum núna 21. desember,” segir Alda Vala Ás­dísar­dóttir goði.

Fyrsta skóflu­stungan að nýju hofi Ása­trúar­fé­lagsins var tekni árið 2015. Það átti að verða tekið í notkun ári síðar en fram­kvæmdin hefur tafist veru­lega og farið fram úr kostnaðar­á­ætlun.

Byggingin verður ansi tilkomumikil inni í miðri Öskjuhlíðinni.aðsend

Hofið sjálft, þar sem trúar­at­hafnir ása­trúar­manna fara fram, er þó til­búið þó það vanti reyndar vissu­lega þakið á hvelfinguna.

„Þakið verður ekki komið. Hvelfingin verður ekki komin og hún kemur bara í náinni fram­tíð. Ég ætla ekki að á­kveða hve­nær. Eins og ég segi að við byggjum eftir því sem við eigum fyrir því og skuldum ekki neitt. Það er mottóið okkar í bili,“ segir Alda Vala.

Hér sést inn í hvelfinguna en búið er að byggja allan grunn að hofinu og mun blótið fara fram þrátt fyrir þakleysið.aðsend

Og í þetta fara fé­lags­gjöld Ása­trúar­manna því að lang­mestu leyti.

Þeim hefur fjölgað mjög síðustu ár og reyndar tí­faldast á síðustu tuttugu árum; voru 515 árið 2001 en eru 5.118 í ár.

Félagsmönnum hefur fjölgað mjög í Ásatrúarfélaginu á síðustu áratugum.vísir

Hrafnarnir hafa tekið vel á móti Ásatrúarmönnum

Þak­leysi nýja hofsins stoppar Ása­trúar­menn þó ekki í blót­skapnum.

Það snjóar ansi mikið á okkur núna…

„Ó, já. Þetta er bara merki um tímann fram undan. Við erum að fara inn í að­ventu og við erum að fara inn í jóla­tímann og dimmasta tímann og við erum að fara með fal­legri snjó­komu hérna inn núna,“ segir goðinn.

Og í þann mund fljúga hrafnar yfir höfðum okkar. Þeir hljóta að vera ykkur að skapi er það ekki?

„Jú, það er okkur að skapi. Þeir hafa tekið á móti okkur alveg frá upp­hafi. Eru hérna í grenndinni og mikið líf í skóginum hérna í kring. Þannig við erum ansi ná­lægt náttúrunni hérna inni í miðri Reykja­vík.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×