Nýir ráðherrar fengu ekki bara lykla Eiður Þór Árnason skrifar 29. nóvember 2021 08:35 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir lét ekki duga að afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Hann fékk sömuleiðis Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug heldur mikið upp á. Vísir/Vilhelm Ný ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í morgun fóru svo fram formleg lyklaskipti í hinum ýmsu ráðuneytum en mikil hreyfing er á ráðherrastólum. Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dagskráin hófst upp úr klukkan níu þegar Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tók við lyklunum af Svandísi Svavarsdóttur í heilbrigðisráðuneytinu í Skógarhlíð. Willum Þór kemur nýr inn í ríkisstjórnina en Svandís færir sig yfir í matvæla-, sjávarútvegs-, og landbúnaðarráðuneytið. Næst mætti Guðmundur Ingi Guðbrandsson til Ásmundar Einars Daðasonar og fékk lyklana að félags- og atvinnumálaráðuneytinu. Í utanríkisráðuneytinu rétti Guðlaugur Þór Þórðarson samflokkskonu sinni Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur nýtt lyklakort. Að lokinni tölu þeirra beggja þurftu reyndar ljósmyndarar og fréttamenn að minna á afhendingu kortsins. Þórdís ræddi við fréttastofu og sagðist hafa lagt á það áherslu að fá utanríkisráðuneytið til sín. Menntamálin eru nú komin í tvö aðskilin ráðuneyti sem verða annars vegar á forræði Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra, og hins vegar Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra. Lilja Alfreðsdóttir, fráfarandi mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti þeim sérstaka menntabolla við þetta tilefni. Bæði Áslaug Arna og Ásmundur Einar segjast vera spennt fyrir því að taka við nýjum verkefnum. Kristján Þór Júlíusson kveður nú stjórnmálin og afhenti Svandísi Svavarsdóttur aðganginn að nýju matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti. Kristján sagðist stíga feginn inn í frelsið og hyggst endurnýja skipstjórnarréttindin. Svandís Svavarsdóttir sagði að það sé smá léttir að fara úr heilbrigðisráðuneytinu en þó bíði hennar krefjandi verkefni á nýjum vettvangi. Næst fylgdust fréttamenn með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur afhenda Jóni Gunnarssyni lyklana að dómsmálaráðuneytinu. Samhliða því fékk hann bókina Frelsið eftir John Stuart Mill sem Áslaug sagði mikilvægt að halda til haga. Að lokum tók Guðlaugur Þór Þórðarson, fráfarandi utanríkisráðherra, við umhverfisráðuneytinu. Hann segist alltaf hafa horft til umhverfismála á sínum stjórnmálaferli og að málaflokkurinn sé klárlega stærsta hagsmunamál Íslendinga. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Sjá meira