Tveir leikir úr Olís deild karla verða sýndir beint. Fyrst er það viðureign Selfyssinga og KA-manna og svo fljótlega í kjölfarið toppbaráttuslagur Aftureldingar og FH.
Sömuleiðis verður tvíhöfði frá Bandaríkjunum í NFL deildinni. Fyrst er það leikur Patriots og Titans og svo viðureign Packers og Rams.
Einnig er áhugaverður leikur í NBA deildinni á dagskrá en hægt er að sjá alla dagskrá stöðvarinnar hér að neðan.