Davíð Örn: „Ég var bara lítill og vildi fara heim“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2021 19:31 Davíð Örn Atlason Vísir/Sigurjón Davíð Örn Atlason gekk í dag í raðir Íslandsmeistara Víkings á ný eftir árs dvöl hjá Breiðablik. Davíð hefur leikið tæplega tvö hundruð leiki fyrir félagið og segir það góða tilfinningu að vera kominn heim. „Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira
„Þegar ég fór í Breiðablik þá var búinn að vilja í nokkur ár prófa eitthvað nýtt, en ég held að ég hafi áttað mig á því á þessum tíu mánuðum sem ég var að ég á bar að vera hérna og ég verð hér á meðan krafta minna er óskað hérna,“ sagði Davíð í samtali við Stöð 2. Davíð segir ástæðuna fyrir því að hann vildi ganga aftur til liðs við Víkinga einfaldlega vera að hann vildi komast heim. „Ég var mikið meiddur og svo var maðurinn sem var að spila stöðuna mína að spila mjög vel. Ástæðan fyrir því að ég vildi fara var bara að ég vildi fara heim. Ég var bara lítill og vildi fara heim.“ „Auðvitað litast það kannski af því að ég var ekki að spila eins mikið og éghefði viljað og það var líka bara svo mikið fjör hérna,“ sagði Davíð léttur. „En ég er bara mjög sáttur með þessa ákvörðun og að vera kominn heim.“ Klippa: Davíð Atlason En hvernig fannst Davíð að horfa upp á Víkinga vinna tvöfalt einmitt þegar hann var ekki hluti af liðinu? „Ég er búinn að fá þessa spurningu ansi oft seinustu mánuði. Auðvitað er það drullufúllt að tapa titlinum þarna og horfa upp á KR klúðra víti á KR-vellinum þegar við vorum búnir að tapa í Kaplakrika.“ „En fyrst að við í Breiðablik unnum ekki þá vildi ég frekar að það yrði Víkingur en Valur eða KR eða eitthvað.“ Davíð segist vera í góðu standi fyrir komandi tímabil, og að hann sé að öllum líkindum í sínu besta formi á þessu ári. „Ég er bara í toppstandi. Við vorum búnir að æfa í mánuð með Breiðablik og ég held að ég hafi ekki verið í svona góðu standi á þessu ári allavega.“ Davíð var að lokum spurður hvort hann væri tilbúinn að lyfta titlinum með Víkingum á næsta ári, en vildi ekki fara fram úr sér alveg strax. „Við skulum róa okkur í yfirlýsingunum,“ sagði Davíð og hló. „En það segir sig sjálft að tvöfaldir meistarar ætla sér einhverja hluti á næsta ári og það verður bara gaman að taka þátt í Evrópukeppni með félaginu.“ Viðtalið við Davíð má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Breiðablik Mest lesið Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Magavandamálin farin að trufla hana Sport Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Ákærður vegna fjórhjólaslyss sem kostaði kærustu hans lífið Sport Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið Fótbolti „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Handbolti Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Fótbolti Fleiri fréttir Miklu fljótari upp í fimmtíu mörkin en bæði Messi og Ronaldo Mbappé segir fólki að láta Lamine Yamal í friði NFL-stjarna fjárfestir í kvennaliði Boston Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Landsliðsþjálfarinn sendi leikmennina út á lífið „Þetta var sársaukafullt“ Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Er Dyche næstur inn hjá Nottingham Forest? Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Gerrard neitaði Rangers Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Portúgal - Írland 1-0 | Rýtingur í hjarta Heimis Cecilía Rán þurfti að sækja boltann tvisvar í netið gegn Fiorentina Elísa Bríet: Ég er ekki búin að ákveða neitt Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Noregur - Ísrael 5-0 | Haaland með þrennu í auðveldum sigri Glódís Perla kom inn í byrjunarliðið og Bayern vann toppslaginn Uppgjörið: Tindastóll - FHL 5-2 | Tindastóll kvaddi Bestu deildina með stæl Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ Sjá meira