Óttast föður sinn sem eltir þær á röndum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. nóvember 2021 16:30 Lögreglustjórinn á Suðurnesjum rannsakaði málið. Vísir/Þorgils Karlmaður á Suðurnesjum hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 21. desember. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjaness þess efnis. Karlmaðurinn sætir ákæru fyrir fyrir stórfelld brot í nánu sambandi gegn fjórum dætrum sínum og fyrrum eiginkonu. Honum er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar síendurteknu og alvarlegu ofbeldi, líkamlegu og andlegu, auk þess að hafa brotið gegn elstu dóttur sinni og systur hennar umsáturseinelti, móðgandi og smánandi skilaboðum og hótunum eftir að þær voru vistaðar utan heimilis hjá fósturfjölskyldum. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að systurnar séu mjög hræddar við föður sinn. Barnavernd í bæjarfélagi þeirra komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2020 að leggja fram kæru á hendur föðurnum vegna gruns um ofbeldi gagnvart dætrunum fjórum. Var hann grunaður um að hafa slegið þær með belti, skóm og fleiru. Í kæru barnaverndar kom fram að dætur hans hefðu lýst því að faðir þeirra væri mjög oft reiður, færi með þær inn í herbergi þar sem hann lokaði og læsti hurðinni, drægi niður gluggatjöldin og lemdi þær þar til þær hættu að gráta. Þá báru þær um að móðir þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim en þá yrði hún fyrir barðinu á honum. Þær sögðu föður sinn lemja oft móður þeirra en þau rifust stöðugt. Eftir að systrunum var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum hefur faðirinn ítrekað reynt að nálgast þær og rofið nálgunarbann með því að reyna að hafa endurtekið samband við þær. Bæði með því að senda vinabeiðnir og skilaboð á Facebook, sitja fyrir þeim við skóla eða æfingar auk þess að aka fram hjá fósturheimilum þeirra. Vitni staðfesta þetta við lögreglu. Þá brjálaðist faðirinn þegar hann taldi dóttur sína vera komin í samskipti við ungan dreng. Hótaði hann að vinna drengnum mein í samtali við lögreglumenn. Lögreglustjóri taldi í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhaldi ljóst að faðirinn héldi áfram brotum sínum. Á það féllst héraðsdómur og Landsréttur sömuleiðis. Dómsmál Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira
Honum er gefið að sök að hafa beitt dætur sínar síendurteknu og alvarlegu ofbeldi, líkamlegu og andlegu, auk þess að hafa brotið gegn elstu dóttur sinni og systur hennar umsáturseinelti, móðgandi og smánandi skilaboðum og hótunum eftir að þær voru vistaðar utan heimilis hjá fósturfjölskyldum. Fram kemur í gæsluvarðhaldsúrskurðinum að systurnar séu mjög hræddar við föður sinn. Barnavernd í bæjarfélagi þeirra komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2020 að leggja fram kæru á hendur föðurnum vegna gruns um ofbeldi gagnvart dætrunum fjórum. Var hann grunaður um að hafa slegið þær með belti, skóm og fleiru. Í kæru barnaverndar kom fram að dætur hans hefðu lýst því að faðir þeirra væri mjög oft reiður, færi með þær inn í herbergi þar sem hann lokaði og læsti hurðinni, drægi niður gluggatjöldin og lemdi þær þar til þær hættu að gráta. Þá báru þær um að móðir þeirra reyndi stundum að hjálpa þeim en þá yrði hún fyrir barðinu á honum. Þær sögðu föður sinn lemja oft móður þeirra en þau rifust stöðugt. Eftir að systrunum var komið fyrir hjá fósturfjölskyldum hefur faðirinn ítrekað reynt að nálgast þær og rofið nálgunarbann með því að reyna að hafa endurtekið samband við þær. Bæði með því að senda vinabeiðnir og skilaboð á Facebook, sitja fyrir þeim við skóla eða æfingar auk þess að aka fram hjá fósturheimilum þeirra. Vitni staðfesta þetta við lögreglu. Þá brjálaðist faðirinn þegar hann taldi dóttur sína vera komin í samskipti við ungan dreng. Hótaði hann að vinna drengnum mein í samtali við lögreglumenn. Lögreglustjóri taldi í rökstuðningi sínum fyrir gæsluvarðhaldi ljóst að faðirinn héldi áfram brotum sínum. Á það féllst héraðsdómur og Landsréttur sömuleiðis.
Dómsmál Fjölskyldumál Heimilisofbeldi Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Fleiri fréttir Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Sjá meira