Tal stefnir á að verða heimili íslenskra hlaðvarpa Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 16:00 Auðun Bragi Kjartansson segir að hver sem er geti haft samband, hvort sem hlaðvarpið er nú þegar komið í loftið eða enn á byrjunarstigi eða jafnvel bara hugmynd. Vísir/Vilhelm „Stefnan hjá Tal er að vera heimili íslenskra hlaðvarpa,“ segir Auðun Bragi Kjartansson vörustjóri Tal sem fór í loftið á Vísi í dag. Tal er nýr hlaðvarpsheimur og fyrsta útgáfan hefur nú fengið að líta dagsins ljós. „Það er frábær tilfinning að fá þetta í loftið. Þetta er í raun bara fyrsta útgáfan og vinnan við uppfærslu hefur verið hafin og ég er ennþá meira spenntur að koma henni í loftið og sýna fólki hvað við höfum verið að gera,“ segir Auðun. Íslenskt efni „Þetta verður staður fyrir hlustendur til þess að uppgötva íslenskt efni, kynnast efnisframleiðendum á nýjan hátt og koma sjónarmiðum hlustenda og gagnrýni á framfæri.“ Verkefnið Tal hefur staðið yfir í nokkra mánuði en hefur verið á teikniborðinu hjá Auðuni síðan á síðasta ári. Fyrsta hlaðvarpið sem þeir framleiddu og settu í loftið var áskriftarhlaðvarpið Blökastið. „Viðbrögðin hafa verið frábær. Gaman að fylgjast með því þróast, við erum að prófa allskonar þætti í mynd, green screen og meira að segja þáttur í mynd frá Tene. Blökastið er ótrúlega skemmtilegt og verður bara skemmtilegra.“ Nú þegar eru þúsundir áskrifenda að Blökastinu og þeim fjölgar stöðugt. Nú hafa fleiri hlaðvörp byrjað í framleiðslu hjá Tal eins og Þungavigtin og Átján plús. Hópurinn mun svo halda áfram að stækka. Skjáskot af tal.is, síðunni sem fór í loftið í dag. Stuðningur við þá sem búa til hlaðvörp „Við erum að búa til umhverfi fyrir hlaðsvarpsstjórnendur þar sem þau geta einbeitt sér að búa til frábært efni og við hjálpum þeim að vaxa. Það sem er líka spennandi við Tal, er að það er stuðningur til að selja áskriftir. Þar fá skapandi einstaklingar læst svæði sem aðeins áskrifendur hafa aðgang að og geta þar byggt upp sitt eigið samfélag og skapað tekjur.“ Svæðið býður upp á möguleikann að setja inn mynd-, hljóð- og textaefni ásamt eiginleikum eins og athugasemdakerfi, póstkerfi og geta einnig farið í beina útsendingu fyrir áskrifendur. „Hver sem er getur komið til okkar með hugmynd eða fyrirspurnir. Það er hnappur uppi í hægra horninu á Tal.is sem heitir Ég vil vinna með Tal, þar sem við hvetjum alla til þess að hafa samband. Sama hvort hugmyndin er ný eða hvort þau eru nú þegar komin í loftið. Við erum spennt að hitta nýja “Tal”-enta og bendum fólki sem hefur áhuga á að hafa samband með því að smella á hnappinn,“ segir Auðun að lokum. Fjölmiðlar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
„Það er frábær tilfinning að fá þetta í loftið. Þetta er í raun bara fyrsta útgáfan og vinnan við uppfærslu hefur verið hafin og ég er ennþá meira spenntur að koma henni í loftið og sýna fólki hvað við höfum verið að gera,“ segir Auðun. Íslenskt efni „Þetta verður staður fyrir hlustendur til þess að uppgötva íslenskt efni, kynnast efnisframleiðendum á nýjan hátt og koma sjónarmiðum hlustenda og gagnrýni á framfæri.“ Verkefnið Tal hefur staðið yfir í nokkra mánuði en hefur verið á teikniborðinu hjá Auðuni síðan á síðasta ári. Fyrsta hlaðvarpið sem þeir framleiddu og settu í loftið var áskriftarhlaðvarpið Blökastið. „Viðbrögðin hafa verið frábær. Gaman að fylgjast með því þróast, við erum að prófa allskonar þætti í mynd, green screen og meira að segja þáttur í mynd frá Tene. Blökastið er ótrúlega skemmtilegt og verður bara skemmtilegra.“ Nú þegar eru þúsundir áskrifenda að Blökastinu og þeim fjölgar stöðugt. Nú hafa fleiri hlaðvörp byrjað í framleiðslu hjá Tal eins og Þungavigtin og Átján plús. Hópurinn mun svo halda áfram að stækka. Skjáskot af tal.is, síðunni sem fór í loftið í dag. Stuðningur við þá sem búa til hlaðvörp „Við erum að búa til umhverfi fyrir hlaðsvarpsstjórnendur þar sem þau geta einbeitt sér að búa til frábært efni og við hjálpum þeim að vaxa. Það sem er líka spennandi við Tal, er að það er stuðningur til að selja áskriftir. Þar fá skapandi einstaklingar læst svæði sem aðeins áskrifendur hafa aðgang að og geta þar byggt upp sitt eigið samfélag og skapað tekjur.“ Svæðið býður upp á möguleikann að setja inn mynd-, hljóð- og textaefni ásamt eiginleikum eins og athugasemdakerfi, póstkerfi og geta einnig farið í beina útsendingu fyrir áskrifendur. „Hver sem er getur komið til okkar með hugmynd eða fyrirspurnir. Það er hnappur uppi í hægra horninu á Tal.is sem heitir Ég vil vinna með Tal, þar sem við hvetjum alla til þess að hafa samband. Sama hvort hugmyndin er ný eða hvort þau eru nú þegar komin í loftið. Við erum spennt að hitta nýja “Tal”-enta og bendum fólki sem hefur áhuga á að hafa samband með því að smella á hnappinn,“ segir Auðun að lokum.
Fjölmiðlar Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira