Seinni bylgjan hitar upp: Hann er jókerinn sem að Víkinga vantaði Sindri Sverrisson skrifar 26. nóvember 2021 12:01 Ásgeir Örn Hallgrímsson mætti í settið til Stefáns Árna Pálssonar og spáði í spilin fyrir 10. umferð. Skjáskot Stöð 2 Víkingur eða HK mun brátt geta státað sig af því að vera ekki lengur án stiga í Olís-deild karla í handbolta. Liðin mætast í sannkölluðum botnslag sem segja má að standi upp úr, eða kannski niður úr, í 10. umferð deildarinnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Árni Pálsson rýndu í komandi leiki í tíundu umferðinni sem hófst reyndar þegar Valur og Haukar gerðu 26-26 jafntefli í síðustu viku. Fjórir leikir eru á sunnudaginn en umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Víkingur og HK, sem enn eru án stiga, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Ásgeirs og Stefáns Árna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 10. umferð „Þetta verður hörkubarátta,“ sagði Ásgeir um botnslaginn. „Það er mikið undir því þarna eru langmestar líkurnar fyrir þessi lið á að ná í stig. Ef maður skoðar tölfræðiþættina þá er eins og að HK-ingar hafi aðeins yfirhöndina. Þeir eru að skora fleiri mörk og það er aðeins meiri hraði í þeirra leik. Heilt yfir eru þeir aðeins líklegri en Víkingarnir,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK Tippar á að Víkingur vinni og að Hamza skori tíu Ásgeir var þó á því að Víkingar færu með sigur af hólmi og að þar myndi skyttan Hamza Kablouti, sem kom frá Aftureldingu, gera gæfumuninn: „Þetta er akkúrat leikmaðurinn sem Víkinga vantaði. Þá vantaði svona hálfgerðan „jóker“ sem kemur inn á í sóknina og léttir á öllum sóknarleiknum. Hann hatar ekki að skjóta og er fínn í því þannig lagað. Það hjálpar oft liðum í svona gæðaflokki. HK-ingar eru að þroskast með hverjum leik og verða hægt og hægt betri með hverjum leik sem þeir spila. Þeir voru óheppnir í þessum leik á móti Stjörnunni (sem endaði 23-25) og þetta var leikur fram á síðustu mínútu. Þeir halda áfram sínu konsepti, gera margt vel en gera svo líka einföld aulamistök sem verða þeim að falli,“ sagði Ásgeir. „Ég held að Víkingur vinni þetta og að Hamza skori tíu,“ svaraði hann svo þegar Stefán bað hann að spá fyrir um úrslit. Upphitun þeirra félaga fyrir botnslaginn sem og leikina fjóra á sunnudag má sjá hér að ofan. Þess má geta að þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Ásgeir Örn Hallgrímsson og Stefán Árni Pálsson rýndu í komandi leiki í tíundu umferðinni sem hófst reyndar þegar Valur og Haukar gerðu 26-26 jafntefli í síðustu viku. Fjórir leikir eru á sunnudaginn en umferðinni lýkur á mánudagskvöld þegar Víkingur og HK, sem enn eru án stiga, mætast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitun Ásgeirs og Stefáns Árna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 10. umferð „Þetta verður hörkubarátta,“ sagði Ásgeir um botnslaginn. „Það er mikið undir því þarna eru langmestar líkurnar fyrir þessi lið á að ná í stig. Ef maður skoðar tölfræðiþættina þá er eins og að HK-ingar hafi aðeins yfirhöndina. Þeir eru að skora fleiri mörk og það er aðeins meiri hraði í þeirra leik. Heilt yfir eru þeir aðeins líklegri en Víkingarnir,“ sagði Ásgeir. Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK Tippar á að Víkingur vinni og að Hamza skori tíu Ásgeir var þó á því að Víkingar færu með sigur af hólmi og að þar myndi skyttan Hamza Kablouti, sem kom frá Aftureldingu, gera gæfumuninn: „Þetta er akkúrat leikmaðurinn sem Víkinga vantaði. Þá vantaði svona hálfgerðan „jóker“ sem kemur inn á í sóknina og léttir á öllum sóknarleiknum. Hann hatar ekki að skjóta og er fínn í því þannig lagað. Það hjálpar oft liðum í svona gæðaflokki. HK-ingar eru að þroskast með hverjum leik og verða hægt og hægt betri með hverjum leik sem þeir spila. Þeir voru óheppnir í þessum leik á móti Stjörnunni (sem endaði 23-25) og þetta var leikur fram á síðustu mínútu. Þeir halda áfram sínu konsepti, gera margt vel en gera svo líka einföld aulamistök sem verða þeim að falli,“ sagði Ásgeir. „Ég held að Víkingur vinni þetta og að Hamza skori tíu,“ svaraði hann svo þegar Stefán bað hann að spá fyrir um úrslit. Upphitun þeirra félaga fyrir botnslaginn sem og leikina fjóra á sunnudag má sjá hér að ofan. Þess má geta að þátturinn var tekinn upp á miðvikudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Leikirnir í 10. umferð: Fimmtudagur 18. nóvember: Haukar - Valur 26-26 Sunnudagur 28. nóvember: 15.30 Grótta – ÍBV 17.00 Selfoss – KA 18.00 Stjarnan – Fram 19.30 Afturelding – FH Mánudagur 29. nóvember: 19.30 Víkingur – HK
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira