Gasol spilar áfram en nú með gömlu Íslendingafélagi sem hann stofnaði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. nóvember 2021 15:00 Marc Gasol kyssir konu sína Cristina Blesa þegar hann var kynntur sem nýr leikmaður Basquet Girona en hann heldur líka á dóttur þeirra Juliu Gasol Blesa. EPA-EFE/David Borrat Marc Gasol er kannski hættur í NBA-deildinni í körfubolta en körfuboltaskórnir fara ekki upp á hillu alveg strax. Hinn 36 ára gamli Gasol ætlar að spila fyrir Bàsquet Girona sem er liðið sem hann stofnaði árið 2014. Það hét í upphafi CEB Girona Marc Gasol. Marc Gasol, 36, will play for Girona, the Spanish team he founded. https://t.co/wrEVMPOvgf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 26, 2021 Gasol mun spila með Girona í spænsku b-deildinni sem er kölluð gulldeild spænska körfuboltasambandsins. Íslendingar ættu að kannast við liðið enda spilaði íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson með félaginu á síðustu leiktíð. Kári var þá með 7,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum í leik. Kári er nú kominn aftur heim og spilar með Val. Girona liðið hefur ekki byrjað tímabilið alltaf vel en liðið hefur bara unnið tvo a fyrstu níu leikjum sínum. Það má búast við að koma Gasol muni breyta miklu fyrir liðið. GIRONINES, GIRONINS, JA EL TENIM AQUÍ! @MarcGasol, president del club, passa a formar part de la plantilla del primer equip #CreixemJunts #SomhiGirona #OrgullGironí pic.twitter.com/kWFYV1wUd5— Bàsquet Girona (@BasquetGirona) November 25, 2021 Liðið vann tvo fyrstu leikina en hefur síðan tapað sjö leikjum í röð. Það er því ljóst að Girona þarf á manni eins og Marc Gasol að halda. Gasol spilaði á síðasta tímabili með Los Angeles Lakers en lék stærsta hluta ferilsins síns með liði Memphis Grizzlies. Gasol er 211 sentimetrar á hæð, var valinn í úrvalslið NBA-deildarinnar 2015 og besti varnarmaður tímabilsins 2013. Gasol lék alls 891 deildarleik í NBA frá 2008 til 2021 en í þeim var hann með 14,0 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. OFFICIAL: Marc Gasol joins Gironahttps://t.co/KGZztyJsxV— Eurohoops (@Eurohoopsnet) November 25, 2021 Gasol endaði landsliðsferilinn með Spáni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með spænska landsliðinu auk þess að vinna tvö Ólympíusilfur. Eldri bróðir hans, Pau Gasol, setti körfuboltaskóna sína upp á hillu í síðasta mánuði. Spænski körfuboltinn NBA Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Gasol ætlar að spila fyrir Bàsquet Girona sem er liðið sem hann stofnaði árið 2014. Það hét í upphafi CEB Girona Marc Gasol. Marc Gasol, 36, will play for Girona, the Spanish team he founded. https://t.co/wrEVMPOvgf— USA TODAY Sports (@usatodaysports) November 26, 2021 Gasol mun spila með Girona í spænsku b-deildinni sem er kölluð gulldeild spænska körfuboltasambandsins. Íslendingar ættu að kannast við liðið enda spilaði íslenski landsliðsmaðurinn Kári Jónsson með félaginu á síðustu leiktíð. Kári var þá með 7,2 stig að meðaltali á 19,2 mínútum í leik. Kári er nú kominn aftur heim og spilar með Val. Girona liðið hefur ekki byrjað tímabilið alltaf vel en liðið hefur bara unnið tvo a fyrstu níu leikjum sínum. Það má búast við að koma Gasol muni breyta miklu fyrir liðið. GIRONINES, GIRONINS, JA EL TENIM AQUÍ! @MarcGasol, president del club, passa a formar part de la plantilla del primer equip #CreixemJunts #SomhiGirona #OrgullGironí pic.twitter.com/kWFYV1wUd5— Bàsquet Girona (@BasquetGirona) November 25, 2021 Liðið vann tvo fyrstu leikina en hefur síðan tapað sjö leikjum í röð. Það er því ljóst að Girona þarf á manni eins og Marc Gasol að halda. Gasol spilaði á síðasta tímabili með Los Angeles Lakers en lék stærsta hluta ferilsins síns með liði Memphis Grizzlies. Gasol er 211 sentimetrar á hæð, var valinn í úrvalslið NBA-deildarinnar 2015 og besti varnarmaður tímabilsins 2013. Gasol lék alls 891 deildarleik í NBA frá 2008 til 2021 en í þeim var hann með 14,0 stig, 7,4 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. OFFICIAL: Marc Gasol joins Gironahttps://t.co/KGZztyJsxV— Eurohoops (@Eurohoopsnet) November 25, 2021 Gasol endaði landsliðsferilinn með Spáni á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar. Hann varð tvisvar heimsmeistari og tvisvar Evrópumeistari með spænska landsliðinu auk þess að vinna tvö Ólympíusilfur. Eldri bróðir hans, Pau Gasol, setti körfuboltaskóna sína upp á hillu í síðasta mánuði.
Spænski körfuboltinn NBA Mest lesið Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar Handbolti Tryllt eftirspurn eftir miðum Körfubolti Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Fótbolti Valencia hótar lögsókn vegna Netflix-myndar um Vinícius Júnior Fótbolti „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Körfubolti Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Íslenski boltinn Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Íslenski boltinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Sjá meira
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Íslenski boltinn