Innlent

Smit hjá starfs­manni í Flúða­skóla

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Börn að leik í Flúðaskóla.
Börn að leik í Flúðaskóla. Vísir/Vilhelm

Covid-smit hefur greinst hjá starfsmanni í Flúðaskóla í Hrunamannahreppi. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka skólanum fram yfir helgi.

Sundlaugin á Flúðum verður einnig lokuð fram yfir helgi en staðan verður endurmetin á sunnudag. Þá verður leikskólanum og íþróttahúsinu einnig lokað.

Sveitastjórnin hvetur alla til að huga vel að huga að sóttvörnum og fylgjast vel með einkennum. Þetta kemur fram í færslu Hrunamannahrepps á Facebook.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×