Körfuboltinn enn á ný í samkeppni við sjálfan sig Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 16:01 Martin Hermannsson í leik með Valencia liðinu á móti Barcelona í Euroleague leik. EPA-EFE/MIGUEL ANGEL POLO Það er enginn að fara að sjá Meistaradeildarleiki í fótboltanum í miðjum landsleikjaglugga en það er staðreyndin sem körfuboltamenn hafa þurft að búa við í mörg ár og mun eflaust glíma við áfram. Körfuboltinn heldur nefnilega áfram að vera í samkeppni við sjálfan sig. Alþjóðakörfuboltasambandið hefur engin völd innan bestu deilda heims, NBA og Euroleague, sem er báðum alveg sama hvenær landsleikjagluggar FIBA eru. Það þekkja allir auðvitað NBA-deildina í Bandaríkjunum en í Euroleague spila bestu félagslið Evrópu og hún er samsvarandi deild og Meistaradeild Evrópu í fótboltanum. Það er því afar furðulegt að leikir í undankeppni HM landsliða fari fram á sama kvöldi og leikir í Euroleague deildinni. Það er ekki aðeins samkeppni um áhorfendur og áhorf í sjónvarpi heldur er líka verið að keppast um sömu leikmenn. Körfuboltaþjálfarinn Borche Ilievski bendir á þetta á fésbókarsíðu sinni í dag með því að velta því fyrir sér hvort hann eigi að horfa á leiki í bestu deild evrópska körfuboltans eða landsleikina í undankeppni HM. „Þvílíkt klúður,“ skrifaði Borche. Margir af bestu leikmönnum þjóðanna komast því ekki í mikilvæga landsleiki þjóða sinna. Það er kannski hlé gert á deildarleikjum heima fyrir en þá nýtir Euroleague tækifærið og stillir upp sínum leikjum. Íslenska körfuboltalandsliðið hefur þannig ekki getað notað sinn besta leikmann, Martin Hermannsson, í tvö ár vegna þess að Eurolegue er spiluðu á sömu kvöldum og landsleikir á vegum FIBA. Martin er með íslenska landsliðinu í þessum glugga þar sem lið hans, Valencia, er ekki í Eurolegue deildinni í vetur og hann fékk því að fara í þessa leiki. Íslenska landsliðið getur þakkað fyrir að Martin sé með að þessu sinni en íslenska liðið spilar þó ekki fyrr en annað kvöld. Þá fara samt auðvitað líka fram leikir í Eurolegue deildinni. Körfubolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira
Körfuboltinn heldur nefnilega áfram að vera í samkeppni við sjálfan sig. Alþjóðakörfuboltasambandið hefur engin völd innan bestu deilda heims, NBA og Euroleague, sem er báðum alveg sama hvenær landsleikjagluggar FIBA eru. Það þekkja allir auðvitað NBA-deildina í Bandaríkjunum en í Euroleague spila bestu félagslið Evrópu og hún er samsvarandi deild og Meistaradeild Evrópu í fótboltanum. Það er því afar furðulegt að leikir í undankeppni HM landsliða fari fram á sama kvöldi og leikir í Euroleague deildinni. Það er ekki aðeins samkeppni um áhorfendur og áhorf í sjónvarpi heldur er líka verið að keppast um sömu leikmenn. Körfuboltaþjálfarinn Borche Ilievski bendir á þetta á fésbókarsíðu sinni í dag með því að velta því fyrir sér hvort hann eigi að horfa á leiki í bestu deild evrópska körfuboltans eða landsleikina í undankeppni HM. „Þvílíkt klúður,“ skrifaði Borche. Margir af bestu leikmönnum þjóðanna komast því ekki í mikilvæga landsleiki þjóða sinna. Það er kannski hlé gert á deildarleikjum heima fyrir en þá nýtir Euroleague tækifærið og stillir upp sínum leikjum. Íslenska körfuboltalandsliðið hefur þannig ekki getað notað sinn besta leikmann, Martin Hermannsson, í tvö ár vegna þess að Eurolegue er spiluðu á sömu kvöldum og landsleikir á vegum FIBA. Martin er með íslenska landsliðinu í þessum glugga þar sem lið hans, Valencia, er ekki í Eurolegue deildinni í vetur og hann fékk því að fara í þessa leiki. Íslenska landsliðið getur þakkað fyrir að Martin sé með að þessu sinni en íslenska liðið spilar þó ekki fyrr en annað kvöld. Þá fara samt auðvitað líka fram leikir í Eurolegue deildinni.
Körfubolti Mest lesið Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Skalf meðan hann lagði Carlsen: „Þetta var algjörlega galið“ Sport Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Enski boltinn „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ Körfubolti Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Enski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og Stúkan á sumardaginn fyrsta Sport „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Sjá meira