Bestu, verstu & umdeildustu bókatitlarnir: „Gefið þessum manni Nóbel svo hann geti slakað á“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2021 08:01 Titlatog jólabókaflóðsins í ár gert upp. „Þurfa forlögin ekki að fara að ráða eitthvert skapandi fólk í titlasmíðina?“ spyr einn viðmælandi Vísis og dæsir: „Úti, Sigurverkið, Lok, lok og læs, Skollaleikur, Stórfiskur – í alvöru? Ef titlarnir segja eitthvað um ástand íslenskra bókmennta þá eru þær í slæmum málum. Þvílík hugmyndafátækt!“ Vísir efnir til samkvæmisleiks í miðju jólabókaflóði. Titlar skipta máli. Þeir gefa tóninn. Ljá verkum merkingu. Og þar getur brugðið til beggja vona. Haft var samband við góðan hóp bókelskra einstaklinga, fólk sem veltir orðum fyrir sér og bað það einfaldlega um að tilefna fimm bestu bókatitlana og, af því að ekkert er ljós án skugga, fimm þá verstu. Raða í forgangsröð og gera stuttlega grein fyrir atkvæði sínu. Hafa ber í huga að þessi óformlega skoðanakönnun hefur ekkert með gæði umræddra verka að gera að öðru leyti. Og á daginn kemur að stutt er milli feigs og ófeigs í þessum efnum. Því það sem einum þótti harla gott féll ekki í kramið hjá næsta manni.Sú er eiginlega megin niðurstaðan þó greina megi einhverjar línur eftir að búið er að reikna titlunum stig eftir kúnstarinnar reglum. Einhverjir álitsgjafa Vísis voru reyndar á því, eins og áður sagði, að titlarnir væru almennt heldur klénir og andlausir þetta árið. Tveir eða þrír álitsgjafar nefndu sérstaklega að þeir væru orðnir þreyttir á eins orðs titlum, eins eða tveggja atkvæða nafnorðum: Bráðin, Ein, Efndir, Hrafninn, Hælið, Höggið. En þó eru þar undantekningar sem virka, til að mynda vildi einn meina að Merking sé ágætur titill og Stol einnig, (sem er reyndar umdeildur titill) kannski af því höfundarnir forðast að nota ákveðin greini? „Svo er það Fíkn. Bara Fíkn. Sorrý en svona mínímalismi virkar ekki fyrir bókatitla, sérstaklega þegar það er svona algengt orð. Glæpasögutitlarnir eru verstir: Horfnar, Mannavillt, Launsátur, Náhvít jörð og Næturskuggar,“ segir einn viðmælenda Vísis. Og þegar rýnt er í þessa samantekt þá má segja almennt að glæpasagnahöfundarnir séu í bobba með sína titla. Bestu bókatitlarnir En við skulum snúa okkur að alvöru málsins og fyrst skal nefna til sögunnar þá titla sem þykja bestir. 1. Arnaldur Indriðason deyr – Bragi Páll Sigurðarson Þessi titill sigrar með miklum yfirburðum. Hlaut sjö tilnefningar, ýmist sem 1. eða 2. val og sker sig algerlega úr. „Án nokkurs vafa besti titill ársins. Hannaður til að skipta fólki í tvo hópa; ósvífni eða snilld? Hvorn hópinn sem þú fyllir ertu samt æstur í að lesa bókina og komast að því um hvað málið snýst,“ segir einn álitsgjafa. Annar teygir sig langt: „Þetta er næstum því eins og þegar Nietzsche tilkynnti um andlát himnasmiðsins. Auðvitað samt bara næstum en töff titill og skemmtilega sjokkerandi. Einn álitsgjafa spyr hver vilji ekki vita meira þegar vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar deyr? Annar segir: „Fyrir utan augljósan spoiler þá vekur þetta strax áhuga. Instant: Bíddu, má þetta?!“ Einn álitsgjafanna segir: „Þegar Svörtuloft kom út sagði systir mín að ef kæmi ekki í ljós í þessari bók hvað varð um bein bróður Erlends, þá myndi hún sjálf skrifa næstu bók og láta Erlend verða úti. Saga um morð á höfundi þess leiðindadurgs er næstum jafn góð hugmynd.“ Enn einn fullyrðir að margir karlar á miðjum aldri, vanir því að fá krimma eftir Arnald Indriðason verði fyrir vonbrigðum þegar þeir byrja að lesa nýjustu bókina hans Deyr. „Maður spyr sig hvort þetta sé vörufölsun hjá Braga Páli, en þetta er snjallt og vonandi selur hann vel. Góður hrekkur.“ En þetta er ekki eintómar strokur fyrir Braga Pál, og þó. Arnaldur Indriðason deyr fékk eina tilnefningu sem versti titillinn, en það var aðeins mínus eitt stig, hún þótti 5. versta í þeim flokki hjá þeim álitsgjafa sem var þó í vafa: „Eins og bent hefur verið á munu eflaust einhverjir furða sig á innihaldi nýju Arnaldar-bókarinnar, Deyr, milli jóla og nýárs. Kannski gerir það samt titilinn einmitt snilldarlegan?“ Þessi tilnefning dugar ekki einu sinni til að koma titlinum í flokk umdeildra. 2. Ég brotna 100% niður – Eydís Blöndal Arnaldur Indriðason deyr hafði nokkra yfirburði og strax þegar komið er að 2. sætinu taka atkvæði að dreifast til muna. Eydís hreppir annað sætið með sinn snjalla titil. Tilnefningarnar voru ekki margar en þeir sem nefndu bókina voru hins vegar hrifnir og töldu þetta besta titilinn. „Já, já, já. Hver hefur ekki brotnað 100% niður síðasta árið? Angist og drami í þessu sem talar inn í kjarnann á fólki sem skilur hvað það er að finna til og vera manneskja,“ segir einn álitsgjafa. Annar bætir við: „Samtíma-orðaleikur að bestu gerð. Bravó!“ Engum datt hins vegar að nefna þennan titil sem einn þann versta þetta árið og því fer sem fer. 3. Myrkrið milli stjarnanna - Hildur Knútsdóttir Þetta þykir snjall titill meðal álitsgjafa Vísis. „Titill sem er ljóð í sjálfu sér, auðskiljanlegur en samt merkingarþrunginn,“ segir einn hrifinn álitsgjafi og annar bætir því við að Hildur hafi verið mikið í barna og ungmennabókum. „En þetta er víst hryllingur ætlaður fullorðnum. Er þetta geimveruinnrás, ég veit það ekki, en titillinn skapar forvitni hjá mér.“ Og þriðji álitsgjafinn telur þarna um að ræða dulúðugan og spennandi titil. og annar segir: „Fallegur titill og dularfullur, kannski smá væminn, en það má.“ 4. Hitinn á vaxmyndasafninu - Ísak Harðarson Það fer vel á því að einn orðhagasti Íslendingurinn hreppi fjórða sætið, gott því ekki vantar samkeppnina – titlarnir eru margir. Ísak kann að leika sér með orð. „Ég hef aldrei pælt í því áður en þetta hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt mál! Ég vil vita meira,“ segir einn álitsgjafa. Annar sem nefnir þennan titil til sögunnar er einnig forvitinn: „Ég sé fyrir mér meiri háttar katastrófu, vaxmyndirnar byrjaðar að leka. Ég vil ekki manndráp og pyntingar en gæti alveg haft ánægju af því að sjá eitthvert merkikerti bráðna. Á hinn bóginn vil ég varðveita list og sögulegar minjar svo maður vonar að kælikerfinu verði komið í lag, hvort sem vaxmyndasafnið er raunverulegt eða táknrænt.“ 5. Ég hef gleymt einhverju niðri – smásagnasafn Jóns Óskars. „Þessi titill gefur fyrirheit um ljóðrænan, póstmódernískan prósa. Ég hef ekki lesið bókina svo ég get ekki sagt til um hvort hann hæfir efnistökunum en ef ég ætti að kaupa bækur bara út á titlanna þá yrði þessi í pakkanum.“ Og annar álitsgjafi bendir á að þetta sé titill sem allir hljóti að tengja við; „hvort sem þeim líkar betur eða verr. Góður titill á smásagnasafn.“ Fleiri snjallir titlar Eins og áður sagði var dreifingin mikil, fáir titlar náðu að skera sig úr sem virkilega góðir. Margir kallaðir en fáir útvaldir. Hér eru nefndir nokkrir sem hlutu tvær eða eina tilnefningu og þá nefndir til sögunnar eftir vægi, það er hversu ofarlega á blaði þeir lentu hjá álitsgjöfunum. Guð leitar að Salóme eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur þykir fínn: „Áhugavert að það sé ekki verið að leita að guði til tilbreytingar.“ Og annar segir: „Smásaga í titlinum og samt áttu heila bók eftir!“ Merking eftir Fríðu Ísberg var nefnd til sögunnar af tveimur álitsgjöfum. Einn fárra titla sem byggir á aðeins einu orði sem naut velþóknunar: „Einfaldur en margræður titill, hittir beint í mark.“ Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson þykir hitta í mark, eða það finnst í það minnsta einum álitsgjafa Vísis sem segir: „Það er mikil og karlmannleg fegurð í þessum titli.“ Og annar sagði jákvæður: „Hljómar eins og sjálfshjálparbók, en er ljóðabók. Ég fíla þetta.“ Dæs eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur þykir góður. „Samansafn á „ein teikning á dag” árið sem C19 skall á getur ekki borið betra nafn. Súmmar upp með þremur bókstöfum hvernig þjóðinni líður. Lóa er fyndnust,“ segir álitsgjafi, mjög sáttur. Verði ljós, elskan eftir Soffíu Bjarnadóttur. „Guð er ekki sá eini sem getur kveikt ljós – þetta er titill vonar. Dægurlag á 9. áratugnum færði okkur sambærilega von: „Taktu bensín elskan það er allt bannað hvort eð er.““ segir einn sem er hrifinn af þessum titli. Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson telst hitta í mark. Óvenjulegur titill. „Svo er líka spennandi að sjá sögulegan skáldskap, íslenskir höfundar eru oft feimnir við að staðsetja hluti utan íslensks samtíma. Jack the ripper í Kaupmannahöfn 1888 er óvenjulegt.“ Hefði getað verið eitthvað handa-kjaftæði Skáldkona gengur laus eftir Guðrúnu Ingólfsdóttur er snjall titill. „Ég sé þessa konu ljóslifandi fyrir mér hreyta rímum í fólk á förnum vegi og valda usla í miðbæ Reykjavíkur með skáldlegum upphrópunum.“ Aðeins færri fávitar eftir Sólborgu Guðbrandsdóttur hittir í mark. Einn álitgjafa spyr einfaldlega: Hver vill ekki aðeins færri fávita? Og 11.000 Volt - Þroskasaga Guðmundar Felix eftir Erlu Hlynsdóttur þykir taka sig vel út á prenti og grípur augað. „Hefði getað verið eitthvað handa-kjaftæði, þetta kemur sér aftur á móti beint að aðal málinu,“ segir einn álitsgjafinn. Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur þykir bjóða upp á hroll og gæsahúð. Allir fuglar stefna á ljósið eftir Auði Jónsdóttur er titill sem kallar á pælingar og kallar fram áhuga á verkinu. „Gerir það sem góður bókartitill á að gera.“ Og: Borg bróður míns. „Það er eitthvað sem virkar við þetta, kannski bara af því ég veit að þetta er Kristín Ómarsdóttir og titillinn verður fyrir vikið skáldlegri.“ Að endingu eru þessir titlar nefndir til sögunnar sem hreinasta afbragð: Læknirinn í Englaverksmiðjunni – Ásdís Halla Bragadóttir. „Þessi titill vekur forvitni. Hver er þessi læknir? Hvað er Englaverksmiðja, hvar er hún og hvað var þessi læknir að gera þar?“ Drengurinn sem dó úr leiðindum - Guðríður Baldvinsdóttir. „Smá spoiler en strax áhugavert umfjöllunarefni í barnabók.“ Systu megin – Steinunn Sigurðardóttir: „Vísar þetta í hvoru megin í samfélaginu Systa er, eða í mátt hennar og megin? Veit ekki, en vil fá að vita það.“ Og að endingu: Markús: Á flótta í 40 ár – Jón Hjaltason: Seint talinn frumlegasti titillinn, en ef fólk á annað borð elskar sannar frásagnir af litla manninum og yfirvaldinu á 19. öld þá steinliggur þetta.“ Umdeildustu titlar þessarar jólabókavertíðar Þetta má heita forvitnilegur flokkur. En hér er um að ræða bókatitla sem bæði þóttu allt frá því að vera snjallir yfir í að teljast hreinlega afspyrnu vondir. Í sjálfu sér má það heita gott út af fyrir sig, það er ef eitthvað er hæft í því að ekkert sé til sem heiti illt umtal. Eða eins og Oscar Wilde sagði: Aðeins eitt er eitt verra en að um mann sé talað og það er að ekkert sé um mann rætt. 1. Tilfinningar eru fyrir aumingja – Kamilla Einarsdóttir Þetta er umdeildasti bókatitillinn í þessari jólabókavertíð. Og hér skiptust álitsgjafar í tvö horn. Sumir voru hrifnir: „Eins og umræðuefni í Morfís-keppni. Titill sem er algjörlega á skjön við Twitter-tíðarandann, bæði sannur og ósannur og þannig grípandi.“ Og annar sagði: „Þessi titill er á sama tíma mjög grípandi en líka mjög stuðandi, svo mjög reyndar að ég, sem elska allt við tilfinningar, veit ekki alveg hvort mig langi til að lesa hana. Engu að síður á meðal bestu titlanna því hann stendur út úr.“ En svo fer að kárna gamanið hvað varðar þennan titil. „Ó guð! Það má vel vera að fyrir 60 árum hafi þetta verið stemningin á Íslandi en þessi klisja er ekki í neinu samræmi við tíðaranda síðustu áratuga. Nú eiga helst allir að vera sígrenjandi og ægileg móðgun ef einhverjum er sagt að hætta þessu væli. Ég gubba,“ segir einn álitsgjafa. Annar segir: „Þessi titill kemur bara 12 árum of seint. Ástríður Halldórsdóttir negldi þetta nefnilega árið 2009: „Nei, jól eru bara fyrir aumingja.“ Og enn einn segir af miklu miskunnarleysi: „Þetta á að vera kúl. Þetta á að vera ég-er-svona-skáld-sem-segir-hluti-beint-út, en þetta er bara mjög mikið Hello Fellow kids.“ Og einn álitsgjafa er hreinlega vonsvikinn: „Er þetta ekki hræðilega úr sér genginn brandari? Maður býst við meiru af Kamillu.“ 2. Einlægur önd – Eiríkur Örn Norðdahl Hér kemur svo titill sem veitir toppsætinu í umdeildustu titlunum harða keppni. „Skemmtilegur útúrsnúningur á nafni höfundarins. Og vekur hugrenningatengsl við Andrés önd. Eru rithöfundar kannski bara alltaf að reyna að verða einhvers konar teiknimyndafígúrur?“ spyr einn jákvæður álitsgjafi. Annar er jákvæður en þó fullur efasemda: „Í raun alls ekki góður titill, en nógu asnalegur til að grípa mann.“ Og þetta er tóninn. Fólk veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga þegar þessi titill er annars vegar. Einn álitsgjafi Vísir reyndi að brjóta þetta til mergjar, en sá vildi tilnefna þetta bæði sem besta og versta titilinn: „Hann vekur pælingar um tungumálið því Einlægur er lýsingarorð en virðist hér notað sem nafn. Þegar lýsingarorð verða nafnorð fá þau nafnorðsbeygingu en þar sem við erum óvön nafnorðinu Einlægur/einlægur er beygingin líka ankannaleg og ekki víst að allir vilji beygja það eins. Þetta gleður suma lesendur en fer í taugarnar á öðrum. Einlægur Önd vekur hugrenningartengsl við Andrés Önd, ekki síst hjá þeim sem hafa séð kápumyndina og ég býst við að það geti ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif. Mér finnst þetta mjög allt mjög skemmtilegt enda finnst ekki að bókmenntir eigi að vera þægilegar. En ég skil þá sem velja bókina ekki út á titilinn afskaplega vel. Ég myndi kaupa hana handa sjálfri mér út á titilinn en ekki neinum sem ég þekki ekki vel.“ Og tækifærissinninn í álitsgjafahópnum grípur tækifærið og tilnefnir þennan titil sem verulega góðan: „Nepótisminn leyfir mér ekki annað en að nefna þessa, ég meina, ég er persóna í bókinni!“ En annar álitsgjafi sem tilnefnir titilinn sem hinn versta þessarar tíðar er óvæginn: „Ef ég fletti upp á barnabókum ætti hún kannski séns.“ Og annar spyr: „Til hvers Önd? Titillinn á örugglega að fá fólk til að gefa verkinu gaum og vekja athygli. Illska gerði það en Einlæga Öndin ekki.“ 3. Fjarvera þín er myrkur – Jón Kalmann Ýmsir álitsgjafar eru ánægðir með þennan titil: „Dramatíkin lekur af hverju orði hér. Hefði skellt í þérun til að keyra þetta enn betur upp: "Fjarvera yðar er myrkur" en þetta er samt stórkostlegur titill. Ætla að nota hann við afgreiðslufólk í jólainnkaupum ef það er svifaseint að afgreiða.“ Og annar álitsgjafinn segir: „Einn af nokkrum ljósatitlum í ár sem er bara í fínu lagi enda birta og myrkur eilífðar þema okkar á þessari heimskautaeyju.“ En svo fer að halla í skakka átt fyrir þennan titil meðal álitsgjafa Vísis: „Eins og einhver væri að grínast með að búa til nafn á bók eftir Kalmann. We get it, það er dramatískt að búa úti á landi þar sem allt er á kafi í snjó. Gefið þessum manni Nóbel svo hann geti slakað á!“ segir einn álitsgjafa. Og þolinmæðin er á þrotum. Sem og hjá næsta álitsgjafa sem segir: „Ég kann mjög vel við Jón Kalman en hef ofnæmi fyrir svona ljóðmælsku.“ 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum – Hallgrímur Helgason Aðdáandi Hallgríms telur hér um afar myndrænan titil að ræða. „Ég sé þessi rosalega mörgu og þungu kjaftshögg alveg fyrir mér. Svo er alltaf gott að stuðla og ekki verra að tala við titil bókarinnar sem hér er komið framhaldið af.“ Og annar álitsgjafi segir þetta tengja við eldri bók og sé eftirminnilegur titill. Annar álitsgjafi er ekki viss: „Æ, þessi 60 kilóa pæling, var hún nógu góð í upphafi, hvað þá til endurvinnslu?“ Og þriðji álitsgjafinn veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. „Bæði frumlegur og ófrumlegur. Bæði góður og vondur.“ 5-6. Kolbeinsey – Bergsveinn Birgisson Og enn einn þingavigtarhöfundurinn sem býður upp á umdeildan titil er Bergsveinn: „Loksins kemur bók með þennan titil sem hefur ekkert að gera með hafrétt, Hatton Rockall eða misheppnaða steinsteypuleiðangra Íslendinga í gegnum tíðina. Stuttur, snjall og áhugaverður.“ Og annar hrifinn álitsgjafi segir: „Eyjan sem varla er til, en setur okkur mörk. Þetta hlýtur að vera gott.“ Annar álitsgjafi telur það ekki úr vegi, að ætla bókina góða, en er ekki eins ánægður með titilinn. „Ég elska Bergsvein en þessi titill er bara mjög óspennandi.“ 5.-6. Út að drepa túrista – Þórarinn Leifsson Hér kemur enn einn umdeildur titillinn, álitsgjafar eru ýmist hrifnir eða ekki, þó hrifnari en hitt: „Hljómar eins og rjúkandi fantasíubók fyrir fúla Íslendinga og ég er geim.“ Og: „Skemmtilegur titill. Vísun í Allir drepa yndi sitt - eða hvað?“ Og sá þriðji er einnig kátur: „Eftirminnilegur, krassandi titill. Massatúrisminn er líka vannýtt umfjöllunarefni miðað við hversu mikið hann hefur breytt öllu á Íslandi.“ En svo er það hin hliðin á þessum peningi: „Tóti er oftast töff og sniðugur. Þetta er bara frekar slappur titill.“ Aðrir umdeildir titlar Og fleiri titla má nefna sem struku álitsgjöfum ýmist rétt eða öfugt. Konan hans Sverris – Valgerður Ólafsdóttir: „Ég vil vita meira. Forvitnilegur titill, hvað í helvítinu gerðir þú þarna Sverrir? Ég ætla að komast að því og lesa þessa bók, #teamkonaSverris.“ En titillinn nær ekki að höfða til annars álitsgjafa sem nefnir hann til sögunnar: „Úff, úff. Fyrir utan það hvað þetta er hræðilega klénn titill, þá er tími skáldsagna sem heita Konan/stúlkan þetta eða hitt liðinn. Bara geisp!“ Þægindarammagerðin – Ýmsir höfundar, er svo annar titill sem ýmist höfðar til álitsgjafa og svo síður: „Þrusugóður tiltill sem vekur grun um snarpa samfélagsádeilu. Kápumyndin er aftur á móti ekki æsandi.“ Og: „Þessi titill vakti eftirtekt mína, finnst hann sniðugur og fyndinn.“ En annar segir: „Þægindarammagerðin er óbærilegasta orð íslenskunnar: Þægindaramminn - troðið í orðaleik með túristabúð. Ég fæ hausverk við tilhugsunina um þennan titil.“ Stóra bókin um sjálfsvorkunn eftir Ingólf Eiríksson vekur blendnar tilfinningar: „Frekar svona tilgerðarlegur titill. Það er verið að reyna of mikið,“ segir einn álitsgjafa en annar er talsvert jákvæðari: „Er þetta sjálfshjálparbók, skáldsaga eða bara ungur rithöfundur með stæla? Vekur forvitni.“ Og enn einn titill sem álitsgjafar Vísis veltu fyrir sér, eins og áður sagði, er Allir fuglar fljúga í ljósið eftir Auði Jónsdóttur. „Ljós og ljóðræna sem grípur mig og leiðir að bókinni, hún verður lesin!“ Ýmsum þótti þetta ljóðrænn og spennandi titill en einn sló það eiginlega út af borðinu með heldur meinlegri athugasemd: „Veit ekki hvort allir fuglar geta tekið undir þetta. Eru það ekki aðallega flugur sem gera það?“ Verstu titlarnir Eins og áður sagði dreifðust atkvæði verulega, og það sem meira er; ýmsir titlar reyndust umdeildir. Gott vont eða vont gott. Ekki fengust hreinar línur í það hvaða titlar þóttu slæmir og þá þannig að þeir hefðu ekkert sér til ágætis. Og líkt og áður kom fram þá eru eins orðs titlarnir, sem áður þóttu svo ágætir, að ganga sér til húðar í hugum íslenskra bókabéusa. 1. Úti – Ragnar Jónasson Ragnar hefur haslað sér völl sem einn helsti spennusagnahöfundur þjóðarinnar. Hann hefur hingað til notast við eins orðs titla en miðað við tóninn í álitsgjöfum Vísis gengur það ekki lengur. „Mjög svo óspennandi titill á spennusögu. Ákveðin þversögn.“ Og annar segir: „Voru öll hin dularfullu, hrollvekjandi tveggja stafa orðin búin?“ Og enn einn: „Einfaldleiki á stundum við, en þessi er titill aðeins of óspennandi.“ 2. Skáldleg afbrotafræði – Einar Már Guðmundsson Álitsgjafar Vísis telja að Forlagið hafi brugðist Einari Má með því að koma ekki í veg fyrir það að nýjasta bók þessa virta höfundar bæri þennan titil. „Enn og aftur langar mann bara að segja; í alvöru?! Hræðilega klúðurslegur titill á skáldsögu,“ segir einn álitsgjafa. Og annar segir: „Hljómar eins og mjög sérhæfð fræðiritgerð.“ Sá álitsgjafi telur slíkt lesefni ekki spennandi í þessu samhengi. Né heldur þessi: „Titill sem fælir mig frá bókinni, ekki málið.“ 3. Hjálp! – Fritz Már Björgvinsson „Miðað við lýsingu hefði bókin átt að heita SORP, svona ef fólk er veikt fyrir einu orði í heiti bókar. SORP hefði líka náð yfir líkfund í sorpgeymslu og sjálfsagt einstaklingana sem að málinu koma. En kannski of sterk tenging við Sorpu? Allt er þó betra en Hjálp!“ segir einn álitsgjafa Vísis og hlífir Fritz ekki. Og annar álitsgjafi sem er hjartanlega sammála síðasta ræðumanni segir þetta einkennilega óspennandi titil á spennusögu. „Og þetta upphrópunarmerki fer alveg með mig. Svo innilega ekki lekkert.“ 4. Jarðvísindakona deyr – Ingibjörg Hjartardóttir Þessi titill nær ekki máli meðal álitsgjafa: „Blaðamaður deyr var fínn titill hjá Guðrúnu Guðlaugsdóttur og þar áður var Doris deyr brilljant hjá Kristínu Eiríks. Þetta er orðið gott.“ Og það þykir þessum álitsgjafa líka sem spyr heldur höstugur: „Hverjum er ekki sama? Arnaldur Indriða er eitt, en einhver jarðvísindakona?! Ábyggilega hin vænsta kona, en ég mun samt aldrei komast að því.“ Aðrir vondir titlar Álitsgjafar Vísis hnutu víða um vonda titla þegar þeir glugguðu í Bókatíðindi í leit að eftirtektarverðum bókatitlum. Fíkn – Rannveig Borg Sigurðardóttir telst ekki góður titill, Rannveig er enn eitt fórnarlamb óþols álitsgjafa fyrir ofurstuttum bókatitlum. „Hljómar eins og fræðslurit,“ sagði einn álitsgjafa ekki hrifinn. Og bók sem kom út fyrr á árinu fellur ekki í kramið: 107 Reykjavík – Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir. „Þetta væri ágætur tiltill ef væri ekki til kvikmynd sem heitir 101 Reykjavík. Þetta gengi upp ef bókin væri paródía á kvikmyndina.“ Og annar álitsgjafi lætur þetta trufla sig líka: „101 Reykjavík kom fyrir rúmum 20 árum og þessi bók kom kom út í fyrra en flýtur með vegna bókatíðinda. Kaffi Vest og Melabúðin eru vissulega staðir Kaffibarsrónanna í dag en það er bara ekkert kool við þá.“ Sá orðhagi Þórarinn Eldjárn þykir ekki hitta í mark með sinn titil að þessu sinni sem er Umfjöllun: „Skáldsaga eða eitthvað annað? Ég býst við fréttaskýringu, sem væri svosem fínt ef ég væri að leita að slíku.“ Ein eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur er nefnd til sögunnar: „Það eina sem mér dettur í hug er bók um einmanaleika og þunglyndi sem vekur depurð og leiða. Hún fer ekki á jólagjafalistann minn.“ Og Bubbi Morthens sem sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð, telst ekki á skotskónum. „Mætti reyna að selja manni innihaldið ögn betur,“ segir einn álitsgjafi. Magnús Guðmundsson strýkur einum álitsgjafa öfugt með sínum titli sem er Hægt og hljótt – til helvítis: „Ég sé bara Höllu Margréti í fjólubláum flauelskjól með stóra eyrnalokka. Ekki endurnýta titil á besta Júróvisjónlagi alheimsins þegar þig vantar titil.“ Tilgerðarlegt og slappt Og margir fleiri titlar eru nefndir til sögunnar sem vondir. Milli steins og sleggju eftir María Adolfsson nýtur ekki velvildar meðal álitsgjafa: „Nei, nei, nei. Ekki nota frasa í titil. Þá lendir þú milli steins og sleggju (oj afsakið).“ Það hófst með leyndarmáli eftir Jill Mansell þykir stirt og beinþýtt úr ensku. „Minnir líka á lagið „It started with a kiss“.“ Lög unga fólksins eftir Sölva Sveinsson þykir ómögulegur titill. „Ekki nógu eftirtektarverður titill. Margnotað og þvælt.“ Og Katrín Júlíusdóttir, sem hefur verið að feta sín fyrstu spor á rithöfundaslóð, hlýtur ekki náð fyrir augum þessa álitsgjafa sem segir um Sykur: „Er mögulega slappasti titillinn.“ Annar fyrrverandi alþingismaður er svo Guðmundur Steingrímsson og hann fær ekki byr í seglin með sínum titli: Fegurðin ein. „Annar titill sem er alltof ljóðrænn.“ Og titillinn Ferðalag til Filippseyja, bók eftir Svein Snorra Sveinsson telst slappur. „Þetta er titill sem þarf meiri vinnu. Gerðist ekkert eftirminnilegt í ferðinni sem gæti orðið innblástur í betri titil?“ Guðbergur Bergsson, sá umdeildi, hlýtur að teljast einn af okkar helstu höfundum fyrr og síðar. En hann kemst ekki upp með neitt múður þegar hinir grjóthörðu álitsgjafar Vísis eru annars vegar. „Hálfgerðar lygasögur með heilagan sannleika í bland. Þótt hér sé stuðlað og svona þá finnst mér eitthvað tilgerðarlegt við þennan titil.“ Og annar reyndur höfundur hlýtur ákúrur: „Verum ástfangin af lífinu – Þorgrímur Þráinsson. Blegh… við lífið eigum bara fínt vinasamband og það er alveg nóg. Þorgrímur Þráinsson viltu vinsamlegast hætta að segja mér fyrir verkum!“ segir einn álitsgjafa sem vill meina að þarna sé kominn versti titill þessarar bókavertíðar. Titillinn Ó, Karítas eftir eftir Emil Hjörvar Petersen telst klénn. „Þetta Ó og þessi komma, ógott!“ Og Þú sérð mig ekki eftir Evu Björgu Ægisdóttur þykir of formúlukenndur: „Finnst eins og ég hafi séð þennan áður.“ Jóðl eftir Braga Valdimar fær skömm í hattinn; „orðaleikurinn jóðl – ljóð grípur ekki þennan lesanda hér.“ Útkoman er skrípaleg Fleiri fá á baukinn: Stol eftir Björn Halldórsson hefur reyndar áður verið nefndur sem ágætur en annar álitsgjafi er ósáttur: „Bíddu, ha? Hvað í ósköpunum er það? Lúkkar alveg vel á prenti en það mun aldrei neinn muna nafnið á þessari bók.“ Og Yrsa Sigurðardóttir er ekki sloppin fyrir horn: „Lok lok og læs – Yrsa Sigurðardóttir. Var ekki Yrsa að vinna með eitthvað svona einsorðs konsept á titlunum sínum? Og svo kemur þetta! Nema hún sé komin aftur í barnabækurnar. Og hafi fengið barn til að nefna nýju bókina. Hlýtur eiginlega að vera.“ Og bókin um Guðna Ágústsson eftir Guðjón Ragnar Jónasson er ekki að dansa í hugum álitsgjafa Vísis: „Guðni á ferð og flugi. Í alvöru? Á hvaða öld lifa þeir sem þessi titill á að höfða til? Svo ekki sé minnst á kápumyndina …“ Enn einn titill sem er nefndur og þykir eiginlega til marks um andlega fátækt titlahöfunda ársins er Þegar nóttin sýnir klærnar – Ólafur Unnsteinsson. Og hinn snjalli pistlahöfundur Sif Sigmarsdóttir fær kaldar kveðjur: „Banvæn Snjókorn – Sif Sigmarsdóttir, þýðandi Halla Sverrisdóttir. Upprunalegi titillinn „The Sharp Edge of a Snowflake“ var tilgerðarlegur fyrir en „Banvæn snjókorn“ er enn hjákátlegri. Höfundur og þýðandi reyna að gifta tvær andstæður svo úr verði eitthvað dularfullt en það misheppnast og útkoman er skrípaleg.“ Og ekki batnar Birni enn þegar við erum að nálgast lok þessarar þulu: „miSter einSam – Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Ha? Það er erfitt að gagnrýna þennan titil af því að ég hreinlega skil hann ekki, en hann vekur heldur ekki hjá mér áhuga á að opna bókina til að skilja hann betur.“ Og að endingu er það þessi titill sem fær hárin til að rísa á mörgum: „Lús! – Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna. Titillinn hefur komið fyrir í alltof mörgum subject-línum tölvupósta til bugaðra foreldra. PTSD martraða efni.“ Álitsgjafar Vísis að þessu sinni. Álitsgjafar Vísis Anna Marsibil Clausen útvarpsmaður Bragi Valdimar Skúlason skapari Eva Hauksdóttir lögmaður Friðrika Benónýsdóttir rithöfundur Grímur Atlason framkvæmdastjóri Lára Björg Björnsdóttir aðstoðarmaður ríkisstjórnar Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar Sigríður Tómasdóttir almannatengill Kópavogsbæjar Snæbjörn Brynjarsson sýningarstjóri og gagnrýnandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir blaðamaður Vignir Rafn Valþórsson leikari og leikstjóri Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vísir efnir til samkvæmisleiks í miðju jólabókaflóði. Titlar skipta máli. Þeir gefa tóninn. Ljá verkum merkingu. Og þar getur brugðið til beggja vona. Haft var samband við góðan hóp bókelskra einstaklinga, fólk sem veltir orðum fyrir sér og bað það einfaldlega um að tilefna fimm bestu bókatitlana og, af því að ekkert er ljós án skugga, fimm þá verstu. Raða í forgangsröð og gera stuttlega grein fyrir atkvæði sínu. Hafa ber í huga að þessi óformlega skoðanakönnun hefur ekkert með gæði umræddra verka að gera að öðru leyti. Og á daginn kemur að stutt er milli feigs og ófeigs í þessum efnum. Því það sem einum þótti harla gott féll ekki í kramið hjá næsta manni.Sú er eiginlega megin niðurstaðan þó greina megi einhverjar línur eftir að búið er að reikna titlunum stig eftir kúnstarinnar reglum. Einhverjir álitsgjafa Vísis voru reyndar á því, eins og áður sagði, að titlarnir væru almennt heldur klénir og andlausir þetta árið. Tveir eða þrír álitsgjafar nefndu sérstaklega að þeir væru orðnir þreyttir á eins orðs titlum, eins eða tveggja atkvæða nafnorðum: Bráðin, Ein, Efndir, Hrafninn, Hælið, Höggið. En þó eru þar undantekningar sem virka, til að mynda vildi einn meina að Merking sé ágætur titill og Stol einnig, (sem er reyndar umdeildur titill) kannski af því höfundarnir forðast að nota ákveðin greini? „Svo er það Fíkn. Bara Fíkn. Sorrý en svona mínímalismi virkar ekki fyrir bókatitla, sérstaklega þegar það er svona algengt orð. Glæpasögutitlarnir eru verstir: Horfnar, Mannavillt, Launsátur, Náhvít jörð og Næturskuggar,“ segir einn viðmælenda Vísis. Og þegar rýnt er í þessa samantekt þá má segja almennt að glæpasagnahöfundarnir séu í bobba með sína titla. Bestu bókatitlarnir En við skulum snúa okkur að alvöru málsins og fyrst skal nefna til sögunnar þá titla sem þykja bestir. 1. Arnaldur Indriðason deyr – Bragi Páll Sigurðarson Þessi titill sigrar með miklum yfirburðum. Hlaut sjö tilnefningar, ýmist sem 1. eða 2. val og sker sig algerlega úr. „Án nokkurs vafa besti titill ársins. Hannaður til að skipta fólki í tvo hópa; ósvífni eða snilld? Hvorn hópinn sem þú fyllir ertu samt æstur í að lesa bókina og komast að því um hvað málið snýst,“ segir einn álitsgjafa. Annar teygir sig langt: „Þetta er næstum því eins og þegar Nietzsche tilkynnti um andlát himnasmiðsins. Auðvitað samt bara næstum en töff titill og skemmtilega sjokkerandi. Einn álitsgjafa spyr hver vilji ekki vita meira þegar vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar deyr? Annar segir: „Fyrir utan augljósan spoiler þá vekur þetta strax áhuga. Instant: Bíddu, má þetta?!“ Einn álitsgjafanna segir: „Þegar Svörtuloft kom út sagði systir mín að ef kæmi ekki í ljós í þessari bók hvað varð um bein bróður Erlends, þá myndi hún sjálf skrifa næstu bók og láta Erlend verða úti. Saga um morð á höfundi þess leiðindadurgs er næstum jafn góð hugmynd.“ Enn einn fullyrðir að margir karlar á miðjum aldri, vanir því að fá krimma eftir Arnald Indriðason verði fyrir vonbrigðum þegar þeir byrja að lesa nýjustu bókina hans Deyr. „Maður spyr sig hvort þetta sé vörufölsun hjá Braga Páli, en þetta er snjallt og vonandi selur hann vel. Góður hrekkur.“ En þetta er ekki eintómar strokur fyrir Braga Pál, og þó. Arnaldur Indriðason deyr fékk eina tilnefningu sem versti titillinn, en það var aðeins mínus eitt stig, hún þótti 5. versta í þeim flokki hjá þeim álitsgjafa sem var þó í vafa: „Eins og bent hefur verið á munu eflaust einhverjir furða sig á innihaldi nýju Arnaldar-bókarinnar, Deyr, milli jóla og nýárs. Kannski gerir það samt titilinn einmitt snilldarlegan?“ Þessi tilnefning dugar ekki einu sinni til að koma titlinum í flokk umdeildra. 2. Ég brotna 100% niður – Eydís Blöndal Arnaldur Indriðason deyr hafði nokkra yfirburði og strax þegar komið er að 2. sætinu taka atkvæði að dreifast til muna. Eydís hreppir annað sætið með sinn snjalla titil. Tilnefningarnar voru ekki margar en þeir sem nefndu bókina voru hins vegar hrifnir og töldu þetta besta titilinn. „Já, já, já. Hver hefur ekki brotnað 100% niður síðasta árið? Angist og drami í þessu sem talar inn í kjarnann á fólki sem skilur hvað það er að finna til og vera manneskja,“ segir einn álitsgjafa. Annar bætir við: „Samtíma-orðaleikur að bestu gerð. Bravó!“ Engum datt hins vegar að nefna þennan titil sem einn þann versta þetta árið og því fer sem fer. 3. Myrkrið milli stjarnanna - Hildur Knútsdóttir Þetta þykir snjall titill meðal álitsgjafa Vísis. „Titill sem er ljóð í sjálfu sér, auðskiljanlegur en samt merkingarþrunginn,“ segir einn hrifinn álitsgjafi og annar bætir því við að Hildur hafi verið mikið í barna og ungmennabókum. „En þetta er víst hryllingur ætlaður fullorðnum. Er þetta geimveruinnrás, ég veit það ekki, en titillinn skapar forvitni hjá mér.“ Og þriðji álitsgjafinn telur þarna um að ræða dulúðugan og spennandi titil. og annar segir: „Fallegur titill og dularfullur, kannski smá væminn, en það má.“ 4. Hitinn á vaxmyndasafninu - Ísak Harðarson Það fer vel á því að einn orðhagasti Íslendingurinn hreppi fjórða sætið, gott því ekki vantar samkeppnina – titlarnir eru margir. Ísak kann að leika sér með orð. „Ég hef aldrei pælt í því áður en þetta hlýtur að vera gríðarlega mikilvægt mál! Ég vil vita meira,“ segir einn álitsgjafa. Annar sem nefnir þennan titil til sögunnar er einnig forvitinn: „Ég sé fyrir mér meiri háttar katastrófu, vaxmyndirnar byrjaðar að leka. Ég vil ekki manndráp og pyntingar en gæti alveg haft ánægju af því að sjá eitthvert merkikerti bráðna. Á hinn bóginn vil ég varðveita list og sögulegar minjar svo maður vonar að kælikerfinu verði komið í lag, hvort sem vaxmyndasafnið er raunverulegt eða táknrænt.“ 5. Ég hef gleymt einhverju niðri – smásagnasafn Jóns Óskars. „Þessi titill gefur fyrirheit um ljóðrænan, póstmódernískan prósa. Ég hef ekki lesið bókina svo ég get ekki sagt til um hvort hann hæfir efnistökunum en ef ég ætti að kaupa bækur bara út á titlanna þá yrði þessi í pakkanum.“ Og annar álitsgjafi bendir á að þetta sé titill sem allir hljóti að tengja við; „hvort sem þeim líkar betur eða verr. Góður titill á smásagnasafn.“ Fleiri snjallir titlar Eins og áður sagði var dreifingin mikil, fáir titlar náðu að skera sig úr sem virkilega góðir. Margir kallaðir en fáir útvaldir. Hér eru nefndir nokkrir sem hlutu tvær eða eina tilnefningu og þá nefndir til sögunnar eftir vægi, það er hversu ofarlega á blaði þeir lentu hjá álitsgjöfunum. Guð leitar að Salóme eftir Júlíu Margréti Einarsdóttur þykir fínn: „Áhugavert að það sé ekki verið að leita að guði til tilbreytingar.“ Og annar segir: „Smásaga í titlinum og samt áttu heila bók eftir!“ Merking eftir Fríðu Ísberg var nefnd til sögunnar af tveimur álitsgjöfum. Einn fárra titla sem byggir á aðeins einu orði sem naut velþóknunar: „Einfaldur en margræður titill, hittir beint í mark.“ Menn sem elska menn eftir Hauk Ingvarsson þykir hitta í mark, eða það finnst í það minnsta einum álitsgjafa Vísis sem segir: „Það er mikil og karlmannleg fegurð í þessum titli.“ Og annar sagði jákvæður: „Hljómar eins og sjálfshjálparbók, en er ljóðabók. Ég fíla þetta.“ Dæs eftir Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur þykir góður. „Samansafn á „ein teikning á dag” árið sem C19 skall á getur ekki borið betra nafn. Súmmar upp með þremur bókstöfum hvernig þjóðinni líður. Lóa er fyndnust,“ segir álitsgjafi, mjög sáttur. Verði ljós, elskan eftir Soffíu Bjarnadóttur. „Guð er ekki sá eini sem getur kveikt ljós – þetta er titill vonar. Dægurlag á 9. áratugnum færði okkur sambærilega von: „Taktu bensín elskan það er allt bannað hvort eð er.““ segir einn sem er hrifinn af þessum titli. Kóperníka eftir Sölva Björn Sigurðsson telst hitta í mark. Óvenjulegur titill. „Svo er líka spennandi að sjá sögulegan skáldskap, íslenskir höfundar eru oft feimnir við að staðsetja hluti utan íslensks samtíma. Jack the ripper í Kaupmannahöfn 1888 er óvenjulegt.“ Hefði getað verið eitthvað handa-kjaftæði Skáldkona gengur laus eftir Guðrúnu Ingólfsdóttur er snjall titill. „Ég sé þessa konu ljóslifandi fyrir mér hreyta rímum í fólk á förnum vegi og valda usla í miðbæ Reykjavíkur með skáldlegum upphrópunum.“ Aðeins færri fávitar eftir Sólborgu Guðbrandsdóttur hittir í mark. Einn álitgjafa spyr einfaldlega: Hver vill ekki aðeins færri fávita? Og 11.000 Volt - Þroskasaga Guðmundar Felix eftir Erlu Hlynsdóttur þykir taka sig vel út á prenti og grípur augað. „Hefði getað verið eitthvað handa-kjaftæði, þetta kemur sér aftur á móti beint að aðal málinu,“ segir einn álitsgjafinn. Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur þykir bjóða upp á hroll og gæsahúð. Allir fuglar stefna á ljósið eftir Auði Jónsdóttur er titill sem kallar á pælingar og kallar fram áhuga á verkinu. „Gerir það sem góður bókartitill á að gera.“ Og: Borg bróður míns. „Það er eitthvað sem virkar við þetta, kannski bara af því ég veit að þetta er Kristín Ómarsdóttir og titillinn verður fyrir vikið skáldlegri.“ Að endingu eru þessir titlar nefndir til sögunnar sem hreinasta afbragð: Læknirinn í Englaverksmiðjunni – Ásdís Halla Bragadóttir. „Þessi titill vekur forvitni. Hver er þessi læknir? Hvað er Englaverksmiðja, hvar er hún og hvað var þessi læknir að gera þar?“ Drengurinn sem dó úr leiðindum - Guðríður Baldvinsdóttir. „Smá spoiler en strax áhugavert umfjöllunarefni í barnabók.“ Systu megin – Steinunn Sigurðardóttir: „Vísar þetta í hvoru megin í samfélaginu Systa er, eða í mátt hennar og megin? Veit ekki, en vil fá að vita það.“ Og að endingu: Markús: Á flótta í 40 ár – Jón Hjaltason: Seint talinn frumlegasti titillinn, en ef fólk á annað borð elskar sannar frásagnir af litla manninum og yfirvaldinu á 19. öld þá steinliggur þetta.“ Umdeildustu titlar þessarar jólabókavertíðar Þetta má heita forvitnilegur flokkur. En hér er um að ræða bókatitla sem bæði þóttu allt frá því að vera snjallir yfir í að teljast hreinlega afspyrnu vondir. Í sjálfu sér má það heita gott út af fyrir sig, það er ef eitthvað er hæft í því að ekkert sé til sem heiti illt umtal. Eða eins og Oscar Wilde sagði: Aðeins eitt er eitt verra en að um mann sé talað og það er að ekkert sé um mann rætt. 1. Tilfinningar eru fyrir aumingja – Kamilla Einarsdóttir Þetta er umdeildasti bókatitillinn í þessari jólabókavertíð. Og hér skiptust álitsgjafar í tvö horn. Sumir voru hrifnir: „Eins og umræðuefni í Morfís-keppni. Titill sem er algjörlega á skjön við Twitter-tíðarandann, bæði sannur og ósannur og þannig grípandi.“ Og annar sagði: „Þessi titill er á sama tíma mjög grípandi en líka mjög stuðandi, svo mjög reyndar að ég, sem elska allt við tilfinningar, veit ekki alveg hvort mig langi til að lesa hana. Engu að síður á meðal bestu titlanna því hann stendur út úr.“ En svo fer að kárna gamanið hvað varðar þennan titil. „Ó guð! Það má vel vera að fyrir 60 árum hafi þetta verið stemningin á Íslandi en þessi klisja er ekki í neinu samræmi við tíðaranda síðustu áratuga. Nú eiga helst allir að vera sígrenjandi og ægileg móðgun ef einhverjum er sagt að hætta þessu væli. Ég gubba,“ segir einn álitsgjafa. Annar segir: „Þessi titill kemur bara 12 árum of seint. Ástríður Halldórsdóttir negldi þetta nefnilega árið 2009: „Nei, jól eru bara fyrir aumingja.“ Og enn einn segir af miklu miskunnarleysi: „Þetta á að vera kúl. Þetta á að vera ég-er-svona-skáld-sem-segir-hluti-beint-út, en þetta er bara mjög mikið Hello Fellow kids.“ Og einn álitsgjafa er hreinlega vonsvikinn: „Er þetta ekki hræðilega úr sér genginn brandari? Maður býst við meiru af Kamillu.“ 2. Einlægur önd – Eiríkur Örn Norðdahl Hér kemur svo titill sem veitir toppsætinu í umdeildustu titlunum harða keppni. „Skemmtilegur útúrsnúningur á nafni höfundarins. Og vekur hugrenningatengsl við Andrés önd. Eru rithöfundar kannski bara alltaf að reyna að verða einhvers konar teiknimyndafígúrur?“ spyr einn jákvæður álitsgjafi. Annar er jákvæður en þó fullur efasemda: „Í raun alls ekki góður titill, en nógu asnalegur til að grípa mann.“ Og þetta er tóninn. Fólk veit ekki í hvorn fótinn það á að stíga þegar þessi titill er annars vegar. Einn álitsgjafi Vísir reyndi að brjóta þetta til mergjar, en sá vildi tilnefna þetta bæði sem besta og versta titilinn: „Hann vekur pælingar um tungumálið því Einlægur er lýsingarorð en virðist hér notað sem nafn. Þegar lýsingarorð verða nafnorð fá þau nafnorðsbeygingu en þar sem við erum óvön nafnorðinu Einlægur/einlægur er beygingin líka ankannaleg og ekki víst að allir vilji beygja það eins. Þetta gleður suma lesendur en fer í taugarnar á öðrum. Einlægur Önd vekur hugrenningartengsl við Andrés Önd, ekki síst hjá þeim sem hafa séð kápumyndina og ég býst við að það geti ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif. Mér finnst þetta mjög allt mjög skemmtilegt enda finnst ekki að bókmenntir eigi að vera þægilegar. En ég skil þá sem velja bókina ekki út á titilinn afskaplega vel. Ég myndi kaupa hana handa sjálfri mér út á titilinn en ekki neinum sem ég þekki ekki vel.“ Og tækifærissinninn í álitsgjafahópnum grípur tækifærið og tilnefnir þennan titil sem verulega góðan: „Nepótisminn leyfir mér ekki annað en að nefna þessa, ég meina, ég er persóna í bókinni!“ En annar álitsgjafi sem tilnefnir titilinn sem hinn versta þessarar tíðar er óvæginn: „Ef ég fletti upp á barnabókum ætti hún kannski séns.“ Og annar spyr: „Til hvers Önd? Titillinn á örugglega að fá fólk til að gefa verkinu gaum og vekja athygli. Illska gerði það en Einlæga Öndin ekki.“ 3. Fjarvera þín er myrkur – Jón Kalmann Ýmsir álitsgjafar eru ánægðir með þennan titil: „Dramatíkin lekur af hverju orði hér. Hefði skellt í þérun til að keyra þetta enn betur upp: "Fjarvera yðar er myrkur" en þetta er samt stórkostlegur titill. Ætla að nota hann við afgreiðslufólk í jólainnkaupum ef það er svifaseint að afgreiða.“ Og annar álitsgjafinn segir: „Einn af nokkrum ljósatitlum í ár sem er bara í fínu lagi enda birta og myrkur eilífðar þema okkar á þessari heimskautaeyju.“ En svo fer að halla í skakka átt fyrir þennan titil meðal álitsgjafa Vísis: „Eins og einhver væri að grínast með að búa til nafn á bók eftir Kalmann. We get it, það er dramatískt að búa úti á landi þar sem allt er á kafi í snjó. Gefið þessum manni Nóbel svo hann geti slakað á!“ segir einn álitsgjafa. Og þolinmæðin er á þrotum. Sem og hjá næsta álitsgjafa sem segir: „Ég kann mjög vel við Jón Kalman en hef ofnæmi fyrir svona ljóðmælsku.“ 4. Sextíu kíló af kjaftshöggum – Hallgrímur Helgason Aðdáandi Hallgríms telur hér um afar myndrænan titil að ræða. „Ég sé þessi rosalega mörgu og þungu kjaftshögg alveg fyrir mér. Svo er alltaf gott að stuðla og ekki verra að tala við titil bókarinnar sem hér er komið framhaldið af.“ Og annar álitsgjafi segir þetta tengja við eldri bók og sé eftirminnilegur titill. Annar álitsgjafi er ekki viss: „Æ, þessi 60 kilóa pæling, var hún nógu góð í upphafi, hvað þá til endurvinnslu?“ Og þriðji álitsgjafinn veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga. „Bæði frumlegur og ófrumlegur. Bæði góður og vondur.“ 5-6. Kolbeinsey – Bergsveinn Birgisson Og enn einn þingavigtarhöfundurinn sem býður upp á umdeildan titil er Bergsveinn: „Loksins kemur bók með þennan titil sem hefur ekkert að gera með hafrétt, Hatton Rockall eða misheppnaða steinsteypuleiðangra Íslendinga í gegnum tíðina. Stuttur, snjall og áhugaverður.“ Og annar hrifinn álitsgjafi segir: „Eyjan sem varla er til, en setur okkur mörk. Þetta hlýtur að vera gott.“ Annar álitsgjafi telur það ekki úr vegi, að ætla bókina góða, en er ekki eins ánægður með titilinn. „Ég elska Bergsvein en þessi titill er bara mjög óspennandi.“ 5.-6. Út að drepa túrista – Þórarinn Leifsson Hér kemur enn einn umdeildur titillinn, álitsgjafar eru ýmist hrifnir eða ekki, þó hrifnari en hitt: „Hljómar eins og rjúkandi fantasíubók fyrir fúla Íslendinga og ég er geim.“ Og: „Skemmtilegur titill. Vísun í Allir drepa yndi sitt - eða hvað?“ Og sá þriðji er einnig kátur: „Eftirminnilegur, krassandi titill. Massatúrisminn er líka vannýtt umfjöllunarefni miðað við hversu mikið hann hefur breytt öllu á Íslandi.“ En svo er það hin hliðin á þessum peningi: „Tóti er oftast töff og sniðugur. Þetta er bara frekar slappur titill.“ Aðrir umdeildir titlar Og fleiri titla má nefna sem struku álitsgjöfum ýmist rétt eða öfugt. Konan hans Sverris – Valgerður Ólafsdóttir: „Ég vil vita meira. Forvitnilegur titill, hvað í helvítinu gerðir þú þarna Sverrir? Ég ætla að komast að því og lesa þessa bók, #teamkonaSverris.“ En titillinn nær ekki að höfða til annars álitsgjafa sem nefnir hann til sögunnar: „Úff, úff. Fyrir utan það hvað þetta er hræðilega klénn titill, þá er tími skáldsagna sem heita Konan/stúlkan þetta eða hitt liðinn. Bara geisp!“ Þægindarammagerðin – Ýmsir höfundar, er svo annar titill sem ýmist höfðar til álitsgjafa og svo síður: „Þrusugóður tiltill sem vekur grun um snarpa samfélagsádeilu. Kápumyndin er aftur á móti ekki æsandi.“ Og: „Þessi titill vakti eftirtekt mína, finnst hann sniðugur og fyndinn.“ En annar segir: „Þægindarammagerðin er óbærilegasta orð íslenskunnar: Þægindaramminn - troðið í orðaleik með túristabúð. Ég fæ hausverk við tilhugsunina um þennan titil.“ Stóra bókin um sjálfsvorkunn eftir Ingólf Eiríksson vekur blendnar tilfinningar: „Frekar svona tilgerðarlegur titill. Það er verið að reyna of mikið,“ segir einn álitsgjafa en annar er talsvert jákvæðari: „Er þetta sjálfshjálparbók, skáldsaga eða bara ungur rithöfundur með stæla? Vekur forvitni.“ Og enn einn titill sem álitsgjafar Vísis veltu fyrir sér, eins og áður sagði, er Allir fuglar fljúga í ljósið eftir Auði Jónsdóttur. „Ljós og ljóðræna sem grípur mig og leiðir að bókinni, hún verður lesin!“ Ýmsum þótti þetta ljóðrænn og spennandi titill en einn sló það eiginlega út af borðinu með heldur meinlegri athugasemd: „Veit ekki hvort allir fuglar geta tekið undir þetta. Eru það ekki aðallega flugur sem gera það?“ Verstu titlarnir Eins og áður sagði dreifðust atkvæði verulega, og það sem meira er; ýmsir titlar reyndust umdeildir. Gott vont eða vont gott. Ekki fengust hreinar línur í það hvaða titlar þóttu slæmir og þá þannig að þeir hefðu ekkert sér til ágætis. Og líkt og áður kom fram þá eru eins orðs titlarnir, sem áður þóttu svo ágætir, að ganga sér til húðar í hugum íslenskra bókabéusa. 1. Úti – Ragnar Jónasson Ragnar hefur haslað sér völl sem einn helsti spennusagnahöfundur þjóðarinnar. Hann hefur hingað til notast við eins orðs titla en miðað við tóninn í álitsgjöfum Vísis gengur það ekki lengur. „Mjög svo óspennandi titill á spennusögu. Ákveðin þversögn.“ Og annar segir: „Voru öll hin dularfullu, hrollvekjandi tveggja stafa orðin búin?“ Og enn einn: „Einfaldleiki á stundum við, en þessi er titill aðeins of óspennandi.“ 2. Skáldleg afbrotafræði – Einar Már Guðmundsson Álitsgjafar Vísis telja að Forlagið hafi brugðist Einari Má með því að koma ekki í veg fyrir það að nýjasta bók þessa virta höfundar bæri þennan titil. „Enn og aftur langar mann bara að segja; í alvöru?! Hræðilega klúðurslegur titill á skáldsögu,“ segir einn álitsgjafa. Og annar segir: „Hljómar eins og mjög sérhæfð fræðiritgerð.“ Sá álitsgjafi telur slíkt lesefni ekki spennandi í þessu samhengi. Né heldur þessi: „Titill sem fælir mig frá bókinni, ekki málið.“ 3. Hjálp! – Fritz Már Björgvinsson „Miðað við lýsingu hefði bókin átt að heita SORP, svona ef fólk er veikt fyrir einu orði í heiti bókar. SORP hefði líka náð yfir líkfund í sorpgeymslu og sjálfsagt einstaklingana sem að málinu koma. En kannski of sterk tenging við Sorpu? Allt er þó betra en Hjálp!“ segir einn álitsgjafa Vísis og hlífir Fritz ekki. Og annar álitsgjafi sem er hjartanlega sammála síðasta ræðumanni segir þetta einkennilega óspennandi titil á spennusögu. „Og þetta upphrópunarmerki fer alveg með mig. Svo innilega ekki lekkert.“ 4. Jarðvísindakona deyr – Ingibjörg Hjartardóttir Þessi titill nær ekki máli meðal álitsgjafa: „Blaðamaður deyr var fínn titill hjá Guðrúnu Guðlaugsdóttur og þar áður var Doris deyr brilljant hjá Kristínu Eiríks. Þetta er orðið gott.“ Og það þykir þessum álitsgjafa líka sem spyr heldur höstugur: „Hverjum er ekki sama? Arnaldur Indriða er eitt, en einhver jarðvísindakona?! Ábyggilega hin vænsta kona, en ég mun samt aldrei komast að því.“ Aðrir vondir titlar Álitsgjafar Vísis hnutu víða um vonda titla þegar þeir glugguðu í Bókatíðindi í leit að eftirtektarverðum bókatitlum. Fíkn – Rannveig Borg Sigurðardóttir telst ekki góður titill, Rannveig er enn eitt fórnarlamb óþols álitsgjafa fyrir ofurstuttum bókatitlum. „Hljómar eins og fræðslurit,“ sagði einn álitsgjafa ekki hrifinn. Og bók sem kom út fyrr á árinu fellur ekki í kramið: 107 Reykjavík – Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir. „Þetta væri ágætur tiltill ef væri ekki til kvikmynd sem heitir 101 Reykjavík. Þetta gengi upp ef bókin væri paródía á kvikmyndina.“ Og annar álitsgjafi lætur þetta trufla sig líka: „101 Reykjavík kom fyrir rúmum 20 árum og þessi bók kom kom út í fyrra en flýtur með vegna bókatíðinda. Kaffi Vest og Melabúðin eru vissulega staðir Kaffibarsrónanna í dag en það er bara ekkert kool við þá.“ Sá orðhagi Þórarinn Eldjárn þykir ekki hitta í mark með sinn titil að þessu sinni sem er Umfjöllun: „Skáldsaga eða eitthvað annað? Ég býst við fréttaskýringu, sem væri svosem fínt ef ég væri að leita að slíku.“ Ein eftir Ásdísi Höllu Bragadóttur er nefnd til sögunnar: „Það eina sem mér dettur í hug er bók um einmanaleika og þunglyndi sem vekur depurð og leiða. Hún fer ekki á jólagjafalistann minn.“ Og Bubbi Morthens sem sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð, telst ekki á skotskónum. „Mætti reyna að selja manni innihaldið ögn betur,“ segir einn álitsgjafi. Magnús Guðmundsson strýkur einum álitsgjafa öfugt með sínum titli sem er Hægt og hljótt – til helvítis: „Ég sé bara Höllu Margréti í fjólubláum flauelskjól með stóra eyrnalokka. Ekki endurnýta titil á besta Júróvisjónlagi alheimsins þegar þig vantar titil.“ Tilgerðarlegt og slappt Og margir fleiri titlar eru nefndir til sögunnar sem vondir. Milli steins og sleggju eftir María Adolfsson nýtur ekki velvildar meðal álitsgjafa: „Nei, nei, nei. Ekki nota frasa í titil. Þá lendir þú milli steins og sleggju (oj afsakið).“ Það hófst með leyndarmáli eftir Jill Mansell þykir stirt og beinþýtt úr ensku. „Minnir líka á lagið „It started with a kiss“.“ Lög unga fólksins eftir Sölva Sveinsson þykir ómögulegur titill. „Ekki nógu eftirtektarverður titill. Margnotað og þvælt.“ Og Katrín Júlíusdóttir, sem hefur verið að feta sín fyrstu spor á rithöfundaslóð, hlýtur ekki náð fyrir augum þessa álitsgjafa sem segir um Sykur: „Er mögulega slappasti titillinn.“ Annar fyrrverandi alþingismaður er svo Guðmundur Steingrímsson og hann fær ekki byr í seglin með sínum titli: Fegurðin ein. „Annar titill sem er alltof ljóðrænn.“ Og titillinn Ferðalag til Filippseyja, bók eftir Svein Snorra Sveinsson telst slappur. „Þetta er titill sem þarf meiri vinnu. Gerðist ekkert eftirminnilegt í ferðinni sem gæti orðið innblástur í betri titil?“ Guðbergur Bergsson, sá umdeildi, hlýtur að teljast einn af okkar helstu höfundum fyrr og síðar. En hann kemst ekki upp með neitt múður þegar hinir grjóthörðu álitsgjafar Vísis eru annars vegar. „Hálfgerðar lygasögur með heilagan sannleika í bland. Þótt hér sé stuðlað og svona þá finnst mér eitthvað tilgerðarlegt við þennan titil.“ Og annar reyndur höfundur hlýtur ákúrur: „Verum ástfangin af lífinu – Þorgrímur Þráinsson. Blegh… við lífið eigum bara fínt vinasamband og það er alveg nóg. Þorgrímur Þráinsson viltu vinsamlegast hætta að segja mér fyrir verkum!“ segir einn álitsgjafa sem vill meina að þarna sé kominn versti titill þessarar bókavertíðar. Titillinn Ó, Karítas eftir eftir Emil Hjörvar Petersen telst klénn. „Þetta Ó og þessi komma, ógott!“ Og Þú sérð mig ekki eftir Evu Björgu Ægisdóttur þykir of formúlukenndur: „Finnst eins og ég hafi séð þennan áður.“ Jóðl eftir Braga Valdimar fær skömm í hattinn; „orðaleikurinn jóðl – ljóð grípur ekki þennan lesanda hér.“ Útkoman er skrípaleg Fleiri fá á baukinn: Stol eftir Björn Halldórsson hefur reyndar áður verið nefndur sem ágætur en annar álitsgjafi er ósáttur: „Bíddu, ha? Hvað í ósköpunum er það? Lúkkar alveg vel á prenti en það mun aldrei neinn muna nafnið á þessari bók.“ Og Yrsa Sigurðardóttir er ekki sloppin fyrir horn: „Lok lok og læs – Yrsa Sigurðardóttir. Var ekki Yrsa að vinna með eitthvað svona einsorðs konsept á titlunum sínum? Og svo kemur þetta! Nema hún sé komin aftur í barnabækurnar. Og hafi fengið barn til að nefna nýju bókina. Hlýtur eiginlega að vera.“ Og bókin um Guðna Ágústsson eftir Guðjón Ragnar Jónasson er ekki að dansa í hugum álitsgjafa Vísis: „Guðni á ferð og flugi. Í alvöru? Á hvaða öld lifa þeir sem þessi titill á að höfða til? Svo ekki sé minnst á kápumyndina …“ Enn einn titill sem er nefndur og þykir eiginlega til marks um andlega fátækt titlahöfunda ársins er Þegar nóttin sýnir klærnar – Ólafur Unnsteinsson. Og hinn snjalli pistlahöfundur Sif Sigmarsdóttir fær kaldar kveðjur: „Banvæn Snjókorn – Sif Sigmarsdóttir, þýðandi Halla Sverrisdóttir. Upprunalegi titillinn „The Sharp Edge of a Snowflake“ var tilgerðarlegur fyrir en „Banvæn snjókorn“ er enn hjákátlegri. Höfundur og þýðandi reyna að gifta tvær andstæður svo úr verði eitthvað dularfullt en það misheppnast og útkoman er skrípaleg.“ Og ekki batnar Birni enn þegar við erum að nálgast lok þessarar þulu: „miSter einSam – Ragnheiður Eyjólfsdóttir. Ha? Það er erfitt að gagnrýna þennan titil af því að ég hreinlega skil hann ekki, en hann vekur heldur ekki hjá mér áhuga á að opna bókina til að skilja hann betur.“ Og að endingu er það þessi titill sem fær hárin til að rísa á mörgum: „Lús! – Yrsa Þöll Gylfadóttir og Iðunn Arna. Titillinn hefur komið fyrir í alltof mörgum subject-línum tölvupósta til bugaðra foreldra. PTSD martraða efni.“ Álitsgjafar Vísis að þessu sinni. Álitsgjafar Vísis Anna Marsibil Clausen útvarpsmaður Bragi Valdimar Skúlason skapari Eva Hauksdóttir lögmaður Friðrika Benónýsdóttir rithöfundur Grímur Atlason framkvæmdastjóri Lára Björg Björnsdóttir aðstoðarmaður ríkisstjórnar Ragnhildur Sverrisdóttir upplýsingafulltrúi Landsvirkjunar Sigríður Tómasdóttir almannatengill Kópavogsbæjar Snæbjörn Brynjarsson sýningarstjóri og gagnrýnandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir blaðamaður Vignir Rafn Valþórsson leikari og leikstjóri
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira