Mildaður dómur í barnaníðsmáli vekur reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. nóvember 2021 08:42 Kynferðisofbeldi gegn börnum er hvergi tíðara en á Indlandi. AP/Rafiq Maqbool Áfrýjunardómstóll á Indlandi hefur mildað dóm yfir manni sem var dæmdur í fangelsi fyrir að hafa neytt tíu ára dreng til að hafa við sig munnmök. Dómurinn féll degi áður en hæstiréttur landsins felldi úr gildi dóm þar sem maður hafði verið sýknaður af kynferðisbrotum gegn tólf ára stúlku þar sem „húð mætti ekki húð“. Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá. Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Í fyrra málinu voru atvik þannig að maðurinn heimsótti heimili drengsins árið 2016 og tók hann með sér í musteri, þar sem hann misnotaði hann. Greiddi maðurinn dregnum 20 rúpíur, um 35 krónur, fyrir að þegja um árásina og hótaði honum illu ef hann gerði það ekki. Maðurinn var í ágúst 2018 dæmdur fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn drengnum með vísan til ákvæða löggjafar sem ætlað er að vernda börn gegn kynferðisbrotum. Var hann dæmdur í tíu ára fangelsi. Áfrýjunardómstóllinn mildaði hins vegar dóminn í sjö ára fangelsi, á þeim forsendum að brotið hefði ekki verið jafn alvarlegt og undirréttur komst að niðurstöðu um. Lögspekingar gagnrýna hins vegar ákvörðun áfrýjunardómstólsins, þar sem fyrrnefnd löggjöf kveður á um að eitt þeirra skilyrða sem geri brot alvarlegt sé að þolandinn sé undir 12 ára. Dómurinn, sem komst í fréttirnar á dögunum, hefur vakið mikla hneykslan á samfélagsmiðlum og hafa gagnrýnendur meðal annars bent á að í ákvörðun hæstaréttar í máli stúlkunnar hafi það verið niðurstaða dómstólsins að dómarar ættu að horfa til þess hvort brotið var framið í kynferðislegum tilgangi en ekki einblína á smáatriði brotsins sem slíks. Þingmaðurinn Mahua Moitra er meðal þeirra sem eru óánægðir með dóminn og segir ákvarðanir á borð við þessa verða til þess að útvatna löggjöfina, sem var ætla að vernda börn. Hvergi í heiminum er kynferðisofbeldi gegn börnum tíðara en á Indlandi. Í fyrra voru 43 þúsund tilvik skráð, sem jafngildir því að brot sé framið á 12 mínútna fresti. BBC greindi frá.
Indland Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira