Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2021 19:02 Travis McMichael ræðir við lögmann sinn í dómsal. AP Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan hafa allir verið sakfelldir fyrir morðið á Arbery. Þeir eltu Arbery, þar sem hann var úti að skokka í Glynn County í Georgíu, og skutu hann til bana. Kviðdómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu gerst sekir um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Þremenningarnir gætu allir staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi, en ekki liggur fyrir hvenær lengd refsinga verður ákveðin. Sátu fyrir Arbery Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og elt hann í því skyni að handtaka hann borgaralega. William Bryan slóst í för með feðgun og veittu mennirnir Arbery eftirför um nokkurt skeið. Þá reyndu þeir einnig að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir Arbery. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum og viðurkenndi fyrir dómi að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt. Ekki handteknir fyrr en myndbandið var birt Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Gregory McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi, sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Þeir hafi því ákveðið að elta hann og skotið hann í sjálfsvörn. Saksóknari í ríkinu taldi ekki ástæðu til að aðhafast frkear og féllst á að um sjálfsvörn verið að ræða. Þannig væri ekki tilefni til handtöku og léku feðgarnir því lausum hala í tíu vikur eftir morðið. Þegar myndbandið hafði náð dreifingu á samfélagsmiðlum skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Buerau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsókn á dauða Arbery. Feðgarnir voru þá handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan hafa allir verið sakfelldir fyrir morðið á Arbery. Þeir eltu Arbery, þar sem hann var úti að skokka í Glynn County í Georgíu, og skutu hann til bana. Kviðdómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu gerst sekir um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Þremenningarnir gætu allir staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi, en ekki liggur fyrir hvenær lengd refsinga verður ákveðin. Sátu fyrir Arbery Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og elt hann í því skyni að handtaka hann borgaralega. William Bryan slóst í för með feðgun og veittu mennirnir Arbery eftirför um nokkurt skeið. Þá reyndu þeir einnig að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir Arbery. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum og viðurkenndi fyrir dómi að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt. Ekki handteknir fyrr en myndbandið var birt Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Gregory McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi, sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Þeir hafi því ákveðið að elta hann og skotið hann í sjálfsvörn. Saksóknari í ríkinu taldi ekki ástæðu til að aðhafast frkear og féllst á að um sjálfsvörn verið að ræða. Þannig væri ekki tilefni til handtöku og léku feðgarnir því lausum hala í tíu vikur eftir morðið. Þegar myndbandið hafði náð dreifingu á samfélagsmiðlum skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Buerau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsókn á dauða Arbery. Feðgarnir voru þá handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Innlent Fleiri fréttir Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Sjá meira
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52
Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01