Þremenningarnir sakfelldir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2021 19:02 Travis McMichael ræðir við lögmann sinn í dómsal. AP Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið sakfelldir fyrir hatursglæpi og morð, fyrir að hafa skotið hinn 25 ára gamla Ahmaud Arbery til bana vegna litarháttar hans. Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan hafa allir verið sakfelldir fyrir morðið á Arbery. Þeir eltu Arbery, þar sem hann var úti að skokka í Glynn County í Georgíu, og skutu hann til bana. Kviðdómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu gerst sekir um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Þremenningarnir gætu allir staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi, en ekki liggur fyrir hvenær lengd refsinga verður ákveðin. Sátu fyrir Arbery Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og elt hann í því skyni að handtaka hann borgaralega. William Bryan slóst í för með feðgun og veittu mennirnir Arbery eftirför um nokkurt skeið. Þá reyndu þeir einnig að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir Arbery. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum og viðurkenndi fyrir dómi að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt. Ekki handteknir fyrr en myndbandið var birt Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Gregory McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi, sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Þeir hafi því ákveðið að elta hann og skotið hann í sjálfsvörn. Saksóknari í ríkinu taldi ekki ástæðu til að aðhafast frkear og féllst á að um sjálfsvörn verið að ræða. Þannig væri ekki tilefni til handtöku og léku feðgarnir því lausum hala í tíu vikur eftir morðið. Þegar myndbandið hafði náð dreifingu á samfélagsmiðlum skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Buerau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsókn á dauða Arbery. Feðgarnir voru þá handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð. Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan hafa allir verið sakfelldir fyrir morðið á Arbery. Þeir eltu Arbery, þar sem hann var úti að skokka í Glynn County í Georgíu, og skutu hann til bana. Kviðdómurinn komst einnig að þeirri niðurstöðu að þremenningarnir hefðu gerst sekir um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu. Þremenningarnir gætu allir staðið frammi fyrir lífstíðarfangelsi, en ekki liggur fyrir hvenær lengd refsinga verður ákveðin. Sátu fyrir Arbery Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir báru fyrir sig að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og elt hann í því skyni að handtaka hann borgaralega. William Bryan slóst í för með feðgun og veittu mennirnir Arbery eftirför um nokkurt skeið. Þá reyndu þeir einnig að aka í veg fyrir hann. Að endingu sátu þeir fyrir Arbery. Travis fór út úr bíl sínum, vopnaður haglabyssu og kom til átaka milli hans og Arbery. Travis skaut Arbery þrisvar sinnum og viðurkenndi fyrir dómi að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt. Ekki handteknir fyrr en myndbandið var birt Mennirnir þrír voru ekki handteknir fyrr en tíu vikum eftir að Arbery var skotinn til bana. Gregory McMichael, faðir Travis, starfaði áður hjá lögreglunni í bænum og sagði hann lögregluþjónum að Arbery hefði líkst innbrotsþjófi, sem hafði náðst á myndavél í hverfi þeirra feðga. Þeir hafi því ákveðið að elta hann og skotið hann í sjálfsvörn. Saksóknari í ríkinu taldi ekki ástæðu til að aðhafast frkear og féllst á að um sjálfsvörn verið að ræða. Þannig væri ekki tilefni til handtöku og léku feðgarnir því lausum hala í tíu vikur eftir morðið. Þegar myndbandið hafði náð dreifingu á samfélagsmiðlum skipaði Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, Georgia Buerau of Investigation, æðsta löggæsluembætti ríkisins, að taka yfir rannsókn á dauða Arbery. Feðgarnir voru þá handteknir nokkrum klukkustundum síðar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Drápið á Ahmaud Arbery Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00 Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Sjá meira
Sagði Arbery ekki hafa ógnað sér áður en hann miðaði á hann Travis McMichael, sem skaut Ahmaud Arbery til bana, sagði við vitnaleiðslur í dag að Arbery hefði ekki ógnað sér á nokkurn hátt, áður en hann miðaði haglabyssu á hann. McMichael skaut Arbery í febrúar í fyrra eftir að hann skokkaði í gegnum hverfi sem McMichael bjó í. 18. nóvember 2021 21:00
Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52
Verjandi vill ekki fleiri svarta presta í dómsal Verjandi eins mannanna sem sakaðir eru um að myrða Ahmaud Arbery sagði dómara málsins í gær að hann vildi ekki fleiri „svarta presta“ í dómsal. Það sagði hann eftir að Al Sharpton sat með fjölskyldu Arbery í salnum í fyrradag. 12. nóvember 2021 14:01
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent