Afkoma ríkissjóðs 51 milljarði betri en áætlað var Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2021 14:42 Afkoma ríkissjóðs er talsvert betri en gert var ráð fyrir í byrjun árs. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins er neikvæð um 138 milljarða króna. Afkoman er þó talsvert betri en áætlanir, sem gerðar voru í upphafi árs, gerðu ráð fyrir eða 51 milljarði betri. Segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að bætt afkoma skýrist af sterkari tekjuvexti en gert hafi verið ráð fyrir. Þróunin hafi þegar komið fram á fyrri helmingi ársins og sé afkoman í samræmi við þær væntingar. Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins námu 621 milljarði króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 565 milljörðum króna í tekjur. Er það meginskýring fráviksins frá áætlaðri afkomu ríkisins á tíabilinu. Tekjur hækkuðu um 16 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir ríkissjóðs námu í lok september samtals 2.627 milljörðu króna en námu skuldir 2.490 milljörðum króna. Eigið fé nam þá 137 milljörðum. Handbært fé var í lok september 406 milljarðar króna sem er hækkun um 39 milljarða á milli ára. Rekstrarhreyfingar voru þá neikvæðar um 145 milljarða og fjárfestingar jákvæðar um 13 milljarða. Fjármögnunarhreyfingar voru þá jákvæðar um 171 milljarð króna. Innheimta skatta og tryggingagjalda meiri í ár en í fyrra Fram kemur í tilkynningunni að innheimta skatta og tryggingagjalda á fyrstu níu mánuðum ársins hafi aukist um 14 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hluta aukningarinnar megi þó rekja til Covid-19 tengdra frestana á innheimtu ríkissjóðs. Sé þetta leiðrétt nemi vöxturinn um 6 prósentum. Gjöld fyrir fjármagnsliði ríkissjóðs nema um 733 milljörðum króna sem er örlítið lægra en áætlað var en gjöld jukust um tíu prósent á milli ára. Mesta aukningin á milli ára er í málaflokki sérhæfðrar sjúkraþjónustu en þar jukust gjöld um 6,8 milljónir króna eða um 11 prósent. Í flokki vinnumála og atvinnuleysis jukust gjöld um 4,6 milljarða eða 7 prósent og í háskóla- og rannsóknarstarfsemi um 4,3 milljarða eða um 22 prósent. Afkoma fjármagnsliða var neikvæð um 112 milljarða króna sem er 61 milljarði betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármagnsjöfnuður tímabilsins var neikvæður um 47 milljarða sem er um 11 milljarða króna neikvæð breyting frá árinu 2020. Fjármagnstekjur námu 7,5 milljörðum króna og lækka um 38 milljarða á milli ára. Fjármagnsgjöld voru 55 milljarðar og lækkuðu um 28 milljarða. Fjárfestingar meiri í ár en í fyrra Rekstrarafkoma ríkissjóðs án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 159 milljarða sem er áþekkur halli og á sama tíma í fyrra en þá var rekstrarafkoma neikvæð um 168 milljarða. Langtímaskuldir ríkisjóðs voru samtals 1.222 milljarðar í lok september og jukust um 138 milljarða króna frá árslokum 2020. Breytingin skýrist, samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins, að mestu af útgáfu innlendra ríkisbréfa sem gefin voru út til að fjármagna rekstur ríkissjóðs. Fjárfestingar tímabilsins námu 40 milljörðum króna samanborið við 30 milljarða í fyrra. Fjárfestingar á milli ára aukast því um 35 prósent. Mestar fjárfestingar eru í samgöngumálum, að fjármagni sem nemur 24 milljörðum, og í sérhæfðri sjúkraþjónustu, um 7,5 milljarða. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23. nóvember 2021 15:21 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. 24. september 2021 07:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins að bætt afkoma skýrist af sterkari tekjuvexti en gert hafi verið ráð fyrir. Þróunin hafi þegar komið fram á fyrri helmingi ársins og sé afkoman í samræmi við þær væntingar. Tekjur ríkissjóðs á fyrstu níu mánuðum ársins námu 621 milljarði króna en áætlanir gerðu ráð fyrir 565 milljörðum króna í tekjur. Er það meginskýring fráviksins frá áætlaðri afkomu ríkisins á tíabilinu. Tekjur hækkuðu um 16 prósent miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir ríkissjóðs námu í lok september samtals 2.627 milljörðu króna en námu skuldir 2.490 milljörðum króna. Eigið fé nam þá 137 milljörðum. Handbært fé var í lok september 406 milljarðar króna sem er hækkun um 39 milljarða á milli ára. Rekstrarhreyfingar voru þá neikvæðar um 145 milljarða og fjárfestingar jákvæðar um 13 milljarða. Fjármögnunarhreyfingar voru þá jákvæðar um 171 milljarð króna. Innheimta skatta og tryggingagjalda meiri í ár en í fyrra Fram kemur í tilkynningunni að innheimta skatta og tryggingagjalda á fyrstu níu mánuðum ársins hafi aukist um 14 prósent frá sama tímabili í fyrra. Hluta aukningarinnar megi þó rekja til Covid-19 tengdra frestana á innheimtu ríkissjóðs. Sé þetta leiðrétt nemi vöxturinn um 6 prósentum. Gjöld fyrir fjármagnsliði ríkissjóðs nema um 733 milljörðum króna sem er örlítið lægra en áætlað var en gjöld jukust um tíu prósent á milli ára. Mesta aukningin á milli ára er í málaflokki sérhæfðrar sjúkraþjónustu en þar jukust gjöld um 6,8 milljónir króna eða um 11 prósent. Í flokki vinnumála og atvinnuleysis jukust gjöld um 4,6 milljarða eða 7 prósent og í háskóla- og rannsóknarstarfsemi um 4,3 milljarða eða um 22 prósent. Afkoma fjármagnsliða var neikvæð um 112 milljarða króna sem er 61 milljarði betri afkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir. Fjármagnsjöfnuður tímabilsins var neikvæður um 47 milljarða sem er um 11 milljarða króna neikvæð breyting frá árinu 2020. Fjármagnstekjur námu 7,5 milljörðum króna og lækka um 38 milljarða á milli ára. Fjármagnsgjöld voru 55 milljarðar og lækkuðu um 28 milljarða. Fjárfestingar meiri í ár en í fyrra Rekstrarafkoma ríkissjóðs án afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 159 milljarða sem er áþekkur halli og á sama tíma í fyrra en þá var rekstrarafkoma neikvæð um 168 milljarða. Langtímaskuldir ríkisjóðs voru samtals 1.222 milljarðar í lok september og jukust um 138 milljarða króna frá árslokum 2020. Breytingin skýrist, samkvæmt tilkynningu Stjórnarráðsins, að mestu af útgáfu innlendra ríkisbréfa sem gefin voru út til að fjármagna rekstur ríkissjóðs. Fjárfestingar tímabilsins námu 40 milljörðum króna samanborið við 30 milljarða í fyrra. Fjárfestingar á milli ára aukast því um 35 prósent. Mestar fjárfestingar eru í samgöngumálum, að fjármagni sem nemur 24 milljörðum, og í sérhæfðri sjúkraþjónustu, um 7,5 milljarða.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Tengdar fréttir Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23. nóvember 2021 15:21 Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30 1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. 24. september 2021 07:16 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Endurskipulagning á fjárhag Vaðlaheiðarganga dregst á langinn Meira en einu og hálfu ári eftir að viðræður hófust um fjárhagslega endurskipulagningu Vaðlaheiðarganga er málið enn í vinnslu. Ríkissjóður hefur frestað innheimtuaðgerðum vegna gjaldfallinna lánssamninga fram yfir áramót. 23. nóvember 2021 15:21
Leggja drög að stjórnarsáttmála Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna eru farnir að leggja drög að stjórnarsáttmála samkvæmt heimildum fréttastofu. Niðurstöðu gæti verið að vænta í næstu eða þarnæstu viku. 25. október 2021 18:30
1000 milljarðarnir sem Bjarni fattar ekki Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra jedúdímíaði sig í umræðuþættinum á Stöð 2 í gærkvöldi yfir einföldu reikningsdæmi sem ég lagði fram. Hrópaði að við Sósíalistar vildum láta almenning bera 1000 milljarða skuldir. 24. september 2021 07:16