Hubble lýkur árlegum veðurathugunum í ytra sólkerfinu Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2021 12:45 Gasrisarnir fjórir, frá vinstri: Júpíter, Úranus, Satúrnus og Neptúnus. NASA Nýjar myndir Hubble-geimsjónaukans af gas- og ísrisunum í utanverðu sólkerfinu sýna vísindamönnum hvaða breytingar hafa orðið á veðri og vindum þar. Sjónaukinn skyggnist árlega út í ytra sólkerfið til að vakta stærstu reikistjörnur þess. Ekkert fast yfirborð er á ytri reikistjörnunum fjórum: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru fyrst og fremst úr gastegundum eins og vetni, helíum, ammóníaki og metani. Yfirborð þeirra tekur sífelldum breytingum með stormum, hvirflum og iðum sem skjóta upp kollinum og hverfa aftur. Á sumum þeirra eru tröllauknir stormar sem hafa geisað í að minnsta kosti hundruð ára eins og Stóri rauði bletturinn, helsta kennileiti Júpíters. Hubble-geimsjónaukinn tók myndir af reikistjörnunum fjórum í september og október. Með því að bera þær saman við þær sem voru teknar í fyrra og árin á undan eykst skilningur vísindamanna á hvernig veður og vindur þróast í lofthjúpi risanna. Júpíter kom stjörnufræðingum nokkuð á óvart. Nokkrir nýir og hvítleitir háþrýstistormar geisa þar á suðurhveli en vísindamenn eru fyrst og fremst hissa á að miðbaugssvæði reikistjörnunnar sé enn dökkappelsínugult að lit. Það hefur yfirleitt verið hvítt eða drapplitað undanfarin ár. Vísindamennirnir höfðu búist við því að applelsínuguli liturinn sem sást síðast hefði dofnað. Stjörnufræðingar uppgötvuðu nýlega að vindhraði yst í Stóra rauða blettinum á Júpíter væri að aukast en að minnka nær miðju stormsins. Bletturinn er stærri en jörðin að þvermáli og vindhraðinn þar er um 179 metrar á sekúndu. Lögun hans er smám saman að verða meira hringlaga en sporöskjulaga. Júpíter á mynd Hubble frá 4. september 2021. Miðbaugssvæðið er enn dökkappelsínugult að lit. Stóri rauði bletturinn er sterkasta kennileitið rétt sunnan miðbaugs.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), and M. H. Wong (UC Berkeley); M Breytir hratt um lit með árstíðaskiptunum Á Satúrnusi er nú byrjað að hausta á norðurhvelinu. Hröð og sterk litaskipti eiga sér því stað í norðlægum beltum lofthjúpsins þar. Þá er sexhyrndi stormurinn sem einkennir norðurskaut reikistjörnunnar nú mun greinilegri en hann var í fyrra. Vetri er nýlokið á suðurhvelinu en þar er er lofthljúpurinn enn fölbláleitur. Árstíðarbundar sveiflur í styrk sólarljóss er ástæða litabreytinganna í lofthjúpnum. Suðurhvel Satúrnusar er fölbátt eftir veturinn þar. Sexhyrndur stormurinn í kringum norðurpólinn er vel greinilegur. Mynd Hubble frá 12. september 2021.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Upplitað norðurhvel að vori Ólíkt Júpíter og Satúrnusi hefur ekkert geimfar heimsótt Úranus og Neptúnus frá því að Voyager 2 þeyttist þar fram hjá seint á 9. áratugnum. Úranus er eina reikistjarnan í sólkerfinu sem snýst á „hliðinni“ miðað við sporbraut sína um sólina en tilgátur eru um að árekstur við annað fyrirbæri hafi velt reikistjörnunni. Á mynd Hubble sést norðurpólsvæðið upplitað í vorsólinni. Vísindamenn telja að lofthjúpurinn, sem er allajafna ljósblár, lýsist upp þegar útfjólublátt ljós sólar hefur áhrif á styrk metangass, móðuagnir í honum og loftstrauma. Þrátt fyrir að norðurskautið haldi áfram að lýsast eru skörp skil í suðri við sömu breiddargráðu og undanfarin ár. Tilgátur eru um að skotvindur myndi fyrirstöðu við 43. breiddargráðu. Norðurpóll Úranusar er upplitaður, líklega vegna aukinnar birtu frá sólinni sem fylgir vorinu þar. Mynd Hubble frá 25. október.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Stormur sem sneri við Neptúnus, ysta reikistjarna sólkerfisins, líkist enn þeirri reikistjörnu sem Voyager 2 sá fyrst árið 1989: blá með einum stórum dökkum bletti. Vísindamenn fundu nýjan dökkan blett þar árið 2018 en hann mjakaðist suður á bóginn að miðbaugi þar sem háþrýstikerfi af þessu tagi leysast jafnan upp. Myndin í ár sýnir aftur á móti að stomurinn virðist hafa snúið við og haldið aftur í norður. Annar minni stormur sést nú fyrir sunnan sem gæti hafa kvarnast úr þeim stærri og dregið úr honum kraft. Bæði Neptúnus og Úranus eru bláir á litinn vegna þess að metangas í lofthjúpi þeirra drekkur í sig rautt ljós sólar og sama Rayleigh-tvístrun þess á sér stað og gerir himinn á jörðinni bláan að degi til. Mynd Hubble af Neptúnusi 7. september 2021. Á norðurhveli sést dökkt háþrýstikerfi. Fá björt ský er að finna í bláum lofthjúpnum, alveg eins og þegar Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Geimurinn Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Vísindi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Ekkert fast yfirborð er á ytri reikistjörnunum fjórum: Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Þær eru fyrst og fremst úr gastegundum eins og vetni, helíum, ammóníaki og metani. Yfirborð þeirra tekur sífelldum breytingum með stormum, hvirflum og iðum sem skjóta upp kollinum og hverfa aftur. Á sumum þeirra eru tröllauknir stormar sem hafa geisað í að minnsta kosti hundruð ára eins og Stóri rauði bletturinn, helsta kennileiti Júpíters. Hubble-geimsjónaukinn tók myndir af reikistjörnunum fjórum í september og október. Með því að bera þær saman við þær sem voru teknar í fyrra og árin á undan eykst skilningur vísindamanna á hvernig veður og vindur þróast í lofthjúpi risanna. Júpíter kom stjörnufræðingum nokkuð á óvart. Nokkrir nýir og hvítleitir háþrýstistormar geisa þar á suðurhveli en vísindamenn eru fyrst og fremst hissa á að miðbaugssvæði reikistjörnunnar sé enn dökkappelsínugult að lit. Það hefur yfirleitt verið hvítt eða drapplitað undanfarin ár. Vísindamennirnir höfðu búist við því að applelsínuguli liturinn sem sást síðast hefði dofnað. Stjörnufræðingar uppgötvuðu nýlega að vindhraði yst í Stóra rauða blettinum á Júpíter væri að aukast en að minnka nær miðju stormsins. Bletturinn er stærri en jörðin að þvermáli og vindhraðinn þar er um 179 metrar á sekúndu. Lögun hans er smám saman að verða meira hringlaga en sporöskjulaga. Júpíter á mynd Hubble frá 4. september 2021. Miðbaugssvæðið er enn dökkappelsínugult að lit. Stóri rauði bletturinn er sterkasta kennileitið rétt sunnan miðbaugs.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), and M. H. Wong (UC Berkeley); M Breytir hratt um lit með árstíðaskiptunum Á Satúrnusi er nú byrjað að hausta á norðurhvelinu. Hröð og sterk litaskipti eiga sér því stað í norðlægum beltum lofthjúpsins þar. Þá er sexhyrndi stormurinn sem einkennir norðurskaut reikistjörnunnar nú mun greinilegri en hann var í fyrra. Vetri er nýlokið á suðurhvelinu en þar er er lofthljúpurinn enn fölbláleitur. Árstíðarbundar sveiflur í styrk sólarljóss er ástæða litabreytinganna í lofthjúpnum. Suðurhvel Satúrnusar er fölbátt eftir veturinn þar. Sexhyrndur stormurinn í kringum norðurpólinn er vel greinilegur. Mynd Hubble frá 12. september 2021.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Upplitað norðurhvel að vori Ólíkt Júpíter og Satúrnusi hefur ekkert geimfar heimsótt Úranus og Neptúnus frá því að Voyager 2 þeyttist þar fram hjá seint á 9. áratugnum. Úranus er eina reikistjarnan í sólkerfinu sem snýst á „hliðinni“ miðað við sporbraut sína um sólina en tilgátur eru um að árekstur við annað fyrirbæri hafi velt reikistjörnunni. Á mynd Hubble sést norðurpólsvæðið upplitað í vorsólinni. Vísindamenn telja að lofthjúpurinn, sem er allajafna ljósblár, lýsist upp þegar útfjólublátt ljós sólar hefur áhrif á styrk metangass, móðuagnir í honum og loftstrauma. Þrátt fyrir að norðurskautið haldi áfram að lýsast eru skörp skil í suðri við sömu breiddargráðu og undanfarin ár. Tilgátur eru um að skotvindur myndi fyrirstöðu við 43. breiddargráðu. Norðurpóll Úranusar er upplitaður, líklega vegna aukinnar birtu frá sólinni sem fylgir vorinu þar. Mynd Hubble frá 25. október.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My Stormur sem sneri við Neptúnus, ysta reikistjarna sólkerfisins, líkist enn þeirri reikistjörnu sem Voyager 2 sá fyrst árið 1989: blá með einum stórum dökkum bletti. Vísindamenn fundu nýjan dökkan blett þar árið 2018 en hann mjakaðist suður á bóginn að miðbaugi þar sem háþrýstikerfi af þessu tagi leysast jafnan upp. Myndin í ár sýnir aftur á móti að stomurinn virðist hafa snúið við og haldið aftur í norður. Annar minni stormur sést nú fyrir sunnan sem gæti hafa kvarnast úr þeim stærri og dregið úr honum kraft. Bæði Neptúnus og Úranus eru bláir á litinn vegna þess að metangas í lofthjúpi þeirra drekkur í sig rautt ljós sólar og sama Rayleigh-tvístrun þess á sér stað og gerir himinn á jörðinni bláan að degi til. Mynd Hubble af Neptúnusi 7. september 2021. Á norðurhveli sést dökkt háþrýstikerfi. Fá björt ský er að finna í bláum lofthjúpnum, alveg eins og þegar Voyager 2 flaug fram hjá fyrir meira en þrjátíu árum.NASA, ESA, A. Simon (NASA-GSFC), og M. H. Wong (UC Berkeley); My
Geimurinn Júpíter Satúrnus Úranus Neptúnus Vísindi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira