Spurði Söru Sigmunds hvort hún væri einmana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir fékk sérstaka spurningu í viðtali í gær. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur farið í gegnum mörg viðtölin á ferli sínum en ein spurning í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast í gær kom okkar konu örugglega aðeins á óvart. Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira
Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Íslenski boltinn Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Fleiri fréttir Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Ellefu reiðhjólum stolið frá Cofidis liðinu 47 ára boxhetja snýr aftur í hnefaleikahringinn Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Sjá meira