Spurði Söru Sigmunds hvort hún væri einmana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir fékk sérstaka spurningu í viðtali í gær. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stórstjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur farið í gegnum mörg viðtölin á ferli sínum en ein spurning í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast í gær kom okkar konu örugglega aðeins á óvart. Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira
Sevan Matossian er aðalmaðurinn í hlaðvarpsþættinum The Sevan Podcast og hann spurði Söru meðal annars hreint út hvort hún væri einmana. Sevan sagðist hafa fengið það á tilfinninguna þegar hann frétti af því að Sara hefði yfirgefið vini og fjölskyldu á Íslandi og ákveðið að eyða nokkrum mánuðum við æfingar í Dúbaí. Það er ekki oft sem íþróttafólk fær slíka spurningu og kannski var Sevan eitthvað að reyna að stuða Söru aðeins. Sara var hissa en átti ekki vandræðum með að svara og útskýra af hverju hún væri komin alla leið til Dúbaí. „EINMANA, nei aldrei,“ svaraði Sara og pressaði á Sevan að segja sér af hverju hann héldi það. „Ég fékk það á tilfinninguna og ég veit ekki af hverju því það er ekki sanngjarnt að spyrja svona en mér fannst eins og einmanaleiki hefði drifið þig af stað til Dúbaí,“ sagði Matossian. „Ég án efa ekki einmana. Ég er mjög heppin með fólkið í kringum mig. Ég viðurkenni það að þegar þú glímir við meiðsli þá ertu stundum að ganga í gegnum hluti sem þú deilir ekki öllu með öðrum,“ sagði Sara. Getur unnið vinnu sína hvar sem er „Ég á alla þessa vini og allt þetta fólk í kringum mig til að styðja við bakið á mér. Ég er örugglega ekki einmana,“ sagði Sara. Instagram/@sarasigmunds „Ég lít á þetta þannig. Ástæðan fyrir því að ég er í Dúbaí er að ég á kannski þrjú til fimm ár eftir sem atvinnumaður í íþróttum. Ég á möguleika á því að ferðast um heiminn vegna þessa og get farið í mína vinnu hvar sem er,“ sagði Sara. „Eftir þrjú til fjögur ár þá vil ég festa rætur og stofna fjölskyldu. Ég vil þá finna mér einhvern stað til að vera á en á næstu þremur til fimm árum þá vil ég ferðast um heiminn og hitta nýtt fólk,“ sagði Sara. „Ég er svo opin og frjáls í hugsunarhætti og þar græði ég á því að vera atvinnumaður í íþróttum því þá fæ ég að fara á alla þessa staði,“ sagði Sara. Elti bestu vinkonuna til Dúbaí Sara sagðist hafa í raun elt bestu vinkonu sína til Dúbaí en þar er hún að tala um CrossFit konuna Carmen Bosmans sem fór að vinna í landinu árið 2016. Sara Sigmundsdóttir með þeim Carmen Bosmans og Lauren Stallwood.Instagram/@carmenbosmans „Ég hef hitt af fólki í gegnum tíðina á CrossFit mótum og ein af þeim er Carmen Bosmans sem er nú besta vinkonan mín í dag. Hún er þjálfari hér í Dúbaí. Ég á vini á Íslandi en enginn þeirra er í íþróttum,“ sagði Sara. „Hún keppti áður í CrossFit en er nú meira í þolgreinum. Hún vinnur mikið. Það er gott fyrir mig að komast á stað þar sem þú ert næstum því í búbblu. Ég er að æfa mikið núna og þarf að vera einbeitt,“ sagði Sara. Enginn að bíða eftir henni „Ég vil fá að vera friði með mínar æfingar og að sinna því sem ég þarf að gera en svo enda ég með henni á kvöldin. Það passar mér mjög vel því að það er enginn að bíða eftir mér eða búast við einhverju af mér. Hún þekkir það sjálf hvað það þarf að leggja mikla vinnu í það að æfa. Ég þarf ekkert að afsaka neitt þótt að æfingin mín dragist þar til átta eða níu um kvöldið,“ sagði Sara. „Hún er mjög skilningsríkur vinur,“ sagði Sara en það má sjá þetta brot út viðtalinu hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Í bann fyrir að kasta flösku í barn Dagskráin í dag: Sá elsti á HM í pílu og enski boltinn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Sjá meira