Hægt að finna fyrir töfrunum á ævintýralegu skólabókasafni Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 23. nóvember 2021 20:10 Dröfn er hugmyndasmiðurinn og reyndar einnig smiðurinn sjálfur. Það eru krakkarnir í Seljaskóla fá að njóta góðs af hennar frjóa hugmyndaflugi. vísir Krakkar í Seljaskóla eru himinlifandi með bókasafnsfræðinginn sinn sem leggur allt í skreytingar fyrir hátíðirnar. Jólabókahornið kemur krökkunum í jólaskap og eykur lestraráhuga í leiðinni. Eruði mikil jólabörn? Jú, það halda nú þær vinkonurnar Brynja, Kristín og Sigrún, úr Seljaskóla. En vinkona þeirra Rut getur ekki tekið undir það: „Ég myndi ekki segja það.“ En kemstu í jólaskap þegar það er orðið svona jólalegt í skólanum? „Já.“ Þær Brynja, Kristín, Rut og Sigrún eru komnar í jólaskap.stöð 2 Og það skal engan undra því í Seljaskóla má með sanni segja að jólaandinn sé kominn á kreik, nú þegar 31 dagur er til jóla. Leitast við að bæta við töfrana Því til sönnunar er jólabókahornið sem búið er að setja upp á skólabókasafninu. Fréttastofa leit þar við í dag og spjallaði við krakkana og þann sem ber ábyrgð á þessu metnaðarfulla verkefni, bókasafnsfræðinginn Dröfn Vilhjálmsdóttur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig er umhorfs í Seljaskóla: „Sko, mér finnst skólabókasafnið vera svona töfrandi staður og ég er alltaf að leitast við að bæta við töfrana og mig langar eiginlega að þegar börnin koma inn á skólabókasafnið þá séu þau eiginlega að koma bara inn í ævintýralega bók strax,“ segir Dröfn. Ert þú sjálf jólabarn? „Ég er dálítið jólabarn sjálf. Það hlýtur eiginlega að vera,“ segir hún og bendir í kring um sig á vel skreytt jólabókahornið. „Þannig ég er farin að hlakka til jólanna.“ Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur reynir að gera safnið að ævintýralegum og spennandi stað fyrir krakkana.stöð 2 En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dröfn tekur sig til og skreytir safnið fyrir krakkana. Þannig má eiginlega segja að Dröfn hafi toppað sig fyrir hrekkjavökuna þar sem öllu var tjaldað til, meira að segja reykvél. Frá því á hrekkjavökunni. Dröfn lætur börnin draga bókaflokka til að velja sér bók úr - ef þeir þora.skólabókasafn Seljaskóla Ímyndunarafl Drafnar ýtir undir lestraráhuga barna Það leynir sér allavega ekki að krakkarnir eru hrifnir af Dröfn og hennar stórkostlegu skreytingum. Haldiði að þið lesið meira fyrir vikið? spyrjum við annan vinkvennahóp á safninu, þær Rannveigu, Kristínu, Stellu Björk og Aþenu. „Já, sérstaklega jólabækur,” segja þær. Vinkonurnar Rannveig, Kristín, Stella Björk og Aþena.stöð 2 „Mér finnst bara mjög gaman hvernig Dröfn er svona með ímyndunarafl og gerir alltaf svona á jóla og hrekkjavökunni. Þá skreytir hún mjög mikið og það er bara mjög gaman. Þá fær maður svona meiri áhuga á bókum,” segir Stella Björk. Og á meðan krakkarnir bíða spenntir eftir jólunum og telja niður dagana geta þeir drepið tímann með góðum jólabókalestri í snjóhúsinu í jólabókahorninu í Seljaskóla. Snjóhús úr eggjabökkum og huggulegur arinn við hliðina. Það er ekki leiðinlegt að lesa í þessu umhverfi.skólabókasafn seljaskóla Jól Jólaskraut Grunnskólar Reykjavík Bókmenntir Söfn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira
Eruði mikil jólabörn? Jú, það halda nú þær vinkonurnar Brynja, Kristín og Sigrún, úr Seljaskóla. En vinkona þeirra Rut getur ekki tekið undir það: „Ég myndi ekki segja það.“ En kemstu í jólaskap þegar það er orðið svona jólalegt í skólanum? „Já.“ Þær Brynja, Kristín, Rut og Sigrún eru komnar í jólaskap.stöð 2 Og það skal engan undra því í Seljaskóla má með sanni segja að jólaandinn sé kominn á kreik, nú þegar 31 dagur er til jóla. Leitast við að bæta við töfrana Því til sönnunar er jólabókahornið sem búið er að setja upp á skólabókasafninu. Fréttastofa leit þar við í dag og spjallaði við krakkana og þann sem ber ábyrgð á þessu metnaðarfulla verkefni, bókasafnsfræðinginn Dröfn Vilhjálmsdóttur. Hér fyrir neðan er hægt að sjá hvernig er umhorfs í Seljaskóla: „Sko, mér finnst skólabókasafnið vera svona töfrandi staður og ég er alltaf að leitast við að bæta við töfrana og mig langar eiginlega að þegar börnin koma inn á skólabókasafnið þá séu þau eiginlega að koma bara inn í ævintýralega bók strax,“ segir Dröfn. Ert þú sjálf jólabarn? „Ég er dálítið jólabarn sjálf. Það hlýtur eiginlega að vera,“ segir hún og bendir í kring um sig á vel skreytt jólabókahornið. „Þannig ég er farin að hlakka til jólanna.“ Dröfn Vilhjálmsdóttir bókasafnsfræðingur reynir að gera safnið að ævintýralegum og spennandi stað fyrir krakkana.stöð 2 En þetta er ekki í fyrsta skipti sem Dröfn tekur sig til og skreytir safnið fyrir krakkana. Þannig má eiginlega segja að Dröfn hafi toppað sig fyrir hrekkjavökuna þar sem öllu var tjaldað til, meira að segja reykvél. Frá því á hrekkjavökunni. Dröfn lætur börnin draga bókaflokka til að velja sér bók úr - ef þeir þora.skólabókasafn Seljaskóla Ímyndunarafl Drafnar ýtir undir lestraráhuga barna Það leynir sér allavega ekki að krakkarnir eru hrifnir af Dröfn og hennar stórkostlegu skreytingum. Haldiði að þið lesið meira fyrir vikið? spyrjum við annan vinkvennahóp á safninu, þær Rannveigu, Kristínu, Stellu Björk og Aþenu. „Já, sérstaklega jólabækur,” segja þær. Vinkonurnar Rannveig, Kristín, Stella Björk og Aþena.stöð 2 „Mér finnst bara mjög gaman hvernig Dröfn er svona með ímyndunarafl og gerir alltaf svona á jóla og hrekkjavökunni. Þá skreytir hún mjög mikið og það er bara mjög gaman. Þá fær maður svona meiri áhuga á bókum,” segir Stella Björk. Og á meðan krakkarnir bíða spenntir eftir jólunum og telja niður dagana geta þeir drepið tímann með góðum jólabókalestri í snjóhúsinu í jólabókahorninu í Seljaskóla. Snjóhús úr eggjabökkum og huggulegur arinn við hliðina. Það er ekki leiðinlegt að lesa í þessu umhverfi.skólabókasafn seljaskóla
Jól Jólaskraut Grunnskólar Reykjavík Bókmenntir Söfn Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Sjá meira