Taka þurfi erfiðar ákvarðanir til að ná fram 370 milljóna hagræðingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. nóvember 2021 14:12 Akureyri er að komast í vetrarbúninginn. Vísir/Tryggvi Reiknað er með að rekstrarniðurstaða Akureyrarbæjar fyrir næsta ár verði neikvæð um 672 milljónir. Stefnt er að því að hagræða í rekstri bæjarins um 370 milljónir króna. Bæjarstjórnin segir ljóst að til að ná fram þeirri hagræðingu þurfi að taka erfiðar ákvarðanir. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu bæjarstjórnar vegna frumvarps um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Fyrri umræða um frumvarpið fór fram í bæjarstjórn síðustu viku en seinni umræðan fer fram þann 15. desember. Íbúum er jafnframt boðið á rafrænan kynningarfund um efni frumvarpsins þann 7. desember næstkomandi. Í tilkynningunni er vísað í samstarfssáttmála bæjarstjórnarinnar, sem mynduð er af fulltrúum allra flokka sem náðu kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar segir að framtíðarsýn bæjarins sé sú að rekstur hans verði sjálfbær auk þess sem að leggja skuli áherslu á framúrskarandi skóla, lífsgæði og góða þjónustu, auk annarra þátta. Vilja auka tekjur og draga úr kostnaði Þar segir einnig að það sé áskorun að stíga „markviss skref í átt að sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins“, samhliða því að horft sé til framtíðarsýnar bæjarstjórnarinnar. Auka þurfi tekjur og draga úr kostnaði. Stefnt er að sjálfbærni í rekstri Akureyrarbæjar.Vísir/Tryggvi „Áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2022 er neikvæð um 672 m.kr í samstæðunni allri en gert er ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða A-hluta verði neikvæð um ríflega 1,1 milljarð króna. Til þess að ná markmiði um sjálfbæran rekstur má með töluverðri einföldun segja að rekstrarniðurstaða A-hluta verði að vera jákvæð. Til þess að sá árangur náist þarf bæði að horfa til þess að auka tekjur og draga úr kostnaði,“ segir í tilkynningunni. Gagnrýna ríkið Í tilkynningunni er ýmislegt nefnt til sögunnar til að skýra fjárhagsstöðu bæjarins. Kjarasamningar, áætluð hækkun lífeyrisskuldbindinga og þá ákvörðun bæjarstjórnar að taka á móti börnum í leikskóla allt niður í tólf mánaða aldur. Þá segir bæjarstjórnin einnig að ríkið eigi sinn þátt í stöðunni. „Þá verður ekki framhjá því litið að ákvarðanir ríkisvaldsins hafa oft og tíðum veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Sem dæmi má nefna vanfjármögnun ríkisins við yfirfærslu á málaflokki fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Leiða má að því líkum að á þriðja hundrað milljónir króna vanti frá ríkinu til Akureyrarbæjar vegna verkefnisins á árinu 2022. Má því í raun segja að ríkið hafi sett fram niðurskurðarkröfu á sveitarfélagið sem því nemur. Þess utan eru of oft sett ný lög sem auka kröfur í lögbundnum málaflokkum sveitarfélaga sem hækka rekstrarkostnað, án þess að lögin hafi verið kostnaðarmetin eða rætt um hvernig eigi að skipta fjármögnun á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta telur bæjarstjórn óviðunandi.“ Reikna með að þurfa að skerða þjónustu Í tengslum við vinnu bæjarstjórnar við frumvarpið hafa verið sagðar fréttir af því að mögulega standi til að loka Glerárlaug, annarri af tveimur sundlaugum bæjarins. Eru sumir bæjarbúar mótfallnir því. Bæjarstjórnin reiknar með að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir.Vísir/Tryggvi Í tilkynningu bæjarstjórnarinnar segir að ljóst sé að dregið verði úr þjónustu við bæjarbúa að einhverju marki, svo ná megi fram þeirri hagræðingu sem stefnt er að, 370 milljónum króna. „Sú vinna sem fram fer í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun á milli umræðna snýst fyrst og fremst um að rýna betur þær hagræðingartillögur sem fram hafa komið frá nefndum og sviðsstjórum, en miðað við forsendur fjárhagsáætlunar í fyrri umræðu í bæjarstjórn er gert ráð fyrir því að hagræða í rekstri Akureyrarbæjar um 370 milljónir króna á næsta ári. Til þess að ná fram þeirri hagræðingu telur bæjarstjórn eðlilegt að undirstrika að taka þarf erfiðar ákvarðanir og að einhverju marki verður dregið úr þjónustu við bæjarbúa sem eðlilegt er að verði umdeilt í samfélaginu.“ Tilkynningu bæjarstjórnar má lesa í heild sinni hér. Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í tilkynningu bæjarstjórnar vegna frumvarps um fjárhagsáætlun bæjarins fyrir næsta ár. Fyrri umræða um frumvarpið fór fram í bæjarstjórn síðustu viku en seinni umræðan fer fram þann 15. desember. Íbúum er jafnframt boðið á rafrænan kynningarfund um efni frumvarpsins þann 7. desember næstkomandi. Í tilkynningunni er vísað í samstarfssáttmála bæjarstjórnarinnar, sem mynduð er af fulltrúum allra flokka sem náðu kjöri í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þar segir að framtíðarsýn bæjarins sé sú að rekstur hans verði sjálfbær auk þess sem að leggja skuli áherslu á framúrskarandi skóla, lífsgæði og góða þjónustu, auk annarra þátta. Vilja auka tekjur og draga úr kostnaði Þar segir einnig að það sé áskorun að stíga „markviss skref í átt að sjálfbærni í rekstri sveitarfélagsins“, samhliða því að horft sé til framtíðarsýnar bæjarstjórnarinnar. Auka þurfi tekjur og draga úr kostnaði. Stefnt er að sjálfbærni í rekstri Akureyrarbæjar.Vísir/Tryggvi „Áætluð rekstrarniðurstaða ársins 2022 er neikvæð um 672 m.kr í samstæðunni allri en gert er ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða A-hluta verði neikvæð um ríflega 1,1 milljarð króna. Til þess að ná markmiði um sjálfbæran rekstur má með töluverðri einföldun segja að rekstrarniðurstaða A-hluta verði að vera jákvæð. Til þess að sá árangur náist þarf bæði að horfa til þess að auka tekjur og draga úr kostnaði,“ segir í tilkynningunni. Gagnrýna ríkið Í tilkynningunni er ýmislegt nefnt til sögunnar til að skýra fjárhagsstöðu bæjarins. Kjarasamningar, áætluð hækkun lífeyrisskuldbindinga og þá ákvörðun bæjarstjórnar að taka á móti börnum í leikskóla allt niður í tólf mánaða aldur. Þá segir bæjarstjórnin einnig að ríkið eigi sinn þátt í stöðunni. „Þá verður ekki framhjá því litið að ákvarðanir ríkisvaldsins hafa oft og tíðum veruleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins. Sem dæmi má nefna vanfjármögnun ríkisins við yfirfærslu á málaflokki fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga. Leiða má að því líkum að á þriðja hundrað milljónir króna vanti frá ríkinu til Akureyrarbæjar vegna verkefnisins á árinu 2022. Má því í raun segja að ríkið hafi sett fram niðurskurðarkröfu á sveitarfélagið sem því nemur. Þess utan eru of oft sett ný lög sem auka kröfur í lögbundnum málaflokkum sveitarfélaga sem hækka rekstrarkostnað, án þess að lögin hafi verið kostnaðarmetin eða rætt um hvernig eigi að skipta fjármögnun á milli ríkis og sveitarfélaga. Þetta telur bæjarstjórn óviðunandi.“ Reikna með að þurfa að skerða þjónustu Í tengslum við vinnu bæjarstjórnar við frumvarpið hafa verið sagðar fréttir af því að mögulega standi til að loka Glerárlaug, annarri af tveimur sundlaugum bæjarins. Eru sumir bæjarbúar mótfallnir því. Bæjarstjórnin reiknar með að þurfa að taka erfiðar ákvarðanir.Vísir/Tryggvi Í tilkynningu bæjarstjórnarinnar segir að ljóst sé að dregið verði úr þjónustu við bæjarbúa að einhverju marki, svo ná megi fram þeirri hagræðingu sem stefnt er að, 370 milljónum króna. „Sú vinna sem fram fer í bæjarstjórn um fjárhagsáætlun á milli umræðna snýst fyrst og fremst um að rýna betur þær hagræðingartillögur sem fram hafa komið frá nefndum og sviðsstjórum, en miðað við forsendur fjárhagsáætlunar í fyrri umræðu í bæjarstjórn er gert ráð fyrir því að hagræða í rekstri Akureyrarbæjar um 370 milljónir króna á næsta ári. Til þess að ná fram þeirri hagræðingu telur bæjarstjórn eðlilegt að undirstrika að taka þarf erfiðar ákvarðanir og að einhverju marki verður dregið úr þjónustu við bæjarbúa sem eðlilegt er að verði umdeilt í samfélaginu.“ Tilkynningu bæjarstjórnar má lesa í heild sinni hér.
Akureyri Sveitarstjórnarmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira