Vorkennir Solskjær vegna Cristiano Ronaldo Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2021 12:31 Cristiano Ronaldo og Ole Gunnar Solskjær í leik Manchester United á móti Everton á dögunum. EPA-EFE/Peter Powell Knattspyrnusérfræðingurinn og Arsenal goðsögnin Paul Merson er einn af þeim sem er á þeirri skoðun að koma Cristiano Ronaldo til Manchester United í haust sé í raun rót vandans sem á endanum kosta Ole Gunnar Solskjær starfið. Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum. Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira
Manchester United var næstbesta liðið í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabil og fór í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Þeir fengu síðan til sín besta leikmann allra tíma í fallegri endurkomusögu. Það var erfitt að segja nei við Cristiano Ronaldo sérstaklega ef að það væri hætta á því að hann endaði hjá nágrönnunum í City. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Ronaldo hefur vissulega skoraði 9 mörk í 14 leikjum á leiktíðinni og mikilvæg sigurmörk í Meistaradeildinni. Liðið sjálft er samt á slæmum stað og situr eins og er í áttunda sæti deildarinnar tólf stigum á eftir toppliði Chelsea eftir aðeins tólf umferðir. Paul Merson, knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, kennir Ronaldo um það hvernig fór fyrir norska knattspyrnustjóranum. „Ég vorkenni Ole Gunnari Solskjær. Hann var með plan í upphafi tímabilsins eftir að hafa náð öðru sætinu í fyrra,“ sagði Paul Merson. „Það sáu allir planið hans. Spila Cavani annan hvern leik, með Sancho á öðrum kantinum og Marucs Rashford á hinum. Svo færðu Mason Greewood inn með hraða, kraft, orku, unga fætur og allan pakkann,“ sagði Merson. „Svo rétt áður en tímabilið byrjar þá fær hann Ronaldo,“ sagði Merson. „Frá fyrsta degi þá eru þeir ekki betra lið með Ronaldo. Síðan þá hefur þetta bara verið snjóboltaáhrif fyrir Solskjær. Hann var með plan en koma Ronaldo henti því út um gluggann rétt áður en tímabilið byrjaði,“ sagði Merson. Cristiano Ronaldo hasn t had much luck with managers recently Allegri sacked Sarri sacked Pirlo sacked Solskjaer sacked That s four of his managers sacked in the last 3 years and 4 months pic.twitter.com/oOspWduW3S— TEAMtalk (@TEAMtalk) November 22, 2021 „Þeir fóru bara á eftir honum af því að þeir heyrðu af því að Manchester City vildi fá hann. Það var ekki eins og United hafi verið að hringja í Juventus og spyrjast fyrir um Ronaldo eins og hann væri það sem vantaði í liðið til að vinna ensku úrvalsdeildina. Hann er það ekki,“ sagði Merson. Manchester United spilar í Meistaradeildinni í kvöld þar sem liðið er á toppnum í sínum riðli en gæti verið í þriðja sæti eftir útileik á móti Villarreal í kvöld. Liðið hefur aftur á móti tapað fimm af síðustu sjö leikjum sínum (aðeins einn sigur) í ensku úrvalsdeildinni. Liðið fékk 13 af 17 stigum sínum í deildinni fyrir 20. september því aðeins nítján prósent stiga eru í húsi frá og með 25. september. Ronaldo hefur aðeins skorað eitt mark í þessum sjö deildarleikjum.
Enski boltinn Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Levy var neyddur til að hætta Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Sjá meira