Tilnefnir Andersson sem næsta forsætisráðherra Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2021 13:05 Magdalena Andersson var nýverið kjörin nýr formaður sænskra Jafnaðarmanna. Hún tók við stöðunni af Stefan Löfven. AP Forseti sænska þingsins hefur tilnefnt Magdalenu Andersson, fjármálaráðherra og nýkjörinn formann sænska Jafnaðarmannaflokksins, sem næsta forsætisráðherra landsins. Þingmenn munu greiða atkvæði um tillöguna á miðvikudagismorgun og þarf þar meirihluti að umbera Andersson, það er ekki greiða atkvæði gegn tillögunni, til að hún taki við embættinu af Stefan Löfven og verði þar með 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu. Þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti um þetta á fréttamannafundi í hádeginu, en hann hafði veitt Andersson frest til dagsins í dag til að kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Andersson, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014, greindi Norlén frá því í morgun að ekki hafi náðst samkomulag við formann Vinstriflokksins, en að samtölin hafi verið í „góðum anda“. Hafa flokkarnir helst deilt um lífeyrisgreiðslur sem Vinstriflokkurinn telur vera of lágar. Andersson hefur þó ekki farið fram á lengri frest til viðræðna og því hafi Norlén ákveðið að tilnefna Andersson núna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september 2022 og telur Andersson rétt að halda viðræðum við Vinstriflokkinn áfram fram að atkvæðagreiðslunni á þinginu á miðvikudaginn. Ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja hefur síðan í sumar verið varin vantrausti af Miðflokknum og Vinstriflokknum. Hins vegar þarf ný atkvæðagreiðsla um forsætisráðherra að fara fram þar sem Löfven sagði af sér á dögunum. Þingforseti hefur fjórar tilraunir til að tilnefna forsætisráðherra, en fari svo í atkvæðagreiðslum á þinginu að meirihluti umberi ekki þann sem tilnefndur er þarf að boða til aukakosninga. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september á næsta ári, óháð því hvort komi til aukakosninga. Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Stefan Löfven búinn að segja af sér Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina. 10. nóvember 2021 11:58 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Þingmenn munu greiða atkvæði um tillöguna á miðvikudagismorgun og þarf þar meirihluti að umbera Andersson, það er ekki greiða atkvæði gegn tillögunni, til að hún taki við embættinu af Stefan Löfven og verði þar með 34. forsætisráðherra Svíþjóðar og fyrsta konan til að gegna embættinu í landinu. Þingforsetinn Andreas Norlén tilkynnti um þetta á fréttamannafundi í hádeginu, en hann hafði veitt Andersson frest til dagsins í dag til að kanna möguleika á myndun nýrrar stjórnar. Andersson, sem hefur gegnt embætti fjármálaráðherra Svíþjóðar frá árinu 2014, greindi Norlén frá því í morgun að ekki hafi náðst samkomulag við formann Vinstriflokksins, en að samtölin hafi verið í „góðum anda“. Hafa flokkarnir helst deilt um lífeyrisgreiðslur sem Vinstriflokkurinn telur vera of lágar. Andersson hefur þó ekki farið fram á lengri frest til viðræðna og því hafi Norlén ákveðið að tilnefna Andersson núna. Þingkosningar fara fram í Svíþjóð í september 2022 og telur Andersson rétt að halda viðræðum við Vinstriflokkinn áfram fram að atkvæðagreiðslunni á þinginu á miðvikudaginn. Ríkisstjórn Jafnaðarmannaflokksins og Græningja hefur síðan í sumar verið varin vantrausti af Miðflokknum og Vinstriflokknum. Hins vegar þarf ný atkvæðagreiðsla um forsætisráðherra að fara fram þar sem Löfven sagði af sér á dögunum. Þingforseti hefur fjórar tilraunir til að tilnefna forsætisráðherra, en fari svo í atkvæðagreiðslum á þinginu að meirihluti umberi ekki þann sem tilnefndur er þarf að boða til aukakosninga. Þingkosningar munu fara fram í Svíþjóð í september á næsta ári, óháð því hvort komi til aukakosninga.
Svíþjóð Tengdar fréttir Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48 Stefan Löfven búinn að segja af sér Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina. 10. nóvember 2021 11:58 „Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42 Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Sjá meira
Andersson tekin við sem formaður af Löfven Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, var í gær kjörin formaður sænska Jafnaðarmannaflokksins á landsþingi flokksins í Gautaborg. Hún tekur við embættinu af Stefan Löfven sem tók á sínum tíma við stöðunni af Håkan Juholt árið 2012. 5. nóvember 2021 07:48
Stefan Löfven búinn að segja af sér Stefan Löfven hefur sagt af sér sem forsætisráðherra Svíþjóðar en hann hefur gegnt embættinu frá árinu 2014. Löfven gekk á fund Andreas Norlén þingforseta klukkan 11:30 að íslenskum tíma þar sem hann tilkynnti um afsögnina. 10. nóvember 2021 11:58
„Nískasti fjármálaráðherra ESB“ líklegastur til að taka við Stefan Löfven greindi frá því um síðustu helgi hann ætli sér að láta af störfum sem forsætisráðherra Svíþjóðar í haust. Hann muni ekki bjóða sig fram til áframhaldandi formennsku í Jafnaðarmannaflokknum á landsþingi í nóvember. Skiljanlega eru farnar af stað miklar umræður um hver muni taka við formennsku í flokknum og yrði þá í kjörstöðu til að taka einnig við embætti forsætisráðherra landsins. 24. ágúst 2021 08:42