„Ég er að reyna að draga úr tíðni þessara brota“ kvartar misskilinn Jón Steinar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2021 13:39 Jón Steinar og Helga Vala tókust á í Bítinu í morgun. Fyrrnefnda þótti augljóslega hart að sér sótt í kommentakerfunum en síðarnefnda var ósátt við að vera gerð að blóraböggli. „Þú talar alltof mikið,“ sagði Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, við Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þegar þau tókust á um kynferðisbrot í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Helga Vala sendi pillu til baka og kallaði Jón Steinar ókurteisan en þrátt fyrir að umræðuefnið hafi verið dómstóll götunnar fór bróðurpartur þáttarins í að ræða viðbrögð fólks við grein Jóns Steinars sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag undir fyrirsögninni Víman, þar sem hann sagði meðal annars að besta vörnin gegn kynferðisbrotum væri að „gæta sín sjálfur“. Það var Jón Steinar sem vék umræðunni að pistlinum og sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu af ávirðingum, þar sem menn snéru úr öllu sem hann segði. Sagðist hann hafa verið hissa en síðan gert sér grein fyrir hvers vegna viðbrögðin væru svo hörð. „Það eru 42 ár síðan ég var síðast undir áhrifum áfengis og ég veit alveg hvernig áhrif fíknin eða alkóhólisminn hefur á einstaklinga. Þeir lifa fyrir fíknina. Þeir eru alla vikuna að bíða eftir því að helgin komi svo þeir geti dottið í það. Og svo þegar einhver rís upp á opinberum vettvangi og segir að það sé eitthvað athugavert við svona fíkn, þá missa þeir sig,“ sagði Jón Steinar. „Áttu þá við að allir sem voru ósammála innihaldi greinar þinnar séu fíklar?“ spurði Helga Vala. Jón Steinar neitaði því en sagði áfengissýkina gríðarlega útbreidda. Lögmaðurinn ítrekaði margoft að hann væri ekki að kenna þolendum um það ofbeldi sem þeir væru beittir en Helga Vala spurði hann hvort það gæti ekki verið að það stuðaði fólk hvernig hann nálgaðist viðfangsefnið. „Ef þú ert á gangi í Lækjargötu og það kemur einhver að þér og stelur af þér veskinu og þú varst að koma úr gleðskap, ekki þú því það eru 42 ár síðan þú hættir að neyta vímuefna en einhver annar, getum við þá gert þeim einstaklingi; sem var að koma af Jómfrúnni og fékk sér einn bjór með smörrebrauðinu, getum við þá sagt: Það er þér að kenna? Er það einhvern tímann réttlætanlegt að skella skuldinni á þann sem verður fyrir barðinu á afbrotamanneskju?“ „Það er ekkert verið að skella skuldinni á neinn Helga Vala... af hverju ertu með þennan útúrsnúning?“ svaraði Jón Steinar. „Ágæti Jón Steinar, þú segir það sjálfur að þolendur eigi að passa sig með því að vera ekki að drekka áfengi. Þar ert þú að alhæfa,“ sagði Helga Vala. „Nei, ég er ekki að alhæfa!“ svaraði Jón Steinar. „Það er fullt af fólki sem neytir áfengis sem er ekkert nauðgað. Og ég meina... af hverju talar þú svona? Ég er að reyna að draga úr tíðni þessara brota. Sem er alltof mikil.“ Varhugavert að segja alla gerendur undir sama hatt Helga Vala sagðist þá ekki skilja hvers vegna hún væri allt í einu orðinn skotspónn ergelsis Jóns Steinars og ítrekaði að það skyti einfaldlega skökku við að ætla að segja þolendum að vera bara heima til að verða ekki fyrir ofbeldi. „Þú talar of mikið,“ glumdi að lokum í Jóni Steinari, sem var um hæl sakaður um ókurteisi. Talið barst að lokum aftur að dómstól götunnar en Jón sagði að það væru ekki bara réttarregla að menn væru saklausir þar til sekt sannaðist heldur einnig þýðingarmikil siðferðisleg regla. Helga Vala benti hins vegar á að jafnvel þótt menn væru sýknaðir þýddi það ekki að þeir væru saklausir og bæði voru sammála um að kerfið þyrfti að gera meira til að sinna kynferðisbrotamálum, bæði lögregla og dómstólar. Helga Vala stóðst ekki mátið og potaði í Jón Steinar þegar hún sagði „hans flokk“ bera þar nokkra ábyrgð en Jón Steinar var fljótur að svara fyrir sig og sagðist bara tala fyrir sig; hann hefði oftsinnis gagnrýnt bæði flokkinn og forystu hans þegar honum hefði fundist tilefni til. Bæði Jón Steinar og Helga Vala voru á því að gera þyrfti greinamun á brotum og varhugavert að setja alla gerendur undi sama hatt, óháð því hvort þeir hefðu gerst sekir um gróf ofbeldisbrot, áreitni eða daður. Einnig að brotaþolar hefðu heimild til að tjá sig á opinberum vettvangi og það væri þá meintra gerenda að sækja rétt sinn fyrir dómstólum ef þeir neituðu sök. Jón Steinar sagði afar mikilvægt að standa vörð um réttarkerfið en Helga Vala sagði kerfið laskað og það væri ef til vill ástæða þess að brotin rötuðu í umræðuna á samfélagsmiðlum og fyrir dóm götunnar. Bítið Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Helga Vala sendi pillu til baka og kallaði Jón Steinar ókurteisan en þrátt fyrir að umræðuefnið hafi verið dómstóll götunnar fór bróðurpartur þáttarins í að ræða viðbrögð fólks við grein Jóns Steinars sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudag undir fyrirsögninni Víman, þar sem hann sagði meðal annars að besta vörnin gegn kynferðisbrotum væri að „gæta sín sjálfur“. Það var Jón Steinar sem vék umræðunni að pistlinum og sagðist hafa fengið yfir sig holskeflu af ávirðingum, þar sem menn snéru úr öllu sem hann segði. Sagðist hann hafa verið hissa en síðan gert sér grein fyrir hvers vegna viðbrögðin væru svo hörð. „Það eru 42 ár síðan ég var síðast undir áhrifum áfengis og ég veit alveg hvernig áhrif fíknin eða alkóhólisminn hefur á einstaklinga. Þeir lifa fyrir fíknina. Þeir eru alla vikuna að bíða eftir því að helgin komi svo þeir geti dottið í það. Og svo þegar einhver rís upp á opinberum vettvangi og segir að það sé eitthvað athugavert við svona fíkn, þá missa þeir sig,“ sagði Jón Steinar. „Áttu þá við að allir sem voru ósammála innihaldi greinar þinnar séu fíklar?“ spurði Helga Vala. Jón Steinar neitaði því en sagði áfengissýkina gríðarlega útbreidda. Lögmaðurinn ítrekaði margoft að hann væri ekki að kenna þolendum um það ofbeldi sem þeir væru beittir en Helga Vala spurði hann hvort það gæti ekki verið að það stuðaði fólk hvernig hann nálgaðist viðfangsefnið. „Ef þú ert á gangi í Lækjargötu og það kemur einhver að þér og stelur af þér veskinu og þú varst að koma úr gleðskap, ekki þú því það eru 42 ár síðan þú hættir að neyta vímuefna en einhver annar, getum við þá gert þeim einstaklingi; sem var að koma af Jómfrúnni og fékk sér einn bjór með smörrebrauðinu, getum við þá sagt: Það er þér að kenna? Er það einhvern tímann réttlætanlegt að skella skuldinni á þann sem verður fyrir barðinu á afbrotamanneskju?“ „Það er ekkert verið að skella skuldinni á neinn Helga Vala... af hverju ertu með þennan útúrsnúning?“ svaraði Jón Steinar. „Ágæti Jón Steinar, þú segir það sjálfur að þolendur eigi að passa sig með því að vera ekki að drekka áfengi. Þar ert þú að alhæfa,“ sagði Helga Vala. „Nei, ég er ekki að alhæfa!“ svaraði Jón Steinar. „Það er fullt af fólki sem neytir áfengis sem er ekkert nauðgað. Og ég meina... af hverju talar þú svona? Ég er að reyna að draga úr tíðni þessara brota. Sem er alltof mikil.“ Varhugavert að segja alla gerendur undir sama hatt Helga Vala sagðist þá ekki skilja hvers vegna hún væri allt í einu orðinn skotspónn ergelsis Jóns Steinars og ítrekaði að það skyti einfaldlega skökku við að ætla að segja þolendum að vera bara heima til að verða ekki fyrir ofbeldi. „Þú talar of mikið,“ glumdi að lokum í Jóni Steinari, sem var um hæl sakaður um ókurteisi. Talið barst að lokum aftur að dómstól götunnar en Jón sagði að það væru ekki bara réttarregla að menn væru saklausir þar til sekt sannaðist heldur einnig þýðingarmikil siðferðisleg regla. Helga Vala benti hins vegar á að jafnvel þótt menn væru sýknaðir þýddi það ekki að þeir væru saklausir og bæði voru sammála um að kerfið þyrfti að gera meira til að sinna kynferðisbrotamálum, bæði lögregla og dómstólar. Helga Vala stóðst ekki mátið og potaði í Jón Steinar þegar hún sagði „hans flokk“ bera þar nokkra ábyrgð en Jón Steinar var fljótur að svara fyrir sig og sagðist bara tala fyrir sig; hann hefði oftsinnis gagnrýnt bæði flokkinn og forystu hans þegar honum hefði fundist tilefni til. Bæði Jón Steinar og Helga Vala voru á því að gera þyrfti greinamun á brotum og varhugavert að setja alla gerendur undi sama hatt, óháð því hvort þeir hefðu gerst sekir um gróf ofbeldisbrot, áreitni eða daður. Einnig að brotaþolar hefðu heimild til að tjá sig á opinberum vettvangi og það væri þá meintra gerenda að sækja rétt sinn fyrir dómstólum ef þeir neituðu sök. Jón Steinar sagði afar mikilvægt að standa vörð um réttarkerfið en Helga Vala sagði kerfið laskað og það væri ef til vill ástæða þess að brotin rötuðu í umræðuna á samfélagsmiðlum og fyrir dóm götunnar.
Bítið Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira