Derby drottningin Dagný kát í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 13:32 Dagný Brynjarsdóttir fagnar sigurmarkinu sínu með liðsfélaga sínum Kate Longhurst. Getty/John Walton Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var hetja West Ham liðsins í sigri í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. Dagný skoraði þá eina mark leiksins þegar West Ham vann 1-0 sigur á Tottenhma í derby-slag. Heimasíða West Ham liðsins tók viðtal við Dagnýju í leikslok. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það var mjög gaman að skora á móti Tottenham. Þetta var fyrsti leikurinn minn á móti Spurs. Ég veit að þetta er derby leikur og það er því frábært að fá þrjú stig og ná að skora markið,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Mér finnst ég hafa getað skorað fleiri mörk en ég hef gert hingað til. Vonandi fer ég að klára færin mín betur og þetta er að koma. Ég fékk eitt tækifæri í dag og kláraði það sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Dagný. Þetta var góð vika fyrir West Ham liðið sem sló Birmingham út úr deildarbikarnum í miðri viku og gerði jafntefli við Reading um síðustu helgi. „Auðvitað vildum við öll þrjú stigin á móti Reading og það eru vonbrigði að hafa ekki unnið þann leik líka. Sjö stig af níu mögulegum í einni viku er samt fínt og við getum því ekki kvartað mikið,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Við vorum ekki ánægð með fyrri hálfleikinn okkar í dag en við ræddum það í hálfleik hvað við þurftum að gera. Við vissum það allar að við þurftum að gera betur. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum og stjórnuðum leiknum í lokin sem hefur ekki verið okkar styrkleiki á þessu tímabili,“ sagði Dagný. „Tottenham er með gott lið og þetta var mikil barátta, mikið um aukaspyrnur og fólk á jörðinni. Við skiluðum ruslavinnunni vel í dag og börðumst vel allan leikinn. Á endanum þá héldum við marki okkar hreinu og náðum svo inn markinu sem er það mikilvægasta,“ sagði Dagný. Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira
Dagný skoraði þá eina mark leiksins þegar West Ham vann 1-0 sigur á Tottenhma í derby-slag. Heimasíða West Ham liðsins tók viðtal við Dagnýju í leikslok. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það var mjög gaman að skora á móti Tottenham. Þetta var fyrsti leikurinn minn á móti Spurs. Ég veit að þetta er derby leikur og það er því frábært að fá þrjú stig og ná að skora markið,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Mér finnst ég hafa getað skorað fleiri mörk en ég hef gert hingað til. Vonandi fer ég að klára færin mín betur og þetta er að koma. Ég fékk eitt tækifæri í dag og kláraði það sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Dagný. Þetta var góð vika fyrir West Ham liðið sem sló Birmingham út úr deildarbikarnum í miðri viku og gerði jafntefli við Reading um síðustu helgi. „Auðvitað vildum við öll þrjú stigin á móti Reading og það eru vonbrigði að hafa ekki unnið þann leik líka. Sjö stig af níu mögulegum í einni viku er samt fínt og við getum því ekki kvartað mikið,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Við vorum ekki ánægð með fyrri hálfleikinn okkar í dag en við ræddum það í hálfleik hvað við þurftum að gera. Við vissum það allar að við þurftum að gera betur. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum og stjórnuðum leiknum í lokin sem hefur ekki verið okkar styrkleiki á þessu tímabili,“ sagði Dagný. „Tottenham er með gott lið og þetta var mikil barátta, mikið um aukaspyrnur og fólk á jörðinni. Við skiluðum ruslavinnunni vel í dag og börðumst vel allan leikinn. Á endanum þá héldum við marki okkar hreinu og náðum svo inn markinu sem er það mikilvægasta,“ sagði Dagný.
Enski boltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Sjá meira