„Svíður ekki“ þegar Val er lýst sem fasteignafélagi: „Snertum ekki höfuðstólinn“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2021 13:01 Börkur Edvardsson hefur lengi staðið í brúnni hjá Val og er einn af Foringjunum sem Henry Birgir Gunnarsson ræðir við í samnefndum sjónvarpsþáttum. Skjáskot/Stöð 2 Sport Formaður knattspyrnudeildar Vals segir að Valsmenn séu staðráðnir í að fara vel með sterka fjárhagsstöðu sína og það angri sig ekki þó að „einhverjir félagar á Twitter“ lýsi félaginu sem fasteignafélagi. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, var gestur í síðasta þætti af Foringjunum. Þar spurði Henry Birgir Gunnarsson hann meðal annars út í sterka stöðu Vals í íslenskum fótbolta í dag, og hvort að það sviði að félagið væri oft kallað „fasteignafélagið Valur“. „Nei, nei, nei. Það er bara mjög jákvætt að vera fasteignamógúll,“ sagði Börkur hlæjandi. „Það svíður ekki neitt. Þetta er sagt í einhverju stríði á milli einhverja félaga á Twitter og svona, sem maður leggur ekki mikla trú í,“ sagði Börkur. Klippa: Foringjarnir - Börkur um öfundarraddir í garð Vals Í fréttaskýringu Kjarnans frá árinu 2019 er fjallað um það hvernig Valur varð að ríkasta íþróttafélagi Íslands. Segja má að grunnurinn að þeirri stöðu sé sú staðreynd að félagið átti landssvæðið sem það starfaði á og varð að einu verðmætasta byggingarlandi Reykjavíkur, þar sem nú er komið býsna stórt hverfi. Börkur veit vel að staðan er góð og hann hefur fullan hug á að viðhalda þeirri stöðu: „Við erum bara staddir á þessum stað, með þessa bakhjarla og fjármuni, og það er okkar núna að fara vel með þessa fjármuni. Við snertum ekki höfuðstólinn heldur ætlum við að lifa á ávöxtunum og byggja upp innviðina.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla Valur Foringjarnir Mest lesið Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira