SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2021 11:50 Rannsóknin á sprengingunni í Beirút í ágúst í fyrra hefur ítrekað verið sett á ís vegna deilna stjórnmálamanna og rannsakenda. Getty/Fadel Itani Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. Rannsókn málsins hefur ítrekað verið frestað og verið sett á ís vegna deilna rannsakenda og fyrrverandi ráðherra Líbanon. Fórnarlömb og fjölskyldur þeirra eru því ekkert nær því að vita hvort einhverjum sé um að kenna eða hver beri ábyrgð á sprengingunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið. Ráðist var í umfangsmikla rannsókn á sprengingunni í kjölfar hennar. Hún hefur hins vegar ítrekað verið sett á ís vegna deilna Tareks Bitar, dómara og aðalrannsakanda, og fyrrverandi ráðherra og hátt settra stjórnmálamanna. Þeir hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku og nokkrir þeirra kvartað formlega undan Bitar. Þá brutust út ofbeldisfull mótmæli vegna starfa Bitars sem leiddu til þess að sjö dóu. Málið hefur klofið ríkisstjórn landsins, sem hefur ekki fundað svo mánuðum skiptir. Óhætt er að segja að stjórnarkreppa ríkir í Líbanon, sem nauðsynlega þarf starfandi stjórnvöld til að taka á málum. Staða rannsóknarinnar hefur verið gagnrýnd alþjóðlega en Sameinuðu þjóðirnar, valda- og áhrifamestu alþjóðasamtök dagsins í dag, hafa hundsað hjálparköll. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu, viku eftir sprenginguna, eftir því að fram færi sjálfstæð rannsókn á sprengingunni. Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hafa SÞ hins vegar ítrekað hundsað hjálparbeiðnir fjölskyldna hinna látnu um afhendingu nauðsynlegra gagna. Sendu bréf á aðalritara Sameinuðu þjóðanna en ekkert svar hefur borist Lögmannafélagið Beirut Bar Association fer með mál nær allra þeirra sem voru fórnarlömb í sprengingunni. Það eru um tvö þúsund eftirlifendur og fjölskyldur fólks sem fórst í sprengingunni. Formaður félagsins hefur sent Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þrjú bréf síðasta árið þar sem hann hefur óskað eftir upplýsingum frá SÞ. Engu þessara bréfa hefur verið svarað. Í bréfunum er óskað eftir tvennu; annars vegar gervihnattarmyndum sem teknar voru af aðildarríkjum SÞ af sprengisvæðinu daginn sem sprengingin varð; og hins vegar upplýsingum um það hvort Unifil, friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, hafi rannsakað farm skipsins MV Rhostus, skipið sem flutti gróðuráburðinn sem sprakk í loft upp, árið 2013 þegar það landaði áburðinum í Beirút. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ekki svarað bréfum fjölskyldna fórnarlambanna.Getty/Jeff J Mitchell Rússland tilkynnti í síðustu viku að Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, væri að undirbúa afhendingu gervihnattamynda sem teknar voru daginn sem sprengingin varð. Samkvæmt tilkynningunni hafði Michel Aoun, forseti Líbanon, óskað eftir afhendingu myndanna. Fyrsta bréfið var sent til Guterres þann 26. október 2020. Ítrekunarbréf var svo sent þremur vikum síðar, 19. nóvember, þar sem fram kom að hundrað dagar væru þá liðnir frá sprengingunni og að ekkert aðildarríki SÞ eða Unifil hefðu lagt fram gervihnattamyndir eða aðrar upplýsingar um sprenginguna. Þriðja bréfið var sent 17. mars á þessu ári. Þar segir: „Sjö mánuðir eru liðnir frá sprengingunni og fimm síðan við sendum bréfið okkar. Því miður hefur bréfi okkar ekki verið svarað. Líbanon er eitt stofnríkja Sameinuðu þjóðanna og er að biðja um hjálp.“ Sameinuðu þjóðirnar Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. 19. október 2021 15:53 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Rannsókn málsins hefur ítrekað verið frestað og verið sett á ís vegna deilna rannsakenda og fyrrverandi ráðherra Líbanon. Fórnarlömb og fjölskyldur þeirra eru því ekkert nær því að vita hvort einhverjum sé um að kenna eða hver beri ábyrgð á sprengingunni. Þetta kemur fram í ítarlegri umfjöllun breska ríkisútvarpsins um málið. Ráðist var í umfangsmikla rannsókn á sprengingunni í kjölfar hennar. Hún hefur hins vegar ítrekað verið sett á ís vegna deilna Tareks Bitar, dómara og aðalrannsakanda, og fyrrverandi ráðherra og hátt settra stjórnmálamanna. Þeir hafa ítrekað neitað að mæta til skýrslutöku og nokkrir þeirra kvartað formlega undan Bitar. Þá brutust út ofbeldisfull mótmæli vegna starfa Bitars sem leiddu til þess að sjö dóu. Málið hefur klofið ríkisstjórn landsins, sem hefur ekki fundað svo mánuðum skiptir. Óhætt er að segja að stjórnarkreppa ríkir í Líbanon, sem nauðsynlega þarf starfandi stjórnvöld til að taka á málum. Staða rannsóknarinnar hefur verið gagnrýnd alþjóðlega en Sameinuðu þjóðirnar, valda- og áhrifamestu alþjóðasamtök dagsins í dag, hafa hundsað hjálparköll. Sameinuðu þjóðirnar kölluðu, viku eftir sprenginguna, eftir því að fram færi sjálfstæð rannsókn á sprengingunni. Samkvæmt heimildum breska ríkisútvarpsins hafa SÞ hins vegar ítrekað hundsað hjálparbeiðnir fjölskyldna hinna látnu um afhendingu nauðsynlegra gagna. Sendu bréf á aðalritara Sameinuðu þjóðanna en ekkert svar hefur borist Lögmannafélagið Beirut Bar Association fer með mál nær allra þeirra sem voru fórnarlömb í sprengingunni. Það eru um tvö þúsund eftirlifendur og fjölskyldur fólks sem fórst í sprengingunni. Formaður félagsins hefur sent Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, þrjú bréf síðasta árið þar sem hann hefur óskað eftir upplýsingum frá SÞ. Engu þessara bréfa hefur verið svarað. Í bréfunum er óskað eftir tvennu; annars vegar gervihnattarmyndum sem teknar voru af aðildarríkjum SÞ af sprengisvæðinu daginn sem sprengingin varð; og hins vegar upplýsingum um það hvort Unifil, friðargæslusveitir Sameinuðu þjóðanna í Líbanon, hafi rannsakað farm skipsins MV Rhostus, skipið sem flutti gróðuráburðinn sem sprakk í loft upp, árið 2013 þegar það landaði áburðinum í Beirút. Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, hefur ekki svarað bréfum fjölskyldna fórnarlambanna.Getty/Jeff J Mitchell Rússland tilkynnti í síðustu viku að Roscosmos, geimvísindastofnun Rússlands, væri að undirbúa afhendingu gervihnattamynda sem teknar voru daginn sem sprengingin varð. Samkvæmt tilkynningunni hafði Michel Aoun, forseti Líbanon, óskað eftir afhendingu myndanna. Fyrsta bréfið var sent til Guterres þann 26. október 2020. Ítrekunarbréf var svo sent þremur vikum síðar, 19. nóvember, þar sem fram kom að hundrað dagar væru þá liðnir frá sprengingunni og að ekkert aðildarríki SÞ eða Unifil hefðu lagt fram gervihnattamyndir eða aðrar upplýsingar um sprenginguna. Þriðja bréfið var sent 17. mars á þessu ári. Þar segir: „Sjö mánuðir eru liðnir frá sprengingunni og fimm síðan við sendum bréfið okkar. Því miður hefur bréfi okkar ekki verið svarað. Líbanon er eitt stofnríkja Sameinuðu þjóðanna og er að biðja um hjálp.“
Sameinuðu þjóðirnar Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. 19. október 2021 15:53 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Sjá meira
Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Líbanska þingið samþykkti í dag að boða til þingkosninga 27. mars næstkomandi, sem gefur ríkisstjórn Najib Mikati forsætisráðherra aðeins nokkra mánuði til að koma á samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um fjárhagsaðstoð vegna kreppunnar sem skekur nú landið. 19. október 2021 15:53
Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27