Aron Kristjáns: Leikurinn var orðinn mjög líkamlegur Árni Gísli Magnússon skrifar 21. nóvember 2021 18:54 Aron Kristjánsson. VÍSIR/BÁRA Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember. Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Sjá meira
Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður í leikslok eftir nauman sigur gegn KA.Haukar voru yfir nær allan leikinn en KA sótti á undir lokin og komust einu marki yfir þegar rúmar þrjár mínútur lifðu leiks. Lokamínútan fór þó betur fyrir Hauka sem lönduðu að lokum þriggja marka sigri, 29-32. „Bara mjög ánægður með sigurinn, þetta var erfiður leikur. Við spiluðum virkilega vel í fyrri hálfleik og náðum ágætis forskoti en misnotum líka nokkur færi eins og víti í lokin í staðin fyrir að vera fimm mörkum yfir. Seinni hálfleikurinn var mjög erfiður, hann var orðinn mjög líkamlegur og mikið leyft og KA menn sóttu vel að okkur en við stóðumst álagið í lokin og kláruðum þetta.” Haukar eru að taka þátt í Evrópukeppni og spiluðu þar af leiðandi við Val á fimmtudaginn ásamt því að hafa spilað við ÍBV á mánudaginn og var þetta því þriðji leikur liðsins á innan við viku. Aron segir það hafa spilað inn í. „Við erum búnir að spila núna þrjá leiki á sex dögum og dómararnir leyfðu mikið og KA spilaði mjög framarlega þannig að það getur oft verið svolítið stirt þegar að leyfð eru mikil átök en við náum samt að brjóta ísinn og klára góðan sigur.” Kom það Aroni á óvart að KA liðið hafi mætt þeim svona framarlega? „Nei ekki þannig séð, þeir eru að spila bæði 6-0 og 3-2-1 og það er svo sem þekkt hérna fyrir norðan að vilja stundum spila 3-2-1 svolítið framarlega. Þeir spiluðu seinni hálfleik framar en þeir hafa verið að gera.” Haukar voru oft á tíðum að spila mjög langar sóknir sem enduðu oft á marki þegar höndin var komin upp. Aron segir það ekki hafa verið upplegið að hægja á leiknum en leikurinn hafi þróast þannig vegna þess að dómararnir hafi leyft mikið í dag. „KA brutu rosalega mikið og voru mjög ákafir og fengu að komast upp með að brjóta vel á okkur og það var mikið um hrindingar og slíkt þannig að við reyndum að spila þetta bara eftir þeirri línu sem dómararnir settu og þegar maður spilar svona framarlega og brýtur svona mikið af aukaköstum þá geta sóknirnar auðvitað lengst.” „Við förum til Rúmeníu á fimmtudaginn og spilum þar á laugardaginn og svo er FH á miðvikudeginum eftir að við komum heim og svo aftur Evrópuleikur á laugardegi þannig það er alveg þétt vikan líka næsta”, sagði Aron að lokum en Haukar mæta Focsani frá Rúmeníu ytra í fyrri leik liðanna laugardaginn 27. nóvember.
Olís-deild karla Haukar KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Aron enn einn lykilmaðurinn sem missir af Grikklandsleiknum Aldís Ásta og félagar fóru illa með liðið fyrir neðan þær í töflunni Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Sjá meira
Leik lokið: KA - Haukar 29-32 | Toppliðið sótti sigur norður Haukar styrktu stöðu sína á toppi Olís deildarinnar með þriggja marka sigri á KA á Akureyri í dag. 21. nóvember 2021 19:20