Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2021 20:16 Birnu Marínu Halldórsdóttur, 11 ára finnst miklu skemmtilegra að fara á hestbak en að þurfa að moka skítinn undan hestunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu. Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira
Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Sjá meira