Skemmtilegast að fara á bak – leiðinlegast að moka undan hestunum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 21. nóvember 2021 20:16 Birnu Marínu Halldórsdóttur, 11 ára finnst miklu skemmtilegra að fara á hestbak en að þurfa að moka skítinn undan hestunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá krökkum á Selfossi að geta nú fengið að komast inn í félagshesthús Hestamannafélagsins Sleipnis þar sem krakkarnir fá hest og reiðtygi til afnota, auk þess að fá reiðkennslu. Þá þurfa krakkarnir að moka undan hestunum, kemba þeim og hugsa um þá í félagshesthúsinu. Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Hestar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira
Félagshesthús Sleipnis er hugsað fyrir krakka á aldrinum 12 til 16 ára, sem eiga ekki foreldra eða forráðamenn, sem eru í hestum. Það er dýrt að kaupa og halda hest og því var ákveðið að bjóða upp á þennan valkost, sem hefur heldur betur slegið í gegn því nú eru tólf krakkar í þessu verkefni hjá Sleipni. Fyrirmyndin er m.a. sótt til Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði. „Það er náttúrulega mikið um hestamennsku hér og við lítum svo á að með þessu verkefni séum við svolítið að hjálpa börnum að komast í hestaíþróttir því það hefur verið frekar erfitt þegar það eru ekki til hestur og engin í fjölskyldunni í hestamennsku. Þetta er svona brúin þar fyrir þau að komast inn í það,“ segir Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis. Sigríður Magnea Björgvinsdóttir, formaður Sleipnis, sem er alsæl með félagshesthús félagsins og starfsemina þar sem hefur slegið í gegn hjá börnum og unglingum. Mánaðargjald er 32.500 krónur og innifalið er öll reiðtygi, hestur, reiðkennsla og aðgangur að frábæru æskulýðsstarfi Sleipnis.Magnús Hlynur Hreiðarsson Æskulýðsnefnd Sleipnis hefur verið að sópa að sér bikurum og öðrum verðlaunum undanfarið fyrir frábært starf. Nefndin fékk til dæmis nýlega hinn eftirsótta Æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. „Já, við höfum fengið mikið að verðlaunum í ár og það er bara frábært að fá þann heiður og metnað fyrir starfinu, að fá það viðurkennt. Börnin eru framtíðin í hestamannafélaginu, unga kynslóðin, þannig að við eigum að styðja við hana,“ segir Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis. Linda Björgvinsdóttir, formaður Æskulýðsnefndar Sleipnis er stolt af starfsemi nefndarinnar og hvað vel gengur að ná til barna og unglinga í hestamennskunni á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í reiðhöll Sleipnis fá krakkarnir kennslu í undirstöðuatriðum í reiðmennsku undir stjórn menntaðra reiðkennara. Krakkarnir í félagshesthúsinu er alsæl með framtak Sleipnis og að fá að vera með lánshesta og sjá um umhirðu þeirra. „Þetta er mjög gaman því við erum að læra allt það helsta um hesta og umhirðu þeirra,“ segir Eva Sóley Guðmundsdóttir 11 ára. En hvað er skemmtilegast við hestana og hvað er það leiðinlegasta? „Að fara á hestbak en leiðinlegast er að moka skítinn undan þeim“, segir Birna Marín Halldórsdóttir 11 ára. Eva Sóley Guðmundsdóttir, 11 ára finnst frábært að fara á hestbak og sjá um hestinn, sem hún er með í félagshesthúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Hestar Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Sjá meira