Héraðsdómari telur að gjá hafi skapast í umræðu um kynferðisbrot Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 21. nóvember 2021 16:04 Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Aðsend Héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík telur að ákveðin gjá hafi skapast í umræðunni um kynferðisbrot. Hún segir málin erfið og að umræðan skiptist í fylkingar - í staðinn fyrir að málin séu rædd á upplýstum grundvelli. Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan. Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Halldóra Þorsteinsdóttir, héraðsdómari og lektor við Háskólann í Reykjavík, var í viðtali á Sprengisandi í morgun. Hún segir mikla þróun í dómaframkvæmd hafi verið á undanförnum árum en telur að umræða um kynferðisbrotamál geti verið óvægin og mikilvægt sé að vera með réttar upplýsingar fyrir framan sig. Réttarkerfið sé þannig upp sett að, meta þurfi vafa sakborningi í hag. Meginreglan sé enn sem áður sú, að sakborningur sé talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð. Málin séu þannig rannsökuð sem autt blað í upphafi, með það að leiðarljósi að leiða hið sanna og rétta í ljós. „Orð-gegn-orði“ „Ég trúi því að við getum rætt þessi kynferðisbrot, við getum komist lengra, við getum stuðlað að aukinni fræðslu. Gripið inn í þetta til þess að reyna að komast til móts við almenning, og brotaþola auðvitað, án þess að við vörpum fyrir þessari reglu fyrir róða,“ segir Halldóra í viðtalinu. Halldóra segir að málaflokkurinn sé erfiður enda séu oft ekki aðrar sannanir en „orð-gegn-orði“ og því geti sönnunarstaða brotaþola verið erfið. Torvelt geti verið að dæma á þeim grundvelli, nema að öðrum sönnunargögnum sé fyrir að fara. „Það er bara vegna þess að við búum við þetta regluverk, að við þurfum að veita sakborningi mikinn rétt út frá mannréttindareglum. Þó að fólki kunni að koma það spánskt fyrir sjónir að við séum að tala um mannréttindi sakborninga, þá er það bara þannig,“ segir Halldóra. Þolendur vitni í eigin máli Halldóra segir þó mikilvægt að hlusta á þolendur og búa þannig um hnútana, að málsmeðferð verði auðvelduð á rannsóknarstigi, brotaþolum í hag. Í umræðunni hefur til dæmis verið nefnt til sögunnar að þolendur fái aðilastöðu og verði þannig ekki „vitni“ í eigin máli. „Ef við fáum fólk til að sjá og skilja af hverju reglurnar eru svona, þá drögum við úr þessari heift og við förum kannski ekki í þessa átt. Við bætum ekki ofbeldi, eins og hefur komið fram, með öðru ofbeldi. Ég held að þetta sé ekki leiðin sem að við viljum fara, ef við erum öll spurð,“ segir Halldóra. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan.
Kynferðisofbeldi Sprengisandur Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira