Neyðarfundur eftir niðurlæginguna gegn Watford - Solskjær rekinn og Zidane boðið gull og grænir skógar? Arnar Geir Halldórsson skrifar 21. nóvember 2021 08:00 Að hirða starfið af Solskjær? vísir/getty Manchester United tapaði á niðurlægjandi hátt fyrir nýliðum Watford í ensku úrvalsdeildinni í gær og hafa forráðamenn félagsins miklar áhyggjur af stöðu liðsins. Jadon Sanco, Raphael Varane og Cristiano Ronaldo gengu í raðir Man Utd síðasta sumar en spilamennska liðsins á tímabilinu hefur verið afar döpur og fannst mörgum taka steininn úr þegar liðið steinlá fyrir Watford, 4-1, í gær. Samkvæmt enska dagblaðinu Times var aðalstjórn félagsins boðuð til fundar um leið og flautað var til leiksloka á Vicarage Road og hófst fundurinn klukkutíma síðar. Framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, er í mikilli óvissu og jafnvel talið líklegt að niðurstaða fundarins hafi verið sú að reka Norðmanninn. Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, fullyrti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að búið væri að taka ákvörðun um að reka Solskjær. Aðeins ætti eftir að fá staðfestingu frá Joel Glazer áður en félagið myndi senda frá sér tilkynningu. Manchester United board have decided to fire Ole Gunnar Solskjær after 5 hour internal talk, confirmed. Mutual agreement to part ways now considered. #MUFCOnce Joel Glazer approves the decision, it will be confirmed and announced by Man United. pic.twitter.com/e9V7GeLIE7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2021 Engin tilkynning hefur enn verið gefin út af félaginu og hafa helstu fjölmiðlar Englands ekki heldur staðfest brottreksturinn. Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho þann 19.desember 2018. Honum hefur ekki tekist að vinna titil í stjóratíð sinni á Old Trafford. EXCLUSIVE: Manchester United have called an emergency board meeting to discuss Ole Gunnar Solskjaer s dismissal as manager. The Sunday Times understands the virtual meeting has been scheduled for 7pm with Solskjaer s compensation terms on its agenda. https://t.co/aaONCsyJW4— Times Sport (@TimesSport) November 20, 2021 Samkvæmt heimildum Times hafa æðstu stjórnendur Man Utd tekið ákvörðun um að setja aukinn kraft í viðræður við Zinedine Zidane og hefur Glazer fjölskyldan, sem á félagið, veitt stjórnarmönnum heimild til að bjóða Zidane stjarnfræðilegan launapakka fyrir að taka við liðinu. Zidane hætti þjálfun Real Madrid síðasta vor en hann hefur tvisvar sinnum stýrt liðinu til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang. Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Jadon Sanco, Raphael Varane og Cristiano Ronaldo gengu í raðir Man Utd síðasta sumar en spilamennska liðsins á tímabilinu hefur verið afar döpur og fannst mörgum taka steininn úr þegar liðið steinlá fyrir Watford, 4-1, í gær. Samkvæmt enska dagblaðinu Times var aðalstjórn félagsins boðuð til fundar um leið og flautað var til leiksloka á Vicarage Road og hófst fundurinn klukkutíma síðar. Framtíð Ole Gunnar Solskjær, stjóra liðsins, er í mikilli óvissu og jafnvel talið líklegt að niðurstaða fundarins hafi verið sú að reka Norðmanninn. Blaðamaðurinn virti, Fabrizio Romano, fullyrti rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi að búið væri að taka ákvörðun um að reka Solskjær. Aðeins ætti eftir að fá staðfestingu frá Joel Glazer áður en félagið myndi senda frá sér tilkynningu. Manchester United board have decided to fire Ole Gunnar Solskjær after 5 hour internal talk, confirmed. Mutual agreement to part ways now considered. #MUFCOnce Joel Glazer approves the decision, it will be confirmed and announced by Man United. pic.twitter.com/e9V7GeLIE7— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 20, 2021 Engin tilkynning hefur enn verið gefin út af félaginu og hafa helstu fjölmiðlar Englands ekki heldur staðfest brottreksturinn. Solskjær tók við liðinu af Jose Mourinho þann 19.desember 2018. Honum hefur ekki tekist að vinna titil í stjóratíð sinni á Old Trafford. EXCLUSIVE: Manchester United have called an emergency board meeting to discuss Ole Gunnar Solskjaer s dismissal as manager. The Sunday Times understands the virtual meeting has been scheduled for 7pm with Solskjaer s compensation terms on its agenda. https://t.co/aaONCsyJW4— Times Sport (@TimesSport) November 20, 2021 Samkvæmt heimildum Times hafa æðstu stjórnendur Man Utd tekið ákvörðun um að setja aukinn kraft í viðræður við Zinedine Zidane og hefur Glazer fjölskyldan, sem á félagið, veitt stjórnarmönnum heimild til að bjóða Zidane stjarnfræðilegan launapakka fyrir að taka við liðinu. Zidane hætti þjálfun Real Madrid síðasta vor en hann hefur tvisvar sinnum stýrt liðinu til sigurs í spænsku úrvalsdeildinni og unnið Meistaradeild Evrópu í þrígang.
Enski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira