Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 21:30 Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, er fædd í Póllandi en hefur verið búsett hér á landi í fjórtán ár. Vísir/Einar Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggist reyna að ná til óbólusettra með bólusetningarbíl, sem til dæmis á að aka á framkvæmdasvæði til að freista þess að hitta á erlenda verkamenn. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Fylgjast frekar með pólskum fréttum en íslenskum Langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi eru Pólverjar. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, kveðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún geti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga sé mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir.“ Hún segir upplifun sumra í fyrstu bylgju hafa verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis. „Eða að einhverjum upplýsingum sé haldið frá útlendingum.“ Hún telur málið ekki snúast um aðgengi. Þá telur hún ólíklegt að hægt verði að sannfæra þá sem eftir eru úr þessu. „Nema ef vinnurekendur eru að krefjast þess að starfsmenn séu bólusettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26 Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Greint var frá því í byrjun vikunnar að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggist reyna að ná til óbólusettra með bólusetningarbíl, sem til dæmis á að aka á framkvæmdasvæði til að freista þess að hitta á erlenda verkamenn. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Fylgjast frekar með pólskum fréttum en íslenskum Langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi eru Pólverjar. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, kveðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún geti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga sé mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir.“ Hún segir upplifun sumra í fyrstu bylgju hafa verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis. „Eða að einhverjum upplýsingum sé haldið frá útlendingum.“ Hún telur málið ekki snúast um aðgengi. Þá telur hún ólíklegt að hægt verði að sannfæra þá sem eftir eru úr þessu. „Nema ef vinnurekendur eru að krefjast þess að starfsmenn séu bólusettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26 Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Fleiri fréttir Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Sjá meira
Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26
Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17
Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41