Sumir upplifað að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. nóvember 2021 21:30 Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, er fædd í Póllandi en hefur verið búsett hér á landi í fjórtán ár. Vísir/Einar Pólverji búsettur á Íslandi telur að vantraust meðal samlanda sinna til íslenskra stjórnvalda gæti skýrt dræmari mætingu þeirra í bólusetningu. Fréttaflutningur og samfélagsmiðlaumræða í Póllandi geti einnig haft áhrif. Greint var frá því í byrjun vikunnar að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggist reyna að ná til óbólusettra með bólusetningarbíl, sem til dæmis á að aka á framkvæmdasvæði til að freista þess að hitta á erlenda verkamenn. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Fylgjast frekar með pólskum fréttum en íslenskum Langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi eru Pólverjar. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, kveðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún geti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga sé mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir.“ Hún segir upplifun sumra í fyrstu bylgju hafa verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis. „Eða að einhverjum upplýsingum sé haldið frá útlendingum.“ Hún telur málið ekki snúast um aðgengi. Þá telur hún ólíklegt að hægt verði að sannfæra þá sem eftir eru úr þessu. „Nema ef vinnurekendur eru að krefjast þess að starfsmenn séu bólusettir.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26 Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Greint var frá því í byrjun vikunnar að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hyggist reyna að ná til óbólusettra með bólusetningarbíl, sem til dæmis á að aka á framkvæmdasvæði til að freista þess að hitta á erlenda verkamenn. Í ágúst voru tólf prósent sextán ára og eldri óbólusett á Íslandi. Meirihluti, eða 60,4 prósent, var með erlent ríkisfang. Þegar litið er á íbúa með erlent ríkisfang í heild voru 48 prósent þeirra óbólusett í ágúst. Fylgjast frekar með pólskum fréttum en íslenskum Langstærsti hópur innflytjenda á Íslandi eru Pólverjar. Agnieszka Sokolowska, þjónustufulltrúi hjá Reykjavíkurborg, fædd í Póllandi en búsett hér á landi í fjórtán ár, kveðst hafa tekið eftir ótta við bólusetningar meðal samlanda sinna, þó að hún geti að sjálfsögðu ekki talað fyrir hönd allra. Hreyfing bólusetningarandstæðinga sé mjög sterk í Póllandi. „Og þetta hefur áhrif. Pólverjar hér á Íslandi eru oft að fylgjast með fréttunum frá heimalandi sínu, ekki sérstaklega íslenskum fréttum. Og það er bara áhyggjur um óöryggi bóluefnisins eða aukaverkanir.“ Hún segir upplifun sumra í fyrstu bylgju hafa verið á þá leið að Íslendingar ættu frekar tilkall til bóluefnis. „Eða að einhverjum upplýsingum sé haldið frá útlendingum.“ Hún telur málið ekki snúast um aðgengi. Þá telur hún ólíklegt að hægt verði að sannfæra þá sem eftir eru úr þessu. „Nema ef vinnurekendur eru að krefjast þess að starfsmenn séu bólusettir.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26 Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17 Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Segir ekki rétt að Ísland tækli sóttkví allt öðruvísi en nágrannarnir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir rangfærslur um framkvæmd sóttkvíar í nálægum löndum vegna COVID-19 að umtalsefni í pistli sínum á Covid.is í dag. Hann segir Norðurlandaþjóðirnar útfæra sóttkví á ólíkan máta og alls ekki þannig að framkvæmd Íslands sé á skjön við hin Norðurlöndin. 19. nóvember 2021 16:26
Veigrar sér við að sækja vinnu hjá eigin fyrirtæki vegna óbólusetts undirmanns Eigandi fyrirtækis veigrar sér nú við því að mæta til vinnu þar sem einn undirmanna hans hefur ekki og hyggst ekki þiggja bólusetningu. Atvinnurekandinn, sem vill ekki koma fram undir nafni, er ónæmisbældur og í áhættuhóp vegna Covid-19. 19. nóvember 2021 11:17
Öllum Austurríkismönnum gert að halda sig heima í tíu daga og krafa gerð um bólusetningu Stjórnvöld í Austurríki hafa ákveðið að loka samfélaginu í tíu daga vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Öllum landsmönnum, bæði bólusettum og óbólusettum, hefur þannig verið gert að halda sig heima í tíu daga, frá og með næsta mánudegi. Þá verði gerð krafa um bólusetningu frá 1. febrúar næstkomandi. 19. nóvember 2021 07:41