Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Haukar 56-63 | Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur Atli Arason skrifar 21. nóvember 2021 22:19 Úr leik hjá Haukum. Vísir/Bára Dröfn Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deildinni í körfubolta í kvöld en gestirnir unnu sjö stiga sigur, 56-63. Haukar voru skrefi á undan frá byrjun leiks þegar Tinna Guðrún setur þriggja stiga körfu á 1. mínútu en Njarðvíkingar voru þó aldrei langt á eftir. Haukar leiddu leikin þangað til um miðbik fyrsta leikhluta þegar Lára Ösp kemur Njarðvíkingum yfir í stöðunni 6-5. Njarðvíkingar reyndu hvað þær gátu að slíta gestina frá sér og komust þær mest í 5 stiga forskot, bæði í fyrsta leikhluta og í leiknum, undir lok leikhlutans í stöðunni 16-11. Haukar skoruðu svo síðustu tvö stig fyrsta leikhlutans. Annar leikhluti er jafn framan af. Báðum liðum gengur illa að hitta í upphafi og varnirnar voru oftar en ekki að þvinga sóknunum í erfið skot. Þegar fjórar mínútur eru liðnar þá jafna Haukar í stöðunni 19-19. Njarðvíkingar ná aftur yfirhöndinni og eru yfir, 24-21, þegar þrista regn Hauka hefst. Fyrst er það Sólrún Inga sem jafnar leikin í 24-24, Tinna tekur næsta áður en Sólrún setur annan. Níu stig í röð frá Haukum á tæpri mínútu og staðan allt í einu orðin 24-30, gestunum í vil. Sólrún gerir svo annan þrist áður en að leikhlutinn er úti, á milli þess sem Lavína De Silva gerir fjögur stig af vítalínunni fyrir Njarðvík. Hálfleikstölur, 28-33. Haukar halda áfram að bæta í forystu sína í þriðja leikhluta og ná mest að komast í 11 stiga forskot þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum og aftur var það eftir körfu frá Sólrúnu, að þessu sinni innan teigs. Heimakonur reyndu hvað þær gátu að brúa bilið en alltaf fundu Haukar annan gír til að svara Njarðvíkingum. Haukar unnu þriðja leikhluta að lokum með 3 stigum, 10-13, og voru því með 8 stiga forskot fyrir lokaleikhlutan, 38-46. Njarðvíkingar komu töluvert grimmari út í loka fjórðunginn og skoruðu nánast af vild. Þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var Njarðvík allt í einu búið að minnka muninn niður í eitt stig, 47-48. Baráttan var mikil á öllum vígstöðvum vallarins og ekkert var gefið eftir. Þegar þrjár mínútur voru eftir tókst Lavína De Silva að jafna leikinn í 51-51. Nær komust Njarðvíkingar þó ekki þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar gerðu 12 stig gegn einungis fimm frá Njarðvík á síðustu þremur mínútum og stigin tvö fara því heim með Haukum í Hafnarfjörðinn. Lokatölur, 56-63. Af hverju unnu Haukar? Þegar vörn Njarðvíkur var að loka ágætlega á sóknarleik Hauka þá fundu gestirnir frá Ásvöllum glufur fyrir þriggja stiga tilraunum sem flestar fóru rakleiðis ofan í. Haukar hittu úr 8 af 22 þriggja stiga tilraunum sínum á meðan Njarðvík hitti einungis úr 3 af 18. Njarðvík var einnig með 22 tapaða bolta gegn 10 frá Haukum, sem er stór ástæða fyrir því að Haukar fengu að taka 14 fleiri skot utan af velli í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Sólrún Inga Gísladóttir var besti leikmaður vallarins í kvöld. Sólrún var stigahæst með 21 stig, 83% skotnýtingu í þriggja stiga tilraunum. Sólrún tók eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar og fékk því flesta framlagspunkta, 22. Hjá Njarðvík átti Lavína De Silva fínan leik. Lavína var með 22 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Njarðvík á næst útileik gegn Fjölni á miðvikudaginn næsta. Degi síðar eiga Haukar evrópuleik gegn Tarbes í Ólafssal. „Eitthvað sem við þurfum virkilega að vinna að“ Rúnar Ingi Erlingsson.Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur að hafa tapað þessum leik eftir að hafa verið inn í leiknum þegar einungis þrjár mínútur voru eftir. „Hrikalega svekkjandi að tapa þessum leik. Það kom mér samt smá á óvart að við værum í smá séns að stela þessu í fjórða leikhluta þegar við gerðum ágætis áhlaup og jöfnuðum leikinn. Heilt yfir í 40 mínútur vorum við arfa slakar sóknarlega. Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að vinna að,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. Rúnar hafði áður sagt að liðið sitt þyfti að læra að spila með senter. Senterinn þeirra, Lavína De Silva endaði stigahæst í liði Njarðvíkur í dag en Rúnar telur þó enn þá margt vanta upp á. „Já og nei. Við erum stundum rosalega hikandi þegar hún er með góða stöðu og bíðum allt of lengi. Haukarnir voru að stela boltum því þær voru búnar að lesa okkur fyrir löngu síðan. Þetta er bara reynsla, ákveðni og smá körfubolta greind að vita hvar og hvenær þú átt að gefa boltann. Við erum að finna hana meira á drive-inu en svona heilt yfir, til dæmis í þessum leik, þegar stóru leikmennirnir í Haukunum hjálpa ansi mikið á drive-ið þá eigum við að geta búið til enn þá fleiri sniðskot. Þetta gekk ekki í dag og það er eitthvað sem við þurfum að skoða, fara yfir og laga.“ Rúnar var líflegur á hliðarlínunni í kvöld, eins og oft áður, að reyna að koma skilaboðum sínum til leikmanna sinna. „Við erum með ákveðin system og við förum síðan líka yfir það á æfingum hvernig við getum breytt til inn í leikjum. Þú þarft samt að vera einbeittur til að geta brugðist við inn í leik hvernig þær eru að dekka okkur og þá eigum við ákveðna valmöguleika en við vorum oft að fara á vitlausa hlið og leikmenn ekki í réttum stöðum. Það er bara fókus, ég var að reyna að ýta í þær svo þær myndu koma sér á rétta staði svo við gætum hlaupið hlutina rétt,“ svaraði Rúnar aðspurður að því hvað hann væri að reyna að koma að til sinna leikmanna af hliðarlínunni, áður en hann bætti við, „Þetta verður örugglega ekki betra á miðvikudaginn, heilt yfir, en vonandi verðum við búnar að stíga kannski eitt skref en það eru sex mánuðir eftir af þessu tímabili og jafnt og þétt þá ætlum við að verða betri.“ „Varnarleikurinn hélt“ Bjarni Magnússon Haukarvísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og þá baráttu sem liðið sitt sýndi í leiknum. „Þetta var bara hörku leikur. Ég var ánægður með baráttuna í liðinu, eins og ég talaði um fyrir leik að við þyrftum að vera með það í lagi og það var svo sannarlega til staðar. Varnarleikurinn gekk bara á löngum köflum mjög vel upp. Bæði lið voru kannski ekki að hitta vel en mér fannst við vera að fá trekk í trekk opin færi sóknarlega til að geta klárað þær betur. Heilt yfir er ég mjög ánægður með stelpurnar í kvöld,“ sagði Baddi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum bara að fókusa á okkur og leita að lausnum varnarlega og sóknarlega. Varnarleikurinn hélt og þó svo að við höfum ekki skorað mikið þá vorum við að fá færi í gegnum leikinn fyrir utan kannski alveg í byrjun. Solla [Sólrún Inga Gísladóttir] var að setja skotið vel, Tinna [Guðrún Alexandersdóttir] var mjög góð, Lovísa [Björt Henningsdóttir] var sterk sóknarlega og þær voru kannski að bera okkur uppi í að setja stig á töfluna.“ Aliyah Collier hefur verið einn besti leikmaður Njarðvíkur á tímabilinu. Baddi sagði fyrir leik að Haukarnir yrðu að stöðva hana en gestunum tókst að halda henni undir flestum af sínum meðaltölum í leiknum í kvöld. „Hún var að setja eitthvað af stigum en við vorum að reyna að gera henni ekki auðvelt fyrir, að hún fengi ekki sín skot út um allt og við vorum að framkvæma það nokkuð vel“ Baddi minnti liðið sitt af hverju þær eru í þessu og hver markmið þeirra í vetur væru. „Það er flott að koma í Njarðvík og vinna topp liðið. Þær ætla sér að vinna titla heyrði ég í einhverjum viðtölum. Það er bara flott hjá þeim og við þurftum líka minna okkur á það sjálfar að við ætlum að sýna eitthvað í vetur og gera okkur breiðar á þessu toppsviði,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að lokum. Subway-deild kvenna UMF Njarðvík Haukar
Haukar gerðu góða ferð til Njarðvíkur í Subway deildinni í körfubolta í kvöld en gestirnir unnu sjö stiga sigur, 56-63. Haukar voru skrefi á undan frá byrjun leiks þegar Tinna Guðrún setur þriggja stiga körfu á 1. mínútu en Njarðvíkingar voru þó aldrei langt á eftir. Haukar leiddu leikin þangað til um miðbik fyrsta leikhluta þegar Lára Ösp kemur Njarðvíkingum yfir í stöðunni 6-5. Njarðvíkingar reyndu hvað þær gátu að slíta gestina frá sér og komust þær mest í 5 stiga forskot, bæði í fyrsta leikhluta og í leiknum, undir lok leikhlutans í stöðunni 16-11. Haukar skoruðu svo síðustu tvö stig fyrsta leikhlutans. Annar leikhluti er jafn framan af. Báðum liðum gengur illa að hitta í upphafi og varnirnar voru oftar en ekki að þvinga sóknunum í erfið skot. Þegar fjórar mínútur eru liðnar þá jafna Haukar í stöðunni 19-19. Njarðvíkingar ná aftur yfirhöndinni og eru yfir, 24-21, þegar þrista regn Hauka hefst. Fyrst er það Sólrún Inga sem jafnar leikin í 24-24, Tinna tekur næsta áður en Sólrún setur annan. Níu stig í röð frá Haukum á tæpri mínútu og staðan allt í einu orðin 24-30, gestunum í vil. Sólrún gerir svo annan þrist áður en að leikhlutinn er úti, á milli þess sem Lavína De Silva gerir fjögur stig af vítalínunni fyrir Njarðvík. Hálfleikstölur, 28-33. Haukar halda áfram að bæta í forystu sína í þriðja leikhluta og ná mest að komast í 11 stiga forskot þegar tæpar fjórar mínútur voru liðnar af leikhlutanum og aftur var það eftir körfu frá Sólrúnu, að þessu sinni innan teigs. Heimakonur reyndu hvað þær gátu að brúa bilið en alltaf fundu Haukar annan gír til að svara Njarðvíkingum. Haukar unnu þriðja leikhluta að lokum með 3 stigum, 10-13, og voru því með 8 stiga forskot fyrir lokaleikhlutan, 38-46. Njarðvíkingar komu töluvert grimmari út í loka fjórðunginn og skoruðu nánast af vild. Þegar tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum þá var Njarðvík allt í einu búið að minnka muninn niður í eitt stig, 47-48. Baráttan var mikil á öllum vígstöðvum vallarins og ekkert var gefið eftir. Þegar þrjár mínútur voru eftir tókst Lavína De Silva að jafna leikinn í 51-51. Nær komust Njarðvíkingar þó ekki þrátt fyrir hetjulega baráttu. Haukar gerðu 12 stig gegn einungis fimm frá Njarðvík á síðustu þremur mínútum og stigin tvö fara því heim með Haukum í Hafnarfjörðinn. Lokatölur, 56-63. Af hverju unnu Haukar? Þegar vörn Njarðvíkur var að loka ágætlega á sóknarleik Hauka þá fundu gestirnir frá Ásvöllum glufur fyrir þriggja stiga tilraunum sem flestar fóru rakleiðis ofan í. Haukar hittu úr 8 af 22 þriggja stiga tilraunum sínum á meðan Njarðvík hitti einungis úr 3 af 18. Njarðvík var einnig með 22 tapaða bolta gegn 10 frá Haukum, sem er stór ástæða fyrir því að Haukar fengu að taka 14 fleiri skot utan af velli í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Sólrún Inga Gísladóttir var besti leikmaður vallarins í kvöld. Sólrún var stigahæst með 21 stig, 83% skotnýtingu í þriggja stiga tilraunum. Sólrún tók eitt frákast og gaf þrjár stoðsendingar og fékk því flesta framlagspunkta, 22. Hjá Njarðvík átti Lavína De Silva fínan leik. Lavína var með 22 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar. Hvað gerist næst? Njarðvík á næst útileik gegn Fjölni á miðvikudaginn næsta. Degi síðar eiga Haukar evrópuleik gegn Tarbes í Ólafssal. „Eitthvað sem við þurfum virkilega að vinna að“ Rúnar Ingi Erlingsson.Facebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var svekktur að hafa tapað þessum leik eftir að hafa verið inn í leiknum þegar einungis þrjár mínútur voru eftir. „Hrikalega svekkjandi að tapa þessum leik. Það kom mér samt smá á óvart að við værum í smá séns að stela þessu í fjórða leikhluta þegar við gerðum ágætis áhlaup og jöfnuðum leikinn. Heilt yfir í 40 mínútur vorum við arfa slakar sóknarlega. Það er eitthvað sem við þurfum virkilega að vinna að,“ sagði Rúnar í viðtali við Vísi eftir leik. Rúnar hafði áður sagt að liðið sitt þyfti að læra að spila með senter. Senterinn þeirra, Lavína De Silva endaði stigahæst í liði Njarðvíkur í dag en Rúnar telur þó enn þá margt vanta upp á. „Já og nei. Við erum stundum rosalega hikandi þegar hún er með góða stöðu og bíðum allt of lengi. Haukarnir voru að stela boltum því þær voru búnar að lesa okkur fyrir löngu síðan. Þetta er bara reynsla, ákveðni og smá körfubolta greind að vita hvar og hvenær þú átt að gefa boltann. Við erum að finna hana meira á drive-inu en svona heilt yfir, til dæmis í þessum leik, þegar stóru leikmennirnir í Haukunum hjálpa ansi mikið á drive-ið þá eigum við að geta búið til enn þá fleiri sniðskot. Þetta gekk ekki í dag og það er eitthvað sem við þurfum að skoða, fara yfir og laga.“ Rúnar var líflegur á hliðarlínunni í kvöld, eins og oft áður, að reyna að koma skilaboðum sínum til leikmanna sinna. „Við erum með ákveðin system og við förum síðan líka yfir það á æfingum hvernig við getum breytt til inn í leikjum. Þú þarft samt að vera einbeittur til að geta brugðist við inn í leik hvernig þær eru að dekka okkur og þá eigum við ákveðna valmöguleika en við vorum oft að fara á vitlausa hlið og leikmenn ekki í réttum stöðum. Það er bara fókus, ég var að reyna að ýta í þær svo þær myndu koma sér á rétta staði svo við gætum hlaupið hlutina rétt,“ svaraði Rúnar aðspurður að því hvað hann væri að reyna að koma að til sinna leikmanna af hliðarlínunni, áður en hann bætti við, „Þetta verður örugglega ekki betra á miðvikudaginn, heilt yfir, en vonandi verðum við búnar að stíga kannski eitt skref en það eru sex mánuðir eftir af þessu tímabili og jafnt og þétt þá ætlum við að verða betri.“ „Varnarleikurinn hélt“ Bjarni Magnússon Haukarvísir/vilhelm Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var ánægður með sigurinn og þá baráttu sem liðið sitt sýndi í leiknum. „Þetta var bara hörku leikur. Ég var ánægður með baráttuna í liðinu, eins og ég talaði um fyrir leik að við þyrftum að vera með það í lagi og það var svo sannarlega til staðar. Varnarleikurinn gekk bara á löngum köflum mjög vel upp. Bæði lið voru kannski ekki að hitta vel en mér fannst við vera að fá trekk í trekk opin færi sóknarlega til að geta klárað þær betur. Heilt yfir er ég mjög ánægður með stelpurnar í kvöld,“ sagði Baddi í viðtali við Vísi eftir leik. „Við erum bara að fókusa á okkur og leita að lausnum varnarlega og sóknarlega. Varnarleikurinn hélt og þó svo að við höfum ekki skorað mikið þá vorum við að fá færi í gegnum leikinn fyrir utan kannski alveg í byrjun. Solla [Sólrún Inga Gísladóttir] var að setja skotið vel, Tinna [Guðrún Alexandersdóttir] var mjög góð, Lovísa [Björt Henningsdóttir] var sterk sóknarlega og þær voru kannski að bera okkur uppi í að setja stig á töfluna.“ Aliyah Collier hefur verið einn besti leikmaður Njarðvíkur á tímabilinu. Baddi sagði fyrir leik að Haukarnir yrðu að stöðva hana en gestunum tókst að halda henni undir flestum af sínum meðaltölum í leiknum í kvöld. „Hún var að setja eitthvað af stigum en við vorum að reyna að gera henni ekki auðvelt fyrir, að hún fengi ekki sín skot út um allt og við vorum að framkvæma það nokkuð vel“ Baddi minnti liðið sitt af hverju þær eru í þessu og hver markmið þeirra í vetur væru. „Það er flott að koma í Njarðvík og vinna topp liðið. Þær ætla sér að vinna titla heyrði ég í einhverjum viðtölum. Það er bara flott hjá þeim og við þurftum líka minna okkur á það sjálfar að við ætlum að sýna eitthvað í vetur og gera okkur breiðar á þessu toppsviði,“ sagði Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum