Íhugar enn hvort tilefni sé til að herða Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2021 12:06 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir of snemmt að fagna smittölum gærdagsins, þeim lægstu í tíu daga. Hann mun ákveða um helgina hvort hann skili inn minnisblaði um hertar sóttvarnaaðgerðir. 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki greinst færri í tíu daga, eða síðan 7. nóvember. Þá liggja tuttugu inni á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19 og fækkar um einn síðan í gær. Fjórir eru á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að tölur geti verið mjög breytilegar milli daga. „Við getum alveg eins átt von á því að þetta fari eitthvað aðeins upp aftur og aðeins niður. Verði ekki bein lína. En ég vona svo sannarlega að þetta séu vísbendingar um að þetta sé að þokast niður og þessar ráðstafanir og aðgerðir fólks og einstaklinga séu farnar að bera árangur,“ segir Þórólfur. Skoða endurskilgreiningu á fullri bólusetningu Koma þurfi nýsmituðum niður í 40-50 á dag til að faraldurinn verði viðráðanlegur fyrir kerfið. Það gæti tekið einhverjar vikur. Ekki sé útséð með hvort Þórólfur leggi til hertar aðgerðir. Afléttingar séu ekki inni í myndinni núna af hans hálfu. „Ég mun bara taka ákvörðun um helgina hvort ég sendi nýtt minnisblað eða ekki. Það fer bara eftir því hvernig þróunin verður núna áfram.“ Þá velti framhaldið einnig á því hver árangur af þriðja bóluefnaskammti, örvunarskammtinum svokallaða, verði. Grannt verði fylgst með því. Þá sé til skoðunar hvort skilgreiningu á fullri bólusetningu verði breytt þegar fram líða stundir. „Hvernig við útfærum það nákvæmlega, hvort við munum endurskilgreina fulla bólusetningu sem þrjár sprautur og þá eru kvaðir í samræmi við það eða hvort við munum skilgreina þetta sem þriðju bólusetningu af þremur, það hefur ekki verið að fullu leyst. Ef við sjáum gríðarlega góðan árangur sem ég er að vonast til þá getum við kannski með betri rökum gert kröfu um það að full bólusetning er þrír skammtar en ekki tveir,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46 126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21 Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og hafa ekki greinst færri í tíu daga, eða síðan 7. nóvember. Þá liggja tuttugu inni á sjúkrahúsum á landinu vegna Covid-19 og fækkar um einn síðan í gær. Fjórir eru á gjörgæslu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir bendir á að tölur geti verið mjög breytilegar milli daga. „Við getum alveg eins átt von á því að þetta fari eitthvað aðeins upp aftur og aðeins niður. Verði ekki bein lína. En ég vona svo sannarlega að þetta séu vísbendingar um að þetta sé að þokast niður og þessar ráðstafanir og aðgerðir fólks og einstaklinga séu farnar að bera árangur,“ segir Þórólfur. Skoða endurskilgreiningu á fullri bólusetningu Koma þurfi nýsmituðum niður í 40-50 á dag til að faraldurinn verði viðráðanlegur fyrir kerfið. Það gæti tekið einhverjar vikur. Ekki sé útséð með hvort Þórólfur leggi til hertar aðgerðir. Afléttingar séu ekki inni í myndinni núna af hans hálfu. „Ég mun bara taka ákvörðun um helgina hvort ég sendi nýtt minnisblað eða ekki. Það fer bara eftir því hvernig þróunin verður núna áfram.“ Þá velti framhaldið einnig á því hver árangur af þriðja bóluefnaskammti, örvunarskammtinum svokallaða, verði. Grannt verði fylgst með því. Þá sé til skoðunar hvort skilgreiningu á fullri bólusetningu verði breytt þegar fram líða stundir. „Hvernig við útfærum það nákvæmlega, hvort við munum endurskilgreina fulla bólusetningu sem þrjár sprautur og þá eru kvaðir í samræmi við það eða hvort við munum skilgreina þetta sem þriðju bólusetningu af þremur, það hefur ekki verið að fullu leyst. Ef við sjáum gríðarlega góðan árangur sem ég er að vonast til þá getum við kannski með betri rökum gert kröfu um það að full bólusetning er þrír skammtar en ekki tveir,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46 126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21 Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54 Mest lesið Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Lífið Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Ferðalangar taki mið af hríð og hvössum vindum Veður Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fleiri fréttir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Sjá meira
Grímunotkun meira en helmingar líkurnar á smiti Grímunotkun er áhrifamesta lýðheilsuráðstöfunin sem gripið hefur verið til í þeim tilgangi að takmarka dreifingu kórónuveirunnar. Þetta eru niðurstöður samantektar vísindamanna á meira en 30 rannsóknum víðsvegar í heiminum. 18. nóvember 2021 10:46
126 greindust innanlands í gær 126 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 67 af þeim 126 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 53 prósent. 59 voru utan sóttkvíar, eða 47 prósent. 18. nóvember 2021 09:21
Um 300 létust af völdum Covid í Þýskalandi í gær Þjóðverjar takast nú á við erfiða fjórðu bylgju Covid, að sögn Angelu Merkel kanslara, sem hittir alla ríkisstjóra landsins á krísufundi í dag. Tæplega 53 þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og hefur sú tala aldrei verið hærri frá upphafi faraldursins. 18. nóvember 2021 06:54