Frjálslyndið vaknar í Rangárvallasýslu Bjarki Eiríksson skrifar 18. nóvember 2021 08:00 Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra. „Er þá þörf fyrir nýtt stjórnmálaafl á svæðinu?“ gætu þá einhverjir spurt sig. Já, svo sannarlega. Það er þörf og rými fyrir frjálslynt stjórnmálaafl, sem mun verða kærkomin viðbót í stjórnmálaflóru Rangárvallasýslu og vonandi glæða lífi og litum í sveitarstjórnarmálin á svæðinu. Því munum við, næstkomandi laugardag, 20. nóvember klukkan 11, stofna nýtt félag Viðreisnar í Rangárvallasýslu og verður stofnfundurinn haldinn í Menningarsalnum á Hellu. Af hverju þarf nýtt af núna? „Af hverju núna?“ gætu sumir spurt sig. Hvers vegna í ósköpunum við stöndum því í að stofna til nýrrar stjórnmálahreyfingar á meðan Sjálfstæðisflokkur nýtur svo mikils stuðnings í Rangárþingi Ytra og Framsóknarflokkur í Eystra og svo eiga óháðu framboðin sína fulltrúa í sveitarstjórnum. Jú einmitt vegna þess að ef ekki nú, hvenær þá? Ég hef trú á að á svæðinu leynist frjálslynt fólk á öllum aldri sem vill hrista upp í hlutunum og gera breytingar á stjórnsýslunni. Sérstaklega að auka fagmennsku innan hennar sem og gagnsæi, í bland við meðal annars umhverfis- og lýðheilsumál og vinna að lausnum til að gera búsetu fyrir ungt fólk meira aðlaðandi. Frjálslyndi, mannréttindi, fagleg stjórnsýsla og almannahagsmunir Þarna úti eru trúlega fleiri en ég sem tengja við það að vera pólitískt landlaus. Í leit að stjórnmálahreyfingu með gildi sem ríma betur við þeirra eigin en þeir flokkar sem fyrir eru í Rangárvallasýslu? Sem telja sig annað hvort til miðju- eða hægri á stjórnmálarófinu en hugnast ekki hugmyndafræði gömlu flokkanna. Það er einmitt þess vegna sem að okkur þykir tímabært að stofna svæðisfélag Viðreisnar í Rangárvallasýslu. Von mín er sú að með tilkomu Viðreisnar í Rangárvallasýslu munu fleiri einstaklingar sem aðhyllast frjálslynda hugmyndafræði, styðja mannréttindi og mannréttindabaráttu, vilja taka stór skref í umhverfis- og loftslagsmálum og síðast en ekki síst, láta almannahagsmuni ganga framar sérhagsmunum, verða meira áberandi í stjórnmálum og stjórnsýslu sveitarfélaganna á svæðinu og ganga til liðs við rísandi afl í íslenskum stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi. Höfundur er áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Rangárþing ytra Rangárþing eystra Bjarki Eiríksson Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra. „Er þá þörf fyrir nýtt stjórnmálaafl á svæðinu?“ gætu þá einhverjir spurt sig. Já, svo sannarlega. Það er þörf og rými fyrir frjálslynt stjórnmálaafl, sem mun verða kærkomin viðbót í stjórnmálaflóru Rangárvallasýslu og vonandi glæða lífi og litum í sveitarstjórnarmálin á svæðinu. Því munum við, næstkomandi laugardag, 20. nóvember klukkan 11, stofna nýtt félag Viðreisnar í Rangárvallasýslu og verður stofnfundurinn haldinn í Menningarsalnum á Hellu. Af hverju þarf nýtt af núna? „Af hverju núna?“ gætu sumir spurt sig. Hvers vegna í ósköpunum við stöndum því í að stofna til nýrrar stjórnmálahreyfingar á meðan Sjálfstæðisflokkur nýtur svo mikils stuðnings í Rangárþingi Ytra og Framsóknarflokkur í Eystra og svo eiga óháðu framboðin sína fulltrúa í sveitarstjórnum. Jú einmitt vegna þess að ef ekki nú, hvenær þá? Ég hef trú á að á svæðinu leynist frjálslynt fólk á öllum aldri sem vill hrista upp í hlutunum og gera breytingar á stjórnsýslunni. Sérstaklega að auka fagmennsku innan hennar sem og gagnsæi, í bland við meðal annars umhverfis- og lýðheilsumál og vinna að lausnum til að gera búsetu fyrir ungt fólk meira aðlaðandi. Frjálslyndi, mannréttindi, fagleg stjórnsýsla og almannahagsmunir Þarna úti eru trúlega fleiri en ég sem tengja við það að vera pólitískt landlaus. Í leit að stjórnmálahreyfingu með gildi sem ríma betur við þeirra eigin en þeir flokkar sem fyrir eru í Rangárvallasýslu? Sem telja sig annað hvort til miðju- eða hægri á stjórnmálarófinu en hugnast ekki hugmyndafræði gömlu flokkanna. Það er einmitt þess vegna sem að okkur þykir tímabært að stofna svæðisfélag Viðreisnar í Rangárvallasýslu. Von mín er sú að með tilkomu Viðreisnar í Rangárvallasýslu munu fleiri einstaklingar sem aðhyllast frjálslynda hugmyndafræði, styðja mannréttindi og mannréttindabaráttu, vilja taka stór skref í umhverfis- og loftslagsmálum og síðast en ekki síst, láta almannahagsmuni ganga framar sérhagsmunum, verða meira áberandi í stjórnmálum og stjórnsýslu sveitarfélaganna á svæðinu og ganga til liðs við rísandi afl í íslenskum stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi. Höfundur er áhugamaður um stjórnmál.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun