Frjálslyndið vaknar í Rangárvallasýslu Bjarki Eiríksson skrifar 18. nóvember 2021 08:00 Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra. „Er þá þörf fyrir nýtt stjórnmálaafl á svæðinu?“ gætu þá einhverjir spurt sig. Já, svo sannarlega. Það er þörf og rými fyrir frjálslynt stjórnmálaafl, sem mun verða kærkomin viðbót í stjórnmálaflóru Rangárvallasýslu og vonandi glæða lífi og litum í sveitarstjórnarmálin á svæðinu. Því munum við, næstkomandi laugardag, 20. nóvember klukkan 11, stofna nýtt félag Viðreisnar í Rangárvallasýslu og verður stofnfundurinn haldinn í Menningarsalnum á Hellu. Af hverju þarf nýtt af núna? „Af hverju núna?“ gætu sumir spurt sig. Hvers vegna í ósköpunum við stöndum því í að stofna til nýrrar stjórnmálahreyfingar á meðan Sjálfstæðisflokkur nýtur svo mikils stuðnings í Rangárþingi Ytra og Framsóknarflokkur í Eystra og svo eiga óháðu framboðin sína fulltrúa í sveitarstjórnum. Jú einmitt vegna þess að ef ekki nú, hvenær þá? Ég hef trú á að á svæðinu leynist frjálslynt fólk á öllum aldri sem vill hrista upp í hlutunum og gera breytingar á stjórnsýslunni. Sérstaklega að auka fagmennsku innan hennar sem og gagnsæi, í bland við meðal annars umhverfis- og lýðheilsumál og vinna að lausnum til að gera búsetu fyrir ungt fólk meira aðlaðandi. Frjálslyndi, mannréttindi, fagleg stjórnsýsla og almannahagsmunir Þarna úti eru trúlega fleiri en ég sem tengja við það að vera pólitískt landlaus. Í leit að stjórnmálahreyfingu með gildi sem ríma betur við þeirra eigin en þeir flokkar sem fyrir eru í Rangárvallasýslu? Sem telja sig annað hvort til miðju- eða hægri á stjórnmálarófinu en hugnast ekki hugmyndafræði gömlu flokkanna. Það er einmitt þess vegna sem að okkur þykir tímabært að stofna svæðisfélag Viðreisnar í Rangárvallasýslu. Von mín er sú að með tilkomu Viðreisnar í Rangárvallasýslu munu fleiri einstaklingar sem aðhyllast frjálslynda hugmyndafræði, styðja mannréttindi og mannréttindabaráttu, vilja taka stór skref í umhverfis- og loftslagsmálum og síðast en ekki síst, láta almannahagsmuni ganga framar sérhagsmunum, verða meira áberandi í stjórnmálum og stjórnsýslu sveitarfélaganna á svæðinu og ganga til liðs við rísandi afl í íslenskum stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi. Höfundur er áhugamaður um stjórnmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Rangárþing ytra Rangárþing eystra Bjarki Eiríksson Mest lesið Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í öllum þrem sveitarfélögum Rangárvallasýslu eru starfandi óháð framboð í sveitarstjórnum. Auk þess eru svæðisfélög rótgróinna stjórnmálaflokka Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem lengst af hafa haldið um stjórnartaumana í Rangárþingi Ytra og Rangárþingi Eystra. „Er þá þörf fyrir nýtt stjórnmálaafl á svæðinu?“ gætu þá einhverjir spurt sig. Já, svo sannarlega. Það er þörf og rými fyrir frjálslynt stjórnmálaafl, sem mun verða kærkomin viðbót í stjórnmálaflóru Rangárvallasýslu og vonandi glæða lífi og litum í sveitarstjórnarmálin á svæðinu. Því munum við, næstkomandi laugardag, 20. nóvember klukkan 11, stofna nýtt félag Viðreisnar í Rangárvallasýslu og verður stofnfundurinn haldinn í Menningarsalnum á Hellu. Af hverju þarf nýtt af núna? „Af hverju núna?“ gætu sumir spurt sig. Hvers vegna í ósköpunum við stöndum því í að stofna til nýrrar stjórnmálahreyfingar á meðan Sjálfstæðisflokkur nýtur svo mikils stuðnings í Rangárþingi Ytra og Framsóknarflokkur í Eystra og svo eiga óháðu framboðin sína fulltrúa í sveitarstjórnum. Jú einmitt vegna þess að ef ekki nú, hvenær þá? Ég hef trú á að á svæðinu leynist frjálslynt fólk á öllum aldri sem vill hrista upp í hlutunum og gera breytingar á stjórnsýslunni. Sérstaklega að auka fagmennsku innan hennar sem og gagnsæi, í bland við meðal annars umhverfis- og lýðheilsumál og vinna að lausnum til að gera búsetu fyrir ungt fólk meira aðlaðandi. Frjálslyndi, mannréttindi, fagleg stjórnsýsla og almannahagsmunir Þarna úti eru trúlega fleiri en ég sem tengja við það að vera pólitískt landlaus. Í leit að stjórnmálahreyfingu með gildi sem ríma betur við þeirra eigin en þeir flokkar sem fyrir eru í Rangárvallasýslu? Sem telja sig annað hvort til miðju- eða hægri á stjórnmálarófinu en hugnast ekki hugmyndafræði gömlu flokkanna. Það er einmitt þess vegna sem að okkur þykir tímabært að stofna svæðisfélag Viðreisnar í Rangárvallasýslu. Von mín er sú að með tilkomu Viðreisnar í Rangárvallasýslu munu fleiri einstaklingar sem aðhyllast frjálslynda hugmyndafræði, styðja mannréttindi og mannréttindabaráttu, vilja taka stór skref í umhverfis- og loftslagsmálum og síðast en ekki síst, láta almannahagsmuni ganga framar sérhagsmunum, verða meira áberandi í stjórnmálum og stjórnsýslu sveitarfélaganna á svæðinu og ganga til liðs við rísandi afl í íslenskum stjórnmálum, bæði á landsvísu og sveitarstjórnarstigi. Höfundur er áhugamaður um stjórnmál.
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar