Nokkrir hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. nóvember 2021 18:58 Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild Landspítala sögðu upp í dag vegna álags. Vísir/Vilhelm Nokkrir hjúkrunarfræðingar á bráðadeild hafa sagt upp á Landspítala í dag vegna álags. Landspítalinn sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann vakti athygli á miklu álagi á spítalanum sem sérstaklega birtist almenningi á bráðamóttökunni í Fossvogi. Að sögn heimildamanns fréttastofu á bráðadeildinni geti hann ekki lengur farið heim á hverju kvöldi með samviskubit gagnvart sjúklingum sem hann geti ekki sinnt nógu vel. Eins og staðan sé núna bíði 30 eftir að komast inn á aðrar deildir af bráðadeildinni, sem samsvari tveimur heilum deildum á spítalanum. Vegna þessa þrjátíu sem bíði á bráðadeildinni eftir að komast inn á aðrar deildir spítalans hafi aðeins sex rúm verið laus til að taka á móti öllum þeim sem leitað hafi á bráðamóttökuna í dag. Fólk liggi á göngum deildarinnar og þessa stundina séu sex sjúklingar sem hlúð sé að í biðstólum. Að sögn heimildamannsins sé ekki að hægt að tryggja örugga þjónustu í þessu ástandi. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er vegna þess að við höfum hreinlega ekki nógu mörg rúm á spítalanum. Það er hreinlega bara þannig að nú eru 22 inniliggjandi á bráðamóttökunni og þeir komast ekki inn á deildir eins og staðan er núna,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna þar grafalvarlega.Vísir/Vilhelm Hún sagði að staðan væri önnur á spítalanum ef búið væri að koma upp farsóttardeild á Landspítala eins og forsvarsmenn hans hafa óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að vinna að úrlausn beiðninnar og bíða eftir fjármagni fyrir deildina. „Það er þannig að það er 21 sjúklingur inniliggjandi með Covid-19 og það þýðir að0 það eru ekki aðrir sjúklingar þar. Þannig að við erum búin að loka heilli deild undir Covid og rúmlega það. Auðvitað myndi farsóttardeild hjálpa til.“ Deildin verði ekki tilbúin á næstunni. „Það þarf fyrst og fremst að taka ákvörðun að heimila opnun þessarar deildar og fá fjármagn til rekstrar. Síðan þarf að breyta húsnæði til að gera það,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Að sögn heimildamanns fréttastofu á bráðadeildinni geti hann ekki lengur farið heim á hverju kvöldi með samviskubit gagnvart sjúklingum sem hann geti ekki sinnt nógu vel. Eins og staðan sé núna bíði 30 eftir að komast inn á aðrar deildir af bráðadeildinni, sem samsvari tveimur heilum deildum á spítalanum. Vegna þessa þrjátíu sem bíði á bráðadeildinni eftir að komast inn á aðrar deildir spítalans hafi aðeins sex rúm verið laus til að taka á móti öllum þeim sem leitað hafi á bráðamóttökuna í dag. Fólk liggi á göngum deildarinnar og þessa stundina séu sex sjúklingar sem hlúð sé að í biðstólum. Að sögn heimildamannsins sé ekki að hægt að tryggja örugga þjónustu í þessu ástandi. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna grafalvarlega. „Það er vegna þess að við höfum hreinlega ekki nógu mörg rúm á spítalanum. Það er hreinlega bara þannig að nú eru 22 inniliggjandi á bráðamóttökunni og þeir komast ekki inn á deildir eins og staðan er núna,“ sagði Guðlaug í kvöldfréttum Stöðvar 2. Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, segir stöðuna þar grafalvarlega.Vísir/Vilhelm Hún sagði að staðan væri önnur á spítalanum ef búið væri að koma upp farsóttardeild á Landspítala eins og forsvarsmenn hans hafa óskað eftir við heilbrigðisráðuneytið. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagði í samtali við fréttastofu í dag að verið væri að vinna að úrlausn beiðninnar og bíða eftir fjármagni fyrir deildina. „Það er þannig að það er 21 sjúklingur inniliggjandi með Covid-19 og það þýðir að0 það eru ekki aðrir sjúklingar þar. Þannig að við erum búin að loka heilli deild undir Covid og rúmlega það. Auðvitað myndi farsóttardeild hjálpa til.“ Deildin verði ekki tilbúin á næstunni. „Það þarf fyrst og fremst að taka ákvörðun að heimila opnun þessarar deildar og fá fjármagn til rekstrar. Síðan þarf að breyta húsnæði til að gera það,“ sagði Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítala.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira