Leggja gaddavír á landamærin til að æfa viðbrögð við flóttamannastraumi Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 14:36 Farandfólk við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands. Hvítrússnesk stjórnvöld eru sökuð um að nota fólkið sem peð í deilum sínum við Evrópusambandið. Vísir/EPA Eistnesk stjórnvöld kölluðu hátt á annað þúsund varaliðshermenn út á fyrirvaralausa æfingu þar sem þeir eru látnir leggja gaddavír yfir tugi kílómetra af landamærum landsins að Rússlandi. Æfingin tengist flóttamannavanda sem Hvítrússar eru sakaðir um að valda. Þúsundir farandsfólks hefur safnast saman við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands undanfarna daga. Ráðamenn Evrópusambandsins saka Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands um að senda fólki að landmærunum að nágrannaríkjunum Póllandi, Litháen og Lettlandi til þess að ná sér niðri á Evrópuríkjum vegna refsiaðgerða þeirra og skapa glundroða. Eistland á ekki landamæri að Hvíta-Rússlandi en þarlend stjórnvöld segja að á æfingunni setji varaliðsmennirnir gaddavír á fjörutíu kílómetra hluta landamæranna að Rússlandi þar sem mestar líkur eru taldar á að fólk reyni að smygla sér yfir ólöglega, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússar eru nánir bandamenn Hvítrússa. „Það sem á sér stað í Póllandi, Litháen og Lettlandi krefst þess einnig að innviðir á landamærum Eistlands séu styrktir,“ segir Elmar Vaher, lögreglustjóri og landamæravörður í Eistlandi. Æfingin á að standa yfir til 25. nóvember. Eistneska ríkisstjórnin segir að henni sé ætlað að æfa viðbrögð stjórnkerfisins. Nágrannaríki Hvíta-Rússlands hafa varað við því að deilurnar gætu leitt til hernaðarátaka. Þau hafa kallað út herlið að landamærum sínum og lýst yfir neyðarástandi. Eistland Flóttamenn Hvíta-Rússland Pólland Rússland Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins muni það beita ríkinu þvingunum vegna deilu um farendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands. 11. nóvember 2021 22:55 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Þúsundir farandsfólks hefur safnast saman við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands undanfarna daga. Ráðamenn Evrópusambandsins saka Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands um að senda fólki að landmærunum að nágrannaríkjunum Póllandi, Litháen og Lettlandi til þess að ná sér niðri á Evrópuríkjum vegna refsiaðgerða þeirra og skapa glundroða. Eistland á ekki landamæri að Hvíta-Rússlandi en þarlend stjórnvöld segja að á æfingunni setji varaliðsmennirnir gaddavír á fjörutíu kílómetra hluta landamæranna að Rússlandi þar sem mestar líkur eru taldar á að fólk reyni að smygla sér yfir ólöglega, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússar eru nánir bandamenn Hvítrússa. „Það sem á sér stað í Póllandi, Litháen og Lettlandi krefst þess einnig að innviðir á landamærum Eistlands séu styrktir,“ segir Elmar Vaher, lögreglustjóri og landamæravörður í Eistlandi. Æfingin á að standa yfir til 25. nóvember. Eistneska ríkisstjórnin segir að henni sé ætlað að æfa viðbrögð stjórnkerfisins. Nágrannaríki Hvíta-Rússlands hafa varað við því að deilurnar gætu leitt til hernaðarátaka. Þau hafa kallað út herlið að landamærum sínum og lýst yfir neyðarástandi.
Eistland Flóttamenn Hvíta-Rússland Pólland Rússland Tengdar fréttir Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06 Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15 Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins muni það beita ríkinu þvingunum vegna deilu um farendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands. 11. nóvember 2021 22:55 Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Sjá meira
Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. 16. nóvember 2021 15:06
Pútín svarar hótunum Lúkasjenka Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins í vikunni. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, tekur hótununum Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, ekki af léttúð. 13. nóvember 2021 14:15
Hvít-Rússar hóta að skrúfa fyrir gasið Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hafa hótað að skrúfa fyrir gasleiðslur sem liggja til ríkja Evrópusambandsins muni það beita ríkinu þvingunum vegna deilu um farendur á landamærum Hvíta-Rússlands og Póllands. 11. nóvember 2021 22:55