Hef bara þurft að læra að lifa með þessu Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2021 11:31 Friðrik Ómar verður reglulega fyrir fordómum vegna kynhneigðar sinnar. vísir/vilhelm Friðrik Ómar Hjörleifsson er einn vinsælasti söngvari landsins og hefur verið það heillengi. Friðrik er með skemmtilegri mönnum landsins og nánast alltaf í góðu skapi. Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri. Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira
Hann er gestur vikunnar í Einkalífinu. Í þættinum fer Friðrik um víðan völl og talar meðal annars um þá fordóma sem enn eru í íslensku samfélagið gagnvart samkynhneigðum. „Það hefur aldrei böggað mig á nokkurn hátt að vera gay. Mér finnst líf mitt yndislegt. Eina sem fylgir þessu í dag er að á vissum tímapunkti í lífinu fattar þú að það eru ekkert allir á því að þetta sé lífstíll sem þú eigir að lifa. Þú verður að sleppa tökunum og þú munt aldrei sannfæra þetta fólk,“ segir Friðrik og bætir við að hann fái reglulega send misgáfuleg skilaboð. „Ég dirfist ekki að segja frá því hvaða pósta ég fæ frá fólki því ég ætla ekki að gefa því platformið, aldrei. Það er fullt af fávitum þarna úti. Ég er að fá orð sem eru algjör viðbjóður. Þetta verður alltaf til og á tímabili fékk þetta rosalega mikið á mig en svo bara lærir maður. Ég til dæmis hafði samband við Pál Óskar á sínum tíma og í rauninni kenndi mér hvernig maður ætti að læra lifa með þessu. Við þurfum bara að tala saman við sem erum í hinsegin hópnum,“ segir Friðrik. Klippa: Einkalífið - Friðrik Ómar „Það venst að lifa með þessu. Auðvitað er þetta skrýtið, þetta er svo persónulegt. Af því að fólk veit hver ég er þá notfærir það sér að senda mér á Facebook eða Instagram og finnst það eiga eitthvað tilkall til að segja allan fjandann. Þetta er kannski fólk sem er með profile mynd og heldur á börnunum sínum og ég hugsa þá, vá það væri geggjað ef annað þeirra væri bara hinsegin.“ Í þættinum hér að ofan fer Friðrik einnig yfir tónlistarferilinn, æskuna og áfallið þegar foreldrar hans skildu, um húmorinn svarta, um Eurovision ævintýrin, einelti sem hann varð fyrir sem barn, skilnaðinn eftir ellefu ára samband, framtíðina og margt fleira. Friðrik mun standa fyrir fjölmörgum jólatónleikum í desember bæði í Salnum í Kópavogi og Hofi á Akureyri.
Einkalífið Tónlist Hinsegin Mest lesið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Sjá meira