Eftirmaður Lars Lagerbäck hjá Noregi með lélegri árangur en hann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 13:01 Lars Lagerbäck þegar hann var þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. vísir/vilhelm Ståle Solbakken, eftirmanni Lars Lagerbäck hjá norska landsliðinu, tókst ekki að koma norska landsliðinu á HM í Katar. Norðmenn hafa því áfram ekki komist á stórmót síðan á EM 2000. Norska landsliðið náði bara í eitt stig í síðasta glugga undankeppninnar á meðan Tyrkir unnu báða sína leiki og komust í umspil á kostnað Norðmanna. Hollendingar unnu riðilinn eftir sigur á Noregi í síðasta leiknum. 50-50 for Solbakken: 99 prosent sikker på at vi kommer til EM #ESNball https://t.co/FNFVOqS73T— Eurosport Norge (@EurosportNorge) November 17, 2021 Norðmenn ráku Lars Lagerbäck eftir að þessum fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mistókst að koma norska landsliðinu á Evrópumótið í fyrra. Norðmenn sátu þarf eftir í umspilinu eins og við Íslendingar. Lars stýrði norska landsliðinu í 34 landsleikjum og liðið vann átján af þeim en tapaði átta. Norðmenn voru með 52,9 prósent sigurhlutfall undir stjórn Lagerbäck. Dagsavisen fjallar um þennan árangur og að norska landsliðið hefði gert betur undir stjórn Lars Lagerbäck. Norðmenn hafa fimmtíu prósent sigurhlutfall í fyrstu tólf leikjunum undir stjórn Solbakken en liðið vann sex af þeim leikjum. Liðið náði í stig á móti Hollandi á heimavelli og Tyrkjum á útivelli en tap fyrir Tyrkjum í Osló og markalaust jafntefli á móti Lettlandi á heimavelli reyndust liðinu dýrkeypt úrslit í baráttunni um sætin á HM. Solbakken er þó ekki að baki dottinn þrátt fyrir þennan árangur. „Við höfum tekið skref í rétta átt. Ég er viss, alla vega 99 prósent viss um að við komust á EM í Þýskalandi ef við höldum áfram á sömu braut,“ sagði Ståle Solbakken á blaðamannafundi eftir leikinn. Það fylgir sögunni að norska liðið var án Erling Haaland í síðustu fjórum leikjum sínum en framherji Dortmund skoraði 5 mörk í 3 leikjum í undankeppninni í september. HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Sjá meira
Norska landsliðið náði bara í eitt stig í síðasta glugga undankeppninnar á meðan Tyrkir unnu báða sína leiki og komust í umspil á kostnað Norðmanna. Hollendingar unnu riðilinn eftir sigur á Noregi í síðasta leiknum. 50-50 for Solbakken: 99 prosent sikker på at vi kommer til EM #ESNball https://t.co/FNFVOqS73T— Eurosport Norge (@EurosportNorge) November 17, 2021 Norðmenn ráku Lars Lagerbäck eftir að þessum fyrrum þjálfara íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, mistókst að koma norska landsliðinu á Evrópumótið í fyrra. Norðmenn sátu þarf eftir í umspilinu eins og við Íslendingar. Lars stýrði norska landsliðinu í 34 landsleikjum og liðið vann átján af þeim en tapaði átta. Norðmenn voru með 52,9 prósent sigurhlutfall undir stjórn Lagerbäck. Dagsavisen fjallar um þennan árangur og að norska landsliðið hefði gert betur undir stjórn Lars Lagerbäck. Norðmenn hafa fimmtíu prósent sigurhlutfall í fyrstu tólf leikjunum undir stjórn Solbakken en liðið vann sex af þeim leikjum. Liðið náði í stig á móti Hollandi á heimavelli og Tyrkjum á útivelli en tap fyrir Tyrkjum í Osló og markalaust jafntefli á móti Lettlandi á heimavelli reyndust liðinu dýrkeypt úrslit í baráttunni um sætin á HM. Solbakken er þó ekki að baki dottinn þrátt fyrir þennan árangur. „Við höfum tekið skref í rétta átt. Ég er viss, alla vega 99 prósent viss um að við komust á EM í Þýskalandi ef við höldum áfram á sömu braut,“ sagði Ståle Solbakken á blaðamannafundi eftir leikinn. Það fylgir sögunni að norska liðið var án Erling Haaland í síðustu fjórum leikjum sínum en framherji Dortmund skoraði 5 mörk í 3 leikjum í undankeppninni í september.
HM 2022 í Katar EM 2020 í fótbolta Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Sjá meira