Beittu háþrýstidælum á farandfólk á landamærunum Kjartan Kjartansson skrifar 16. nóvember 2021 15:06 Maður hleypur undan vatnsbyssu pólskra hermanna við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. AP/Leonid Shcheglov/BelTA Pólskar öryggissveitir beittu háþrýstidælum á farandfólk sem henti steinum að þeim við landamæri Póllands og Hvíta-Rússlands í dag. Lík ungs Sýrlendings var grafið í Póllandi í gærkvöldi. Þúsundir farandsfólks frá Miðausturlöndum hafa safnast saman á landamærunum undanfarið en Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, er sakaður um að beina fólkinu þangað ólöglega til þess að ná sér niðri á Evrópusambandsríkjum vegna refsiaðgerða þeirra. Pólsk stjórnvöld hafa brugðist hart við og sent farandfólkið jafnharðan til baka. Myndband sem þau birtu í dag sýndu liðsmenn öryggissveita beita háþrýstivatnsbyssum á fólkið eftir að einhverjir í hópnum köstuðu flöskum og viðarbútum að pólskum hermönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Koczuj cy przy przej ciu granicznym w Bruzgach po stronie bia oruskiej , od ok. godziny atakuj polskie s u by.Wobec agresywnych cudzoziemców u yto armatek wodnych.#zgranicy pic.twitter.com/ydXw8ZfNNc— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 16, 2021 Innanríkisráðuneyti Póllands segir að lögreglumaður hafi slasast alvarlega þegar hann varð fyrir hlut sem var kastað yfir landamærin. Hann liggi höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi. Þá fullyrti varnarmálaráðuneytið að hvítrússnesk yfirvöld hefðu látið farandfólkið fá hljóðsprengjur til að kasta að pólskum her- og lögreglumönnum. Hvítrússneskt herlið hafi skipulagt árás á landamærin. Átta farendur hafa látist á landamærunum undanfarna mánuði. Ahmed al-Hassan, nítján ára gamall sýrlenskur piltur sem drukknaði í ánni Bug þegar hann reyndi að komast yfir landamærin, var borinn til grafar í þorpinu Bohoniki í norðaustur Póllandi í gærkvöldi. Fjölskylda hans fylgdist með athöfninni í gegnum fjarfundarbúnað þökk sé sýrlenskum lækni sem fann lík hans. „Þið náið ekki að sjá mikið en ég vildi segja ykkur að við erum öll fjölskylda. Ég vissi að þið vilduð sjá hann eitt síðasta skipti en það er ekki margt að gera,“ sagði læknirinn Kassam Shahadah við fjölskylduna, að sögn Reuters. Lítill hópur múslima í Bohoniki bauðst til þess að greftra Hassan að íslömskum sið. Pólland Flóttamenn Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Þúsundir farandsfólks frá Miðausturlöndum hafa safnast saman á landamærunum undanfarið en Alexander Lúkasjenka, forseti Hvíta-Rússlands, er sakaður um að beina fólkinu þangað ólöglega til þess að ná sér niðri á Evrópusambandsríkjum vegna refsiaðgerða þeirra. Pólsk stjórnvöld hafa brugðist hart við og sent farandfólkið jafnharðan til baka. Myndband sem þau birtu í dag sýndu liðsmenn öryggissveita beita háþrýstivatnsbyssum á fólkið eftir að einhverjir í hópnum köstuðu flöskum og viðarbútum að pólskum hermönnum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Koczuj cy przy przej ciu granicznym w Bruzgach po stronie bia oruskiej , od ok. godziny atakuj polskie s u by.Wobec agresywnych cudzoziemców u yto armatek wodnych.#zgranicy pic.twitter.com/ydXw8ZfNNc— Stra Graniczna (@Straz_Graniczna) November 16, 2021 Innanríkisráðuneyti Póllands segir að lögreglumaður hafi slasast alvarlega þegar hann varð fyrir hlut sem var kastað yfir landamærin. Hann liggi höfuðkúpubrotinn á sjúkrahúsi. Þá fullyrti varnarmálaráðuneytið að hvítrússnesk yfirvöld hefðu látið farandfólkið fá hljóðsprengjur til að kasta að pólskum her- og lögreglumönnum. Hvítrússneskt herlið hafi skipulagt árás á landamærin. Átta farendur hafa látist á landamærunum undanfarna mánuði. Ahmed al-Hassan, nítján ára gamall sýrlenskur piltur sem drukknaði í ánni Bug þegar hann reyndi að komast yfir landamærin, var borinn til grafar í þorpinu Bohoniki í norðaustur Póllandi í gærkvöldi. Fjölskylda hans fylgdist með athöfninni í gegnum fjarfundarbúnað þökk sé sýrlenskum lækni sem fann lík hans. „Þið náið ekki að sjá mikið en ég vildi segja ykkur að við erum öll fjölskylda. Ég vissi að þið vilduð sjá hann eitt síðasta skipti en það er ekki margt að gera,“ sagði læknirinn Kassam Shahadah við fjölskylduna, að sögn Reuters. Lítill hópur múslima í Bohoniki bauðst til þess að greftra Hassan að íslömskum sið.
Pólland Flóttamenn Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Sýrlendingur fannst látinn á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands Lík ungs sýrlensks karlmanns fannst í dag í skóglendi á landamærum Póllands og Hvíta-Rússlands. Ófremdarástand ríkir á landamærunum þar sem gríðarlegur fjöldi flóttamanna hefur verið sendur þangað af hvít-rússneskum stjórnvöldum. 13. nóvember 2021 10:44