Breytt verklag á göngudeild Covid og símtölum fækkað Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:59 Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum. vísir/Egill Aðalsteinsson Metfjöldi greindist með kórónuveiruna í gær og segir yfirlæknir á Landspítalanum það mikil vonbrigði. Fækki smituðum ekki á næstu sólarhringum þurfi að endurskoða aðgerðir. Spítalinn hefur breytt verklagi á göngudeild Covid og fækkað símtölum til fólks í einangrun. Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Metfjöldi eða tvö hundruð og sex greindust með kórónuveiruna í gær. Innan við helmingur þeirra í sóttkví, eða 46 prósent. Innlögnum á Landspítalann vegna covid hefur fjölgað nokkuð á síðustu dögum. Þar eru tuttugu og fimm inniliggjandi og þar af fjórir á gjörgæslu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á Landspítalanum hefur áhyggjur af þróuninni nú þegar liðnir eru fjórir sólarhringar frá því að harðari samkomutakmarkanir tóku gildi. „Ef þetta á að virka eins og við höfðum búist við myndi maður vilja sjá fækkun á nýjum tilfellum núna á næstu sólarhringum. Þess vegna eru þetta talsverð vonbrigði þessi mikla greining núna. Ef ekki verður lát á þessu á næstu fimm til sjö dögum virðist þetta ekki duga,“ segir Már sem telur að þá þurfi að endurskoða og herða aðgerðir. Verklagi hefur verið breytt á göngudeild Covid til þess að fækka símtölunum til fólks í einangrun. Már bendir á að smituðum hafi fjölgað mikið og erfiðara sé að fá fólk til þess að sinna úthringingum. Álagið hafi því verið orðið gríðarlegt. Nú verður fólk beðið um að fylla út spurningalista um líðan og hringt er í þá sem þarf að athuga með eða svara ekki. Hann bendir á að verklagið, sem tekið var upp í byrjun faraldursins, hafi verið gagnrýnt í ljósi mikils álags á spítalanum og þar sem fólk veikist síður nú þegar þjóðin er að mestu bólusett. Már segir þó enn nauðsynlegt að fylgjast með fólki til þess að unnt sé að grípa snemma inn í veikindi. „Okkar mestu vandræði í dag eru þeir sem eru ógreindir í heimahúsi og eru orðnir alvarlega veikir og hafa ekki notið þessarar snemmíhlutunar,“ segir Már og bætir við að slík tilvik komi reglulega upp. „Ég ætla ekki að segja á hverjum degi en það hefur verið talsvert um að fólk hafi annað hvort fundist heima eða komi vegna bráðra veikinda á bráðmóttöku og greinist þannig. Þannig það eru einstaklingar þarna úti sem eru oftar en ekki óbólusettir sem hafa greinst þannig,“ segir Már Kristjánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira