Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2021 11:24 Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hafa valið að fara þá leið að upplýsa fólk og veita því frelsi til að velja. Vísir/Vilhelm Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag, spurð að því hvers vegna Íslendingar hefðu ekki farið þá leið að krefja einstaklinga um bólusetningarvottorð til að komast inn á til dæmis veitingastaði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitastjórnaráðherra segist hefðu viljað sjá umræðu um notkun slíks vottorðs hér innanlands. Katrín benti á að harðari reglur giltu á landamærunum, þar sem aðgerðir væru mun meira íþyngjandi fyrir óbólusetta en bólusetta. Innanlands væru hraðprófin nýtt til að reyna að tryggja sem fæst smit. Rætt er við Katrínu í spilaranum að neðan. Um væri að ræða siðferðilega og pólitíska spurningu en það hefði verið lendingin að upplýsa, til dæmis um ágæti bólusetninga. „Já, það er auðvitað áhyggjuefni en við skulum ekki gleyma því að við vorum að herða aðgerðir á föstudag,“ sagði Katrín spurð að því hvort hún væri uggandi yfir tölur dagsins. Alls greindust 206 með Covid-19 í gær. Sagðist forsætisráðherra finna það í kringum sig að fólk væri að taka ástandið alvarlega; sumum viðburðum hefði verið aflýst en á öðrum yrði farið að öllum reglum. Sagðist Katrín telja að aðgerðirnar myndu leiða til þess að smitum færi fækkandi. Sigurður Ingi sagðist hefðu viljað skoða að gera kröfu um framvísun bólusetningarvottorða innanlands.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, sagðist hins vegar hefðu viljað skoða einhvers konar útfærslu á Covid-passa innanlands, til að geta aflétt takmörkunum á þeim sem hefðu þegið bólusetningu. Benti hann á að nú væru aðeins um 8 prósent fullorðinna óbólusett og þeir væru þrisvar sinnum líklegri til að smitast og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús. Rætt er við Sigurð Inga í spilaranum að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira