Blóm allan sólarhringinn á Selfossi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. nóvember 2021 20:15 Tinna Bjarnadóttir, blómaskreytir við nýja blómasjálfsalann sinn í nýja miðbænum á Selfossi en þar rekur hún líka blómabúð. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýr blómasjálfsali í nýja miðbænum á Selfossi hefur slegið í gegn, ekki síst hjá karlmönnum, sem fara í sjálfsalann á kvöldin og jafnvel á nóttunni um helgar til að kaupa blóm handa elskunni sinni. Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju blómabúðinni í nýja miðbænum hjá Tinnu Bjarnadóttur eftir að hún opnaði í júlí í sumar. Til að auðvelda vinnuálagið á sér þá ákvað hún í haust að opna blómasjálfsala við búðina, sem hefur heldur betur slegið í gegn enda er hann opinn allan sólarhringinn. Það eru ekki bara blóm í sjálfsalanum því þar eru líka kökur, konfekt, pottaplöntur og gjafavörur. Fjórtán misstór hólf eru í sjálfsalanum. „Þetta er algjör bylting og fyrir stærð af sveitarfélagi eins og við erum. Ég nenni ekki að vera hérna til 21:00 á kvöldin en mikil blómasala fer oft á milli 18:00 og 21:00 því fólk er á leið í matarboð eða veislur eða er óvænt að fá einhvern í matarboð, þá er auðvelt að redda sér hérna í sjálfsalanum í nýja miðbænum,“ segir Tinna. Tinna segir mjög auðvelt að nálgast vörur úr sjálfsalanum, allt snertilaust og góðar leiðbeiningar á íslensku og ensku. „Sjálfsalinn er að slá í gegn enda vekur hann mikla athygli, það eru mjög margir, sem snar hemla hérna fyrir utan og segja „sjálfsali“, „blómasjálfsali“ og taka myndir ánægðir með framtakið,“ bætir Tinna við. 14 hólf eru í nýja sjálfssalnum þar sem hægt er að fá blóm, konfekt, kökur og pottaplöntur allan sólarhringinn allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segir fólk á öllum aldri duglegt að nota sjálfsalann þó karlarnir séu í meirihluta seint á kvöldin þegar blómin eru annars vegar og á nóttunni um helgar. „Ég get mögulega verið að bjarga þeim stundum ef þeir eru aðeins of lengi, koma ekki heim á réttum tíma, þá gætu þeir nú reddað sér í blómasjálfsalanum,“ segir Tinna og hlær. Fréttamaður prófaði að sjálfsögðu nýja sjálfsalann og fór með glæsilegan blómvönd heim handa sinni heittelskuðu. Anna, eiginkona fréttamanns snar hissa á manni sínum að vera að koma heim með blómvönd af engu sérstöku tilefni en hún þáði hann þó með þökkum og var ánægð með sinn mann, þó hann eigi þetta ekki oft til.Aðsend Árborg Landbúnaður Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg að gera í nýju blómabúðinni í nýja miðbænum hjá Tinnu Bjarnadóttur eftir að hún opnaði í júlí í sumar. Til að auðvelda vinnuálagið á sér þá ákvað hún í haust að opna blómasjálfsala við búðina, sem hefur heldur betur slegið í gegn enda er hann opinn allan sólarhringinn. Það eru ekki bara blóm í sjálfsalanum því þar eru líka kökur, konfekt, pottaplöntur og gjafavörur. Fjórtán misstór hólf eru í sjálfsalanum. „Þetta er algjör bylting og fyrir stærð af sveitarfélagi eins og við erum. Ég nenni ekki að vera hérna til 21:00 á kvöldin en mikil blómasala fer oft á milli 18:00 og 21:00 því fólk er á leið í matarboð eða veislur eða er óvænt að fá einhvern í matarboð, þá er auðvelt að redda sér hérna í sjálfsalanum í nýja miðbænum,“ segir Tinna. Tinna segir mjög auðvelt að nálgast vörur úr sjálfsalanum, allt snertilaust og góðar leiðbeiningar á íslensku og ensku. „Sjálfsalinn er að slá í gegn enda vekur hann mikla athygli, það eru mjög margir, sem snar hemla hérna fyrir utan og segja „sjálfsali“, „blómasjálfsali“ og taka myndir ánægðir með framtakið,“ bætir Tinna við. 14 hólf eru í nýja sjálfssalnum þar sem hægt er að fá blóm, konfekt, kökur og pottaplöntur allan sólarhringinn allt árið um kring.Magnús Hlynur Hreiðarsson Tinna segir fólk á öllum aldri duglegt að nota sjálfsalann þó karlarnir séu í meirihluta seint á kvöldin þegar blómin eru annars vegar og á nóttunni um helgar. „Ég get mögulega verið að bjarga þeim stundum ef þeir eru aðeins of lengi, koma ekki heim á réttum tíma, þá gætu þeir nú reddað sér í blómasjálfsalanum,“ segir Tinna og hlær. Fréttamaður prófaði að sjálfsögðu nýja sjálfsalann og fór með glæsilegan blómvönd heim handa sinni heittelskuðu. Anna, eiginkona fréttamanns snar hissa á manni sínum að vera að koma heim með blómvönd af engu sérstöku tilefni en hún þáði hann þó með þökkum og var ánægð með sinn mann, þó hann eigi þetta ekki oft til.Aðsend
Árborg Landbúnaður Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Fleiri fréttir Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Sjá meira