Kaldar kveðjur til Brynjars í nýrri ljóðabók Bubba Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2021 17:12 Bubbi hefur samið ljóð um Brynjar, sem gefur lítið fyrir kveðskapinn. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson fyrrverandi alþingismaður veltir því fyrir sér að svara kveðskap um sig eftir tónlistarmanninn og ljóðskáldið Bubba Morthens með ljóði. „Ég er örugglega ekki slappara ljóðskáld en hann,“ segir Brynjar. En Bubbi Morthens sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð. Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni úr bókinni, ljóðið „Torfbær í jakkafötum“ en það er einmitt einkunn sem hann hefur gefið Brynjar í orðaskaki á Facebook. Í ljóðinu segir meðal annars: „einn stóll í salnum hefur ávallt verið frátekinn fyrir þann sem í gegnum áratugina hefur haft það hlutverk að þagga niður í þeim sem gagnrýna siðferðið og einkavinavæðingu og pólitíska spillingu í skjóli grámans með lykillinn að dyrum rökkursins hvæsandi ekki vera að tjá þig um það sem þú veist ekkert um“. Og seinna segir: „ef þú gerir þér ferð niður á alþingi getur þú séð hann sitja í stólnum litlausan hnusandi útí loftið með aldagamalt glott á þunnum vörum“. Brynjar telur þessar ljóðlínur segja allt um manninn, í stuttu samtali við Vísi. „Hlaut að koma að því. Var búinn að biðja um ljóð um mig,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Uppfært 17:28 Í samtali Vísis við Bubba segir hann það ekki svo að þetta prósaljóð fjalli um Brynjar, þó vissulega hafi hann kallað Brynjar torfbæ og oft. En Bubbi segir það alltof þröngan lesskilning, ljóðið fjalli um alla þá fjölmörgu torfbæi sem setið hafi á þingi og varið sérhagsmuni með kjafti og klóm. Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Ég er örugglega ekki slappara ljóðskáld en hann,“ segir Brynjar. En Bubbi Morthens sendi nýverið frá sér ljóðabókina Orð, ekkert nema orð. Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni úr bókinni, ljóðið „Torfbær í jakkafötum“ en það er einmitt einkunn sem hann hefur gefið Brynjar í orðaskaki á Facebook. Í ljóðinu segir meðal annars: „einn stóll í salnum hefur ávallt verið frátekinn fyrir þann sem í gegnum áratugina hefur haft það hlutverk að þagga niður í þeim sem gagnrýna siðferðið og einkavinavæðingu og pólitíska spillingu í skjóli grámans með lykillinn að dyrum rökkursins hvæsandi ekki vera að tjá þig um það sem þú veist ekkert um“. Og seinna segir: „ef þú gerir þér ferð niður á alþingi getur þú séð hann sitja í stólnum litlausan hnusandi útí loftið með aldagamalt glott á þunnum vörum“. Brynjar telur þessar ljóðlínur segja allt um manninn, í stuttu samtali við Vísi. „Hlaut að koma að því. Var búinn að biðja um ljóð um mig,“ segir Brynjar sem þó veit ekki alveg hvaðan á sig stendur veðrið. Uppfært 17:28 Í samtali Vísis við Bubba segir hann það ekki svo að þetta prósaljóð fjalli um Brynjar, þó vissulega hafi hann kallað Brynjar torfbæ og oft. En Bubbi segir það alltof þröngan lesskilning, ljóðið fjalli um alla þá fjölmörgu torfbæi sem setið hafi á þingi og varið sérhagsmuni með kjafti og klóm.
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira