Kennir „blindum beitusala“ um og segir Stjörnuna enn eiga eftir að vinna titilinn Sindri Sverrisson skrifar 16. nóvember 2021 08:30 Jón Rúnar Halldórsson segir Stjörnuna í raun enn eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil, þó að hann hafi þurft að horfa upp á Veigar Pál Gunnarsson handleika Íslandsmeistarabikarinn í Kaplakrika 2014. „Ég sé rautt þegar það er talað um þetta,“ segir Jón Rúnar Halldórsson, bæði í gríni og alvöru, um leikinn fræga á milli Stjörnunnar og FH þegar Stjarnan tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í fótbolta karla árið 2014, á kostnað FH. Jón Rúnar, sem lengi var formaður knattspyrnudeildar FH og þar á meðal á mesta gullaldarskeiði liðsins, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti Foringjanna, á Stöð 2 Sport. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Foringjarnir: Jón Rúnar um Stjörnuleikinn Í þættinum, sem sýndur var á sunnudagskvöld, viðurkenndi Jón Rúnar að tapið gegn Stjörnunni í Kaplakrika 2014 sæti enn í sér: „Auðvitað gerir það það. Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað hefði allt verið spilað eftir reglunum sem á að fara eftir. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi,“ segir Jón Rúnar. Þar vísaði hann til fyrra marks Stjörnunnar í leiknum en það hefði ekki átt að standa vegna þess að Ólafur Karl Finsen var rangstæður. Aðstoðardómarinn Sigurður Óli Þorleifsson var á hliðarlínunni en gerði mistök sem að mati Jóns Rúnars kostuðu FH-inga Íslandsmeistaratitil. Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH, hefur lýst leiknum sem „dómaraskandal frá upphafi til enda“ og Jón Rúnar lítur svo á að Stjarnan eigi í raun enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitil: „Ég held að Garðbæingar, margir hverjir ágætir vinir mínir, viti það sjálfir að þeir eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég segi þetta ekki til þess að gefa mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessu „geimi“, að það vilja allir gera hlutina eftir reglunum. Það er enginn sem vill hafa þetta hinsegin,“ segir Jón Rúnar og bætir við: „Þetta situr í manni, þegar þetta er borið upp, en ég sef alveg fyrir þessu. Þetta var ótrúleg stund.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. Pepsi Max-deild karla FH Foringjarnir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Jón Rúnar, sem lengi var formaður knattspyrnudeildar FH og þar á meðal á mesta gullaldarskeiði liðsins, var gestur Henrys Birgis Gunnarssonar í fyrsta þætti Foringjanna, á Stöð 2 Sport. Brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: Foringjarnir: Jón Rúnar um Stjörnuleikinn Í þættinum, sem sýndur var á sunnudagskvöld, viðurkenndi Jón Rúnar að tapið gegn Stjörnunni í Kaplakrika 2014 sæti enn í sér: „Auðvitað gerir það það. Allir sanngjarnir menn vita hvernig þetta hefði endað hefði allt verið spilað eftir reglunum sem á að fara eftir. Hefðum við ekki verið með blindan beitusala á línunni, þá hefði þetta farið allt öðruvísi,“ segir Jón Rúnar. Þar vísaði hann til fyrra marks Stjörnunnar í leiknum en það hefði ekki átt að standa vegna þess að Ólafur Karl Finsen var rangstæður. Aðstoðardómarinn Sigurður Óli Þorleifsson var á hliðarlínunni en gerði mistök sem að mati Jóns Rúnars kostuðu FH-inga Íslandsmeistaratitil. Heimir Guðjónsson, þáverandi þjálfari FH, hefur lýst leiknum sem „dómaraskandal frá upphafi til enda“ og Jón Rúnar lítur svo á að Stjarnan eigi í raun enn eftir að vinna Íslandsmeistaratitil: „Ég held að Garðbæingar, margir hverjir ágætir vinir mínir, viti það sjálfir að þeir eiga eftir að vinna Íslandsmeistaratitil. Ég segi þetta ekki til þess að gefa mér einhverja hugarró. Það er bara þannig í þessu „geimi“, að það vilja allir gera hlutina eftir reglunum. Það er enginn sem vill hafa þetta hinsegin,“ segir Jón Rúnar og bætir við: „Þetta situr í manni, þegar þetta er borið upp, en ég sef alveg fyrir þessu. Þetta var ótrúleg stund.“ Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
Pepsi Max-deild karla FH Foringjarnir Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira