Xavi sagður vilja gera allt til þess að ná í Liverpool manninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. nóvember 2021 12:31 Mohamed Salah fagnar marki með félögum sínum í Liverpool liðinu. Getty/Justin Setterfield Framtíð Mohamed Salah hjá Liverpool er í óvissu á meðan hann skrifar ekki undir nýjan samning á Anfield. Frammistaða hans að undanförnu sér líka til þess að það er mikill áhugi á Egyptanum hjá stórum klúbbum sunnar í álfunni. Margir eru á því að það sé enginn að spila betur þessa dagana en Mohamed Salah með Liverpool enda skorar kappinn næstum því í hverjum leik. Xavi Hernández er nýtekinn við sem þjálfari Barcelona og goðsögn félagsins er ætlað að rífa liðið í gang eftir erfiðaleika síðustu ára. Barcelona president Joan Laporta has his orders - Xavi wants him at all costs and wants to build his team around the superstar... https://t.co/ruXTIIHW38— SPORTbible (@sportbible) November 15, 2021 Peningavandræði og fullt köttum í sekkjum hafa séð til þess að Barcelona er ekki lengur í hópi bestu liða Evrópu. Spænski fjölmiðillinn El Nacional heldur því fram að Xavi sé með Mohamed Salah efstan á óskalista sínum og að hann vilji gera allt til þess að fá hann til Barcelona. Liverpool hefur selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona og Salah yrði þá þriðja súperstjarna félagsins til að yfirgefa það á hápunkti ferils síns. Samingur Salah rennur út í júní 2023 og næsta sumar er því síðasta sumarið þar sem Liverpool getur ætlast til að fá alvöru pening fyrir hann. Salah hefur ekkert farið leynt með ást sína á Liverpool en segir jafnframt að það sé ekki hans ákvörðun hvort hann spili áfram með félaginu. „Ef þú ert að spyrja mig þá myndi ég elska það að spila hér til loka ferilsins en ég get ekki sagt mikið um það því þetta er ekki í mínum höndum,“ sagði Mohamed Salah í viðtali við Sky Sports. „Núna gæti ég aldrei séð mig spila á móti Liverpool. Ég yrði þá mjög leiður. Ég vil ekki ræða þann möguleika því það myndi gera mig virkilega leiðan,“ sagði Salah. Áhugi Barcelona er eitt en hvort félagið eigi peninga til að kaupa Mo Salah er allt annað mál. Liðið eyddi risaupphæð í Philippe Coutinho og það eru ein verstu kaup Barca og ein besta sala Liverpool frá upphafi. Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Margir eru á því að það sé enginn að spila betur þessa dagana en Mohamed Salah með Liverpool enda skorar kappinn næstum því í hverjum leik. Xavi Hernández er nýtekinn við sem þjálfari Barcelona og goðsögn félagsins er ætlað að rífa liðið í gang eftir erfiðaleika síðustu ára. Barcelona president Joan Laporta has his orders - Xavi wants him at all costs and wants to build his team around the superstar... https://t.co/ruXTIIHW38— SPORTbible (@sportbible) November 15, 2021 Peningavandræði og fullt köttum í sekkjum hafa séð til þess að Barcelona er ekki lengur í hópi bestu liða Evrópu. Spænski fjölmiðillinn El Nacional heldur því fram að Xavi sé með Mohamed Salah efstan á óskalista sínum og að hann vilji gera allt til þess að fá hann til Barcelona. Liverpool hefur selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona og Salah yrði þá þriðja súperstjarna félagsins til að yfirgefa það á hápunkti ferils síns. Samingur Salah rennur út í júní 2023 og næsta sumar er því síðasta sumarið þar sem Liverpool getur ætlast til að fá alvöru pening fyrir hann. Salah hefur ekkert farið leynt með ást sína á Liverpool en segir jafnframt að það sé ekki hans ákvörðun hvort hann spili áfram með félaginu. „Ef þú ert að spyrja mig þá myndi ég elska það að spila hér til loka ferilsins en ég get ekki sagt mikið um það því þetta er ekki í mínum höndum,“ sagði Mohamed Salah í viðtali við Sky Sports. „Núna gæti ég aldrei séð mig spila á móti Liverpool. Ég yrði þá mjög leiður. Ég vil ekki ræða þann möguleika því það myndi gera mig virkilega leiðan,“ sagði Salah. Áhugi Barcelona er eitt en hvort félagið eigi peninga til að kaupa Mo Salah er allt annað mál. Liðið eyddi risaupphæð í Philippe Coutinho og það eru ein verstu kaup Barca og ein besta sala Liverpool frá upphafi.
Enski boltinn Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira