Lífið

„Menn verða að kunna að sleppa“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steingrímur hætti á þingi eftir áratuga þingsetu á dögunum. 
Steingrímur hætti á þingi eftir áratuga þingsetu á dögunum. 

Fannar Sveinsson elti þrjá einstaklinga áður en þeir stigu á svið í þættinum Framkoma á Stöð 2 í gærkvöldi.

Að þessu sinni voru það þau Lárus Blöndal Guðjónsson, töframaður, Katrín Halldóra Sigurðardóttir, söngkona, og Steingrímur J Sigfússon, alþingismaður.

Steingrímur J er hættur á þingi eftir tæplega fjörutíu ára þingsetu. Hann ræddi við Fannar um endalokin sem þingmaður.

„Þegar ég lít til baka er ég fullkomlega sáttur í sjálfum mér, við þennan feril og kveð þar að leiðandi sáttur og ekki pirraður og argur. Ég er voðalega þakklátur fyrir það að ég get tekið þessa ákvörðun sjálfur og mér líði vel með hana og ég held að þetta sé gott fyrir alla,“ segir Steingrímur.

„Menn verða að kunna að sleppa líka, menn verða að kunna það. Ég ætla hætta þegar ég hætti og ekki að vera til vandræða og ekki þvælast fyrir þeim sem taka við. Það er líka mikilvægt að menn kunni að sleppa.“

Klippa: Menn verða að kunna sleppa





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.